Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Lovísa Arnardóttir skrifar 18. janúar 2024 08:35 Fólk verður að gefa sér tíma til að ferðast á milli staða í bíl þennan morguninn segir aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Lovísa Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. Þónokkur umferðaróhöpp hafa verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé svipuð á öllu höfuðborgarsvæðinu. Fólk megi búast við því að ferðin taki lengra tíma þurfi það að fara eitthvað núna fyrir hádegi. „Það hafa orðið nokkur óhöpp, en engin slys. Umferðin er mjög hæg. Það er bara vetrarfærð eins og hún gerist best á höfuðborgarsvæðinu, en hún gengur. Það er minni snjór en við bjuggumst við en það er mikil hálka,“ segir Árni og að illa búnir bílar eigi alls ekki heima í umferðinni núna. Eiga þeir að vera heima? „Já, það er svoleiðis. Það er alltaf eitthvað af þeim og maður verður aðallega var við það þegar það er alvöru vetrarfærð. Það er spáð snjókomu til hádegis og það á eftir að bæta í.“ Er staðan eins á öllu höfuðborgarsvæðinu? „Já, ég var í efri byggðum í Kópavogi áðan og þar er svipuð staðan og á miðborgarsvæðinu. Það mun taka fólk langan tíma að fara sínar leiðir í þessari færð og það verður að gefa sér tíma. Taka því rólega,“ segir Árni að lokum. Veður Færð á vegum Lögreglumál Tengdar fréttir Snjóþekja víða á suðvesturhorninu Snjóþekja er víða á vegum á suðvesturhorninu en verið er að vinna að því að moka. Gul viðvörun vegna snjókomu er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 18. janúar 2024 06:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Sjá meira
Þónokkur umferðaróhöpp hafa verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé svipuð á öllu höfuðborgarsvæðinu. Fólk megi búast við því að ferðin taki lengra tíma þurfi það að fara eitthvað núna fyrir hádegi. „Það hafa orðið nokkur óhöpp, en engin slys. Umferðin er mjög hæg. Það er bara vetrarfærð eins og hún gerist best á höfuðborgarsvæðinu, en hún gengur. Það er minni snjór en við bjuggumst við en það er mikil hálka,“ segir Árni og að illa búnir bílar eigi alls ekki heima í umferðinni núna. Eiga þeir að vera heima? „Já, það er svoleiðis. Það er alltaf eitthvað af þeim og maður verður aðallega var við það þegar það er alvöru vetrarfærð. Það er spáð snjókomu til hádegis og það á eftir að bæta í.“ Er staðan eins á öllu höfuðborgarsvæðinu? „Já, ég var í efri byggðum í Kópavogi áðan og þar er svipuð staðan og á miðborgarsvæðinu. Það mun taka fólk langan tíma að fara sínar leiðir í þessari færð og það verður að gefa sér tíma. Taka því rólega,“ segir Árni að lokum.
Veður Færð á vegum Lögreglumál Tengdar fréttir Snjóþekja víða á suðvesturhorninu Snjóþekja er víða á vegum á suðvesturhorninu en verið er að vinna að því að moka. Gul viðvörun vegna snjókomu er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 18. janúar 2024 06:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Sjá meira
Snjóþekja víða á suðvesturhorninu Snjóþekja er víða á vegum á suðvesturhorninu en verið er að vinna að því að moka. Gul viðvörun vegna snjókomu er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 18. janúar 2024 06:45