Ölvaður og undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 14:46 Slysið varð á gatnamótum Grettisgötu og Barónsstíg í nóvember 2022. Vísir/Mariam Meginorsök banaslyss á gatnamótum Grettisgötu og Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur þann 19. nóvember 2022 þar sem ökumaður rafhlaupahjóls lést í árekstri við rútu var sú að viðkomandi var ofurölvi og auk þess undir miklum áhrifum fíkniefna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Aðrar orsakir eru raktar til þess að rafhlaupahjólinu var ekið gegn einstefnu á akbraut inn á gatnamót, auk þess sem hemlar hjólsins voru í slæmu ástandi og hjólbarðar sléttir. Ekki mögulegt að áætla hraða hjólsins Slysið var tilkynnt til lögreglu klukkan 20:02 þetta kvöld. Var farþegum rútunnar veitt áfallahjálp í kjölfarið en engin slys urðu á farþegum. Fram kemur í skýrslunni að rútan hafi verið komin inn á gatnamótin þegar árekstur varð og ökumaður rafhlaupahjólsins lenti á aftari aftur hjólbörðum hennar. Hann lést samstundis. Yfirlitsmynd af akstursstefnu rútunnar og rafhlaupahjólsins. Ákomustaður á rútunni var á aftara afturhjóli. RNSA Þá segir einnig að ekki hafi verið mögulegt að áætla hraða rafhlaupahjólsins þegar slysið varð. Rútunni var samkvæmt ökurita sennilega ekið á um 24 kílómetra hraða þegar slysið varð. Maðurinn sem lést var á rafhlaupahjóli af gerðinni MI Electric Scooter Pro 2. Samkvæmt upplýsingum framleiðenda er mögulegur hámrkshraði þess 25 kílómetrar á klukkustund og eigin þyngd 14,2 kíló. Standari brotnaði af hjólinu í slysinu og voru nýleg slitför á hliðinni á standpalli. Hjólbarðar voru slitnir og mynstu þeirra á slitflötum afmáð. Hemlabúnaður veitti litla hemlun Í tæknirannsókn kom í ljós að hemlabúnaður á afturhjóli veitti mjög litla hemlun. Slík hjól hafa þrjár hraðastillingar og reyndist hjólið við athugun á slysstað vera stillt á hröðustu stillingu, svokallaða Sport stillingu. Mældist hraði þess mestur 34 kílómetrar á klukkustund þegar því var haldið á lofti án mótstöðu. Í tæknirannsókn var hámarkshraði prófaður með sérhæfðum hraðamælingabúnaði og reyndist hann vera 28,2 kílómetrar á klukkustund. Rafhlaupahjólið á slysstað.RNSA Reyndist ökumaðurinn hafa verið ofurölvi og óhæfur til að stjórna rafhlaupahjólinu vegna áfengisáhrifa. Styrkur áfengis í blóði samræmdist verulegri ölvun með áhrifum á samhæfingu, hugsun og dómgreind. Maðurinn var einnig undir miklum áhrifum fíkniefnis. Þá var hjólinu ekið á akbraut, sem var óheimilt, á móti einstefnu inn á gatnamót þar sem þverakbraut hafði forgang. Náði ökumaður hjólsins ekki að stöðva það, þar sem hemlar þess voru í slæmu ástandi og hjólbarðar sléttir. Samgönguslys Reykjavík Banaslys á Barónsstíg Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Aðrar orsakir eru raktar til þess að rafhlaupahjólinu var ekið gegn einstefnu á akbraut inn á gatnamót, auk þess sem hemlar hjólsins voru í slæmu ástandi og hjólbarðar sléttir. Ekki mögulegt að áætla hraða hjólsins Slysið var tilkynnt til lögreglu klukkan 20:02 þetta kvöld. Var farþegum rútunnar veitt áfallahjálp í kjölfarið en engin slys urðu á farþegum. Fram kemur í skýrslunni að rútan hafi verið komin inn á gatnamótin þegar árekstur varð og ökumaður rafhlaupahjólsins lenti á aftari aftur hjólbörðum hennar. Hann lést samstundis. Yfirlitsmynd af akstursstefnu rútunnar og rafhlaupahjólsins. Ákomustaður á rútunni var á aftara afturhjóli. RNSA Þá segir einnig að ekki hafi verið mögulegt að áætla hraða rafhlaupahjólsins þegar slysið varð. Rútunni var samkvæmt ökurita sennilega ekið á um 24 kílómetra hraða þegar slysið varð. Maðurinn sem lést var á rafhlaupahjóli af gerðinni MI Electric Scooter Pro 2. Samkvæmt upplýsingum framleiðenda er mögulegur hámrkshraði þess 25 kílómetrar á klukkustund og eigin þyngd 14,2 kíló. Standari brotnaði af hjólinu í slysinu og voru nýleg slitför á hliðinni á standpalli. Hjólbarðar voru slitnir og mynstu þeirra á slitflötum afmáð. Hemlabúnaður veitti litla hemlun Í tæknirannsókn kom í ljós að hemlabúnaður á afturhjóli veitti mjög litla hemlun. Slík hjól hafa þrjár hraðastillingar og reyndist hjólið við athugun á slysstað vera stillt á hröðustu stillingu, svokallaða Sport stillingu. Mældist hraði þess mestur 34 kílómetrar á klukkustund þegar því var haldið á lofti án mótstöðu. Í tæknirannsókn var hámarkshraði prófaður með sérhæfðum hraðamælingabúnaði og reyndist hann vera 28,2 kílómetrar á klukkustund. Rafhlaupahjólið á slysstað.RNSA Reyndist ökumaðurinn hafa verið ofurölvi og óhæfur til að stjórna rafhlaupahjólinu vegna áfengisáhrifa. Styrkur áfengis í blóði samræmdist verulegri ölvun með áhrifum á samhæfingu, hugsun og dómgreind. Maðurinn var einnig undir miklum áhrifum fíkniefnis. Þá var hjólinu ekið á akbraut, sem var óheimilt, á móti einstefnu inn á gatnamót þar sem þverakbraut hafði forgang. Náði ökumaður hjólsins ekki að stöðva það, þar sem hemlar þess voru í slæmu ástandi og hjólbarðar sléttir.
Samgönguslys Reykjavík Banaslys á Barónsstíg Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira