„Það er svo mikil pressa í nútíma samfélagi“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. janúar 2024 12:08 Beta Ey sló í gegn með bandinu Systur í Söngvakeppninni árið 2022. Vísir/Villi Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Beta Ey, segist þakklát fyrir að samfélagsmiðlar hafi ekki verið hluti af lífi hennar sem óöruggur unglingur. Hún segir tilkomu miðlanna ýta undir óraunhæfar kröfur og samanburð meðal ungmenna. „Ég skammaðist mín lengi fyrir þessa mynd sem kom í Morgunblaðinu árið 2000 þegar ég var að fara fermast. Í dag er ég leið yfir því að hafa skammast mín fyrir myndina og er þakklát fyrir þá sjálfstyrkingu sem hjálpaði mér að elska þrettán ára gömlu Betu. Þrettán ára gömlu Betu sem var þarna að breytast úr því að vera lífsglaður, áhyggjulaus og frekar athyglissjúkur krakki í mjög sjálfsmeðvitaðan og óöruggan ungling, og var allt í einu orðin frekar stressuð yfir því að vera ekki samþykkt,“ segir í pistli Betu á Facebook. Beta segir óraunhæfar kröfur og samanburð á samfélagsmiðlum ýta undir lágt sjálfsmat hjá ungmennum. „Sérstaklega þar sem það er svo mikið af efni á samfélagsmiðlum sem getur ruglað í hugmyndum unglinga um það hvernig „hin fullkomna manneskja“ á að vera. Ég veit að það er ekki hægt að loka á samfélagsmiðla en það er hægt að minna á að það er ekki alltaf farið með rétt mál á samfélagsmiðlum og að follows og likes hafa ekkert með okkar virði að gera. Enginn getur verið fullkominn og í ófullkomleikanum býr fegurðin,“ segir hún. Beta hvetur fólk til að aðstoða ungmenni við að hafa trú á sjálfu sér og sjá fegurðina í fjölbreytileikanum. „Fögnum því að við erum öll mismunandi, með mismunandi styrkleika, útlit, áhugamál, langanir og þrár. Hjálpum unglingunum okkar að taka pláss í staðinn fyrir að lifa í skömm. Hjálpum þeim að læra að tjá tilfinningar sínar! Hjálpum þeim að elska sitt eigið sjálf, treysta á eigið innsæi og finna sína eigin styrkleika. Hjálpum þeim að forðast samanburð og hjálpum þeim að sjá fegurðina í því að við erum öll mismunandi en á sama tíma öll jafn mikilvæg. Hjálpum þeim að dreyma stórt og hjálpum þeim að treysta því að þeim séu allir vegir færir.“ Tónlist Samfélagsmiðlar Heilsa Tengdar fréttir „Fyrst við gátum lifað af Eurovision saman getum við lifað allt af“ Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær. 18. september 2023 10:47 Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fleiri fréttir Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Sjá meira
„Ég skammaðist mín lengi fyrir þessa mynd sem kom í Morgunblaðinu árið 2000 þegar ég var að fara fermast. Í dag er ég leið yfir því að hafa skammast mín fyrir myndina og er þakklát fyrir þá sjálfstyrkingu sem hjálpaði mér að elska þrettán ára gömlu Betu. Þrettán ára gömlu Betu sem var þarna að breytast úr því að vera lífsglaður, áhyggjulaus og frekar athyglissjúkur krakki í mjög sjálfsmeðvitaðan og óöruggan ungling, og var allt í einu orðin frekar stressuð yfir því að vera ekki samþykkt,“ segir í pistli Betu á Facebook. Beta segir óraunhæfar kröfur og samanburð á samfélagsmiðlum ýta undir lágt sjálfsmat hjá ungmennum. „Sérstaklega þar sem það er svo mikið af efni á samfélagsmiðlum sem getur ruglað í hugmyndum unglinga um það hvernig „hin fullkomna manneskja“ á að vera. Ég veit að það er ekki hægt að loka á samfélagsmiðla en það er hægt að minna á að það er ekki alltaf farið með rétt mál á samfélagsmiðlum og að follows og likes hafa ekkert með okkar virði að gera. Enginn getur verið fullkominn og í ófullkomleikanum býr fegurðin,“ segir hún. Beta hvetur fólk til að aðstoða ungmenni við að hafa trú á sjálfu sér og sjá fegurðina í fjölbreytileikanum. „Fögnum því að við erum öll mismunandi, með mismunandi styrkleika, útlit, áhugamál, langanir og þrár. Hjálpum unglingunum okkar að taka pláss í staðinn fyrir að lifa í skömm. Hjálpum þeim að læra að tjá tilfinningar sínar! Hjálpum þeim að elska sitt eigið sjálf, treysta á eigið innsæi og finna sína eigin styrkleika. Hjálpum þeim að forðast samanburð og hjálpum þeim að sjá fegurðina í því að við erum öll mismunandi en á sama tíma öll jafn mikilvæg. Hjálpum þeim að dreyma stórt og hjálpum þeim að treysta því að þeim séu allir vegir færir.“
Tónlist Samfélagsmiðlar Heilsa Tengdar fréttir „Fyrst við gátum lifað af Eurovision saman getum við lifað allt af“ Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær. 18. september 2023 10:47 Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fleiri fréttir Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Sjá meira
„Fyrst við gátum lifað af Eurovision saman getum við lifað allt af“ Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær. 18. september 2023 10:47
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“