Verðlaunaðir fyrir umhverfisvænt sementslaust steinlím Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2024 16:28 Guðni forseti ásamt Gonzalo og Heiðari með viðurkenningar sínar. Forseti Íslands Gonzalo Patricio Eldredge Arenas og Heiðar Snær Ásgeirsson hlutu nýsköpunarverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2023. Gonzalo og Heiðar Snær Ásgeirsson fengu verðlaunin fyrir verkefnið Umhverfisvænt sementslaust AlSiment steinlím. Báðir eru þeir meistaranemar, Heiðar Snær í efnaverkfræði við DTU Tækniháskólann í Danmörku en Gonzalo nemur jarðhitaverkfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið sýnir fram á fýsileika þess að nota sementlaust steinlím sem bindiefni fyrir steypu, til að draga úr kolefnisspori í byggingariðnaði. Um 7-8% af losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum stafar af framleiðslu sements. Sementslaust steinlím er hins vegar hægt að framleiða úr hliðarafurðum frá þungaiðnaði, en einnig frá náttúrulegum uppsprettum eins og jarðhitakísli og eldfjallaösku, sem eru sérstaklega aðgengileg á Íslandi. Leiðbeinendur verkefnisins voru Sunna Ólafsdóttir Wallevik og Dr. Kristján Friðrik Alexandersson, framkvæmdastjórar hjá Gerosion, ásamt Dr. Sigrúnu Nönnu Karlsdóttur, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Alls voru sex verkefni tilnefnd til verðlaunanna í ár. Þau eru unnin af háskólanemum í samstarfi við leiðbeinendur og fyrirtæki og hlutu þau öll viðurkenningu: • Greiningarkerfi fyrir heilsugæsluna - Einkenni.is: Baldur Olsen og Kári Steinn Hlífarsson tölvunarfræðinemar og Magnús Friðrik Helgason nemi í hugbúnaðarverkfræði, allir við Háskólann í Reykjavík• Nýsköpun fyrir snemmgreiningu brjóstakrabbameina: Magnús Gauti Úlfarsson, nemi í lyfjafræði við Háskóla Íslands• Rauntíma sjávarfalla- og sjávarhæðarspá við Ísland: Rakel María Ellingsen Óttarsdóttir, nemi í hagnýttri stærðfræði við Háskóla Íslands• Stjórn DNA metýlunar í ísóformnotkun í taugaþroska: Katrín Wang, læknanemi við Háskóla Íslands.• Umhverfisvænt sementslaust AlSiment steinlím: Heiðar Snær Ásgeirsson, nemi í efnaverkfræði við DTU Tækniháskólann í Danmörku, og Gonzalo Patricio Eldredge, nemi í jarðhitaverkfræði við Háskóla Íslands.• Viðbrögð við áreitni innan lögreglu: Sólveig María Thomasdóttir, nemi í hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um hvert verkefni má finna á vef Rannsóknamiðstöðvar Íslands – Rannís. Nýsköpun Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Byggingariðnaður Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Gonzalo og Heiðar Snær Ásgeirsson fengu verðlaunin fyrir verkefnið Umhverfisvænt sementslaust AlSiment steinlím. Báðir eru þeir meistaranemar, Heiðar Snær í efnaverkfræði við DTU Tækniháskólann í Danmörku en Gonzalo nemur jarðhitaverkfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið sýnir fram á fýsileika þess að nota sementlaust steinlím sem bindiefni fyrir steypu, til að draga úr kolefnisspori í byggingariðnaði. Um 7-8% af losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum stafar af framleiðslu sements. Sementslaust steinlím er hins vegar hægt að framleiða úr hliðarafurðum frá þungaiðnaði, en einnig frá náttúrulegum uppsprettum eins og jarðhitakísli og eldfjallaösku, sem eru sérstaklega aðgengileg á Íslandi. Leiðbeinendur verkefnisins voru Sunna Ólafsdóttir Wallevik og Dr. Kristján Friðrik Alexandersson, framkvæmdastjórar hjá Gerosion, ásamt Dr. Sigrúnu Nönnu Karlsdóttur, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Alls voru sex verkefni tilnefnd til verðlaunanna í ár. Þau eru unnin af háskólanemum í samstarfi við leiðbeinendur og fyrirtæki og hlutu þau öll viðurkenningu: • Greiningarkerfi fyrir heilsugæsluna - Einkenni.is: Baldur Olsen og Kári Steinn Hlífarsson tölvunarfræðinemar og Magnús Friðrik Helgason nemi í hugbúnaðarverkfræði, allir við Háskólann í Reykjavík• Nýsköpun fyrir snemmgreiningu brjóstakrabbameina: Magnús Gauti Úlfarsson, nemi í lyfjafræði við Háskóla Íslands• Rauntíma sjávarfalla- og sjávarhæðarspá við Ísland: Rakel María Ellingsen Óttarsdóttir, nemi í hagnýttri stærðfræði við Háskóla Íslands• Stjórn DNA metýlunar í ísóformnotkun í taugaþroska: Katrín Wang, læknanemi við Háskóla Íslands.• Umhverfisvænt sementslaust AlSiment steinlím: Heiðar Snær Ásgeirsson, nemi í efnaverkfræði við DTU Tækniháskólann í Danmörku, og Gonzalo Patricio Eldredge, nemi í jarðhitaverkfræði við Háskóla Íslands.• Viðbrögð við áreitni innan lögreglu: Sólveig María Thomasdóttir, nemi í hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um hvert verkefni má finna á vef Rannsóknamiðstöðvar Íslands – Rannís.
Nýsköpun Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Byggingariðnaður Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira