Einkunnir Strákanna okkar á móti Þýskalandi: Janus og Ýmir frábærir en hornamenn og vítaskyttur brugðust Íþróttadeild Vísis skrifar 18. janúar 2024 21:40 Ýmir Örn átti virkilega góðan leik í vörninni. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði naumlega fyrir Þjóðverjum, 26-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli 1 á EM. Íslenska liðið spilaði sinn besta leik á mótinu í kvöld. Vörnin var öflug, Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel, Björgvin Páll Gústavsson lagði tvær vítavörslur í púkkið og Janus Daði Smárason var frábær í sókninni í seinni hálfleik og skoraði þá sex mörk. Þriðja leikinn í röð var nýting Íslendinga úr hornunum afleit og þá fóru fjögur víti í súginn, þar af tvö á síðustu þremur mínútunum. Niðurstaðan svekkjandi tap eftir góða frammistöðu en hornamenn og vítaskyttur íslenska liðsins brugðust algjörlega í kvöld. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi:- Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 5 (17 varin skot - 56:11 mín.) Frábær frammistaða hjá Viktori í kvöld. Varði sjö skot í fyrri hálfleik, tíu í þeim seinni og sautján alls, eða fjörutíu prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Stöðugur og góður allan leikinn. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 2 (1 mark - 56:39 mín.) Er ekki sjálfum sér líkur og hefur ekki verið á þessu móti fyrir utan fyrsta leikinn gegn Serbíu. Fer illa með færin sín og er oft steinsofandi í vörninni. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4 (3 mörk - 56:39 mín.) Fyrirliðinn mætti ákveðinn til leiks og skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum Íslands með frábærum skotum utan af velli en skoraði ekki meira í leiknum. Skotin í seinni hálfleik gengu ekki. Gríðarlega sterkur í vörninni allan tímann. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 5 (6 mörk - 26:53 mín.) Spilaði einn sinn besta landsleik. Skoraði sex mörk í seinni hálfleik þar sem hann var stórkostlegur, áræðinn og yfirvegaður í bland. Gaf fjórar stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Getur gengið stoltur af velli. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2 (2 mörk - 37:19 mín.) Mjög slakur leikur hjá Selfyssingnum. Klúðraði tveimur vítum, þar af öðru þegar rúm mínúta var til leiksloka. Fann engan takt í kvöld og verður að girða sig í brók fyrir framhaldið. Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamaður - 3 (4 mörk - 41:58 mín.) Upp og niður leikur hjá Sigvalda. Skoraði úr fyrsta skotinu sínu, klikkaði á næstu tveimur en skoraði svo þrjú mörk úr þremur skotum í seinni hálfleik og fiskaði eitt víti. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (1 mark - 49:20 mín.) Gríðarlega öflugur í vörninni þar sem hann gekk vasklega fram. Skoraði eitt mark en fékk úr litlu að moða í sókninni. Ýmir Örn Gíslason, varnarmaður - 5 (1 mark - 31:53 mín.) Meiri háttar góð frammistaða hjá Ými. Var algjörlega frábær í vörninni, tók frumkvæði og gekk fram með góðu fordæmi. Skoraði svo meira að segja laglegt mark undir lok leiksins. Lagði líf og sál í verkefnið. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 1 (0 mörk - 14:33 mín.) Ömurleg frammistaða hjá Óðni. Klikkaði á öllum þremur færunum sínum sem voru galopin. Hefur venjulega nýtt tækifærin sín með landsliðinu vel en verið afleitur á þessu móti. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 1 (1 stoðsending - 8:52 mín.) Byrjaði á bekknum en kom inn á seinni hluta fyrri hálfleiks. Er ekki sami leikmaður og fyrir meiðslin og nær aldrei að fara framhjá sínum varnarmanni. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 3 (3 mörk - 24:05 mín.) Skoraði tvö góð og keimlík mörk í fyrri hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir í seinni hálfleik. Klúðraði tveimur vítum sem reyndist rándýrt. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 30:18 mín.) Byrjaði á bekknum en kom virkilega sterkur inn á. Varnarframmistaða Elvars var einstaklega góð og hann skoraði auk þess tvö mörk. Besti leikur hans á mótinu. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 3 (1 mark - 9:09 mín.) Spilaði aðeins í fyrri hálfleik. Sterkur í vörninni og skoraði gott mark. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður 4 - (2 varin skot - 48 sek.) Spilaði ekki nógu mikið til að fá einkunn en fær samt fjóra fyrir að verja tvö vítaköst frá Juri Knorr. Frábær innkoma hjá okkar reyndasta manni. Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður - spilaði ekki Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - spilaði ekki Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 4 Lagði leikinn vel upp og leikáætlun íslenska liðsins gekk að stærstu leyti upp. Spennustigið var rétt stillt, framlag og vinnusemi leikmanni var til mikillar fyrirmyndar, vörnin var lengst af sterk, markvarslan góð og sóknarleikurinn betri en í síðustu leikjum. Boltinn gekk betur og íslensku leikmennirnir ógnuðu vel fyrir utan og skoruðu mikið með langskotum. En færanýtingin heldur áfram að vera íslenska liðinu fjötur um fót en það er ekki við Snorra að sakast í þeim efnum. Gerði rétt með að byrja inn á með Janus og Ými og nýtti Elvar og Aron rétt. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
Íslenska liðið spilaði sinn besta leik á mótinu í kvöld. Vörnin var öflug, Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel, Björgvin Páll Gústavsson lagði tvær vítavörslur í púkkið og Janus Daði Smárason var frábær í sókninni í seinni hálfleik og skoraði þá sex mörk. Þriðja leikinn í röð var nýting Íslendinga úr hornunum afleit og þá fóru fjögur víti í súginn, þar af tvö á síðustu þremur mínútunum. Niðurstaðan svekkjandi tap eftir góða frammistöðu en hornamenn og vítaskyttur íslenska liðsins brugðust algjörlega í kvöld. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi:- Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 5 (17 varin skot - 56:11 mín.) Frábær frammistaða hjá Viktori í kvöld. Varði sjö skot í fyrri hálfleik, tíu í þeim seinni og sautján alls, eða fjörutíu prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Stöðugur og góður allan leikinn. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 2 (1 mark - 56:39 mín.) Er ekki sjálfum sér líkur og hefur ekki verið á þessu móti fyrir utan fyrsta leikinn gegn Serbíu. Fer illa með færin sín og er oft steinsofandi í vörninni. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4 (3 mörk - 56:39 mín.) Fyrirliðinn mætti ákveðinn til leiks og skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum Íslands með frábærum skotum utan af velli en skoraði ekki meira í leiknum. Skotin í seinni hálfleik gengu ekki. Gríðarlega sterkur í vörninni allan tímann. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 5 (6 mörk - 26:53 mín.) Spilaði einn sinn besta landsleik. Skoraði sex mörk í seinni hálfleik þar sem hann var stórkostlegur, áræðinn og yfirvegaður í bland. Gaf fjórar stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Getur gengið stoltur af velli. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2 (2 mörk - 37:19 mín.) Mjög slakur leikur hjá Selfyssingnum. Klúðraði tveimur vítum, þar af öðru þegar rúm mínúta var til leiksloka. Fann engan takt í kvöld og verður að girða sig í brók fyrir framhaldið. Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamaður - 3 (4 mörk - 41:58 mín.) Upp og niður leikur hjá Sigvalda. Skoraði úr fyrsta skotinu sínu, klikkaði á næstu tveimur en skoraði svo þrjú mörk úr þremur skotum í seinni hálfleik og fiskaði eitt víti. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (1 mark - 49:20 mín.) Gríðarlega öflugur í vörninni þar sem hann gekk vasklega fram. Skoraði eitt mark en fékk úr litlu að moða í sókninni. Ýmir Örn Gíslason, varnarmaður - 5 (1 mark - 31:53 mín.) Meiri háttar góð frammistaða hjá Ými. Var algjörlega frábær í vörninni, tók frumkvæði og gekk fram með góðu fordæmi. Skoraði svo meira að segja laglegt mark undir lok leiksins. Lagði líf og sál í verkefnið. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 1 (0 mörk - 14:33 mín.) Ömurleg frammistaða hjá Óðni. Klikkaði á öllum þremur færunum sínum sem voru galopin. Hefur venjulega nýtt tækifærin sín með landsliðinu vel en verið afleitur á þessu móti. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 1 (1 stoðsending - 8:52 mín.) Byrjaði á bekknum en kom inn á seinni hluta fyrri hálfleiks. Er ekki sami leikmaður og fyrir meiðslin og nær aldrei að fara framhjá sínum varnarmanni. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 3 (3 mörk - 24:05 mín.) Skoraði tvö góð og keimlík mörk í fyrri hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir í seinni hálfleik. Klúðraði tveimur vítum sem reyndist rándýrt. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 30:18 mín.) Byrjaði á bekknum en kom virkilega sterkur inn á. Varnarframmistaða Elvars var einstaklega góð og hann skoraði auk þess tvö mörk. Besti leikur hans á mótinu. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 3 (1 mark - 9:09 mín.) Spilaði aðeins í fyrri hálfleik. Sterkur í vörninni og skoraði gott mark. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður 4 - (2 varin skot - 48 sek.) Spilaði ekki nógu mikið til að fá einkunn en fær samt fjóra fyrir að verja tvö vítaköst frá Juri Knorr. Frábær innkoma hjá okkar reyndasta manni. Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður - spilaði ekki Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - spilaði ekki Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 4 Lagði leikinn vel upp og leikáætlun íslenska liðsins gekk að stærstu leyti upp. Spennustigið var rétt stillt, framlag og vinnusemi leikmanni var til mikillar fyrirmyndar, vörnin var lengst af sterk, markvarslan góð og sóknarleikurinn betri en í síðustu leikjum. Boltinn gekk betur og íslensku leikmennirnir ógnuðu vel fyrir utan og skoruðu mikið með langskotum. En færanýtingin heldur áfram að vera íslenska liðinu fjötur um fót en það er ekki við Snorra að sakast í þeim efnum. Gerði rétt með að byrja inn á með Janus og Ými og nýtti Elvar og Aron rétt. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira