Þetta eru dýrustu kaup fótboltasögunnar en Paris Saint-Germain borgaði Barcelona fyrir hann 222 milljónir evra eða meira en 33 milljarða króna.
Fréttamiðlarnir AFP og Mediapart segjast hafa heimildir fyrir því að leit hafi farið fram hjá ráðuneytinu vegna gruns um það að PSG hafi fengi skattaívilnun vegna kaupanna.
Neymar spilaði með franska félaginu í sex ár en skipti yfir til Sádí-Arabíu síðasta sumar.
Mediapart a révélé que des perquisitions ont eu lieu lundi au Ministère de l'Économie et des Finances dans le cadre de l'enquête portant sur des soupçons de faveurs fiscales au Paris-SG pour le transfert de Neymar depuis le Barça en 2017 https://t.co/ChI1JozdL2 pic.twitter.com/LTHl7HBIib
— L'ÉQUIPE (@lequipe) January 18, 2024