Hafnfirðingar bíði rólegir eftir hættumati Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 14:00 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði. Vísir/Arnar Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segist bíða róleg eftir hættumati Veðurstofu Íslands og almannavarna vegna mögulegrar goshættu í byggð. Það sé væntanlegt í vor og þá verði hægt að skoða vinnu við mögulega varnargarða. Tilefnið eru ummæli Ármanns Höskuldssonar, prófessors í eldfjallafræði, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann segir það hafa verið til skoðunar frá 2021 hvaða byggð sé í hættu af völdum eldgosa á Reykjanesskaganum. Þar sé Hafnarfjörður erfiðastur. Rósa segir í samtali við Vísi að unnið sé að því að meta hættur sem byggð á hrauni stafi af mögulegum eldgosum. Þar séu fleiri sveitarfélög en Hafnarfjörður undir. „Það er verið að vinna hættumat fyrir allt þetta svæði og það á að vera tilbúið í vor. Við bíðum bara róleg eftir því og þeirri skýrslu,“ segir Rósa. „Þá kemur í ljós hvort almannavarnir meti sem svo hvort að hanna þurfi varnargarða, við þessi bæjarfélög sem verið eru að nefna á höfuðborgarsvæðinu. Það eru fleiri en Hafnarfjörður, eins og á Suðurnesjum og Reykjanesi. Það er verið að skoða þetta og ég mun bara vera róleg og bíða eftir því.“ Rétt að hinkra Í júlí síðastliðnum gagnrýndi Rósa Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing fyrir að mæla með því að Hafnfirðingar myndu ekki byggja lengra til suðurs. Aðspurð hvort sér hafi snúist hugur nú segist Rósa vilja bíða eftir hættumatinu. „Á meðan það er verið að gera þetta hættumat skulum við bara öll vera róleg og sjá hvað í því mun felast. Það segir sig sjálft að það er bara stórt svæði á landinu öllu sem hefur byggst á hrauni og eldfjöllum, þannig það er stórt svæði sem þarf að skoða. Við búum í þessu landi og þetta er algjörlega óútreiknanlegt. Mér finnst við bara eiga að hinkra eftir því.“ Hafnarfjörður Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Tilefnið eru ummæli Ármanns Höskuldssonar, prófessors í eldfjallafræði, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann segir það hafa verið til skoðunar frá 2021 hvaða byggð sé í hættu af völdum eldgosa á Reykjanesskaganum. Þar sé Hafnarfjörður erfiðastur. Rósa segir í samtali við Vísi að unnið sé að því að meta hættur sem byggð á hrauni stafi af mögulegum eldgosum. Þar séu fleiri sveitarfélög en Hafnarfjörður undir. „Það er verið að vinna hættumat fyrir allt þetta svæði og það á að vera tilbúið í vor. Við bíðum bara róleg eftir því og þeirri skýrslu,“ segir Rósa. „Þá kemur í ljós hvort almannavarnir meti sem svo hvort að hanna þurfi varnargarða, við þessi bæjarfélög sem verið eru að nefna á höfuðborgarsvæðinu. Það eru fleiri en Hafnarfjörður, eins og á Suðurnesjum og Reykjanesi. Það er verið að skoða þetta og ég mun bara vera róleg og bíða eftir því.“ Rétt að hinkra Í júlí síðastliðnum gagnrýndi Rósa Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing fyrir að mæla með því að Hafnfirðingar myndu ekki byggja lengra til suðurs. Aðspurð hvort sér hafi snúist hugur nú segist Rósa vilja bíða eftir hættumatinu. „Á meðan það er verið að gera þetta hættumat skulum við bara öll vera róleg og sjá hvað í því mun felast. Það segir sig sjálft að það er bara stórt svæði á landinu öllu sem hefur byggst á hrauni og eldfjöllum, þannig það er stórt svæði sem þarf að skoða. Við búum í þessu landi og þetta er algjörlega óútreiknanlegt. Mér finnst við bara eiga að hinkra eftir því.“
Hafnarfjörður Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira