Förum varlega í umferðinni Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 19. janúar 2024 07:00 Nýtt ár er hafið og þótt við horfum mörg tilhlökkunaraugum til bjartari tíma þá erum við vön að þreyja þorrann. Því miður hafa áföll dunið yfir nú í upphafi árs og er nærtækast að minnast á eldsumbrotin í og við Grindavík. Umferðin hefur líka tekið sinn toll. Það sem af er ári hafa fimm látist í umferðinni á ellefu daga tímabili. Aldrei hafa fleiri látist í umferðinni á fyrstu dögum ársins frá því skráning hófst. Kapp er best með forsjá Færð á vegum getur verið erfið á þessum árstíma og víða um land er mikil hálka. Þegar búast má við slæmum akstursskilyrðum og samgöngutruflunum er mikilvægt að gefa sér góðan tíma í að hreinsa snjó af ökutækjum, skafa rúður og gæta þess að vera með öll ljós kveikt á bílnum. Gott er að leggja af stað fyrr eða jafnvel síðar en venjulega (eftir því sem hentar) til að losna við tafir og létta á umferðinni. Einnig er skynsamlegt að vera vel búin, klæða sig vel og hafa hjálpartæki á borð við skóflu og sköfu við höndina. Mikilvægt er að stilla hraðanum í hóf, halda öruggri fjarlægð milli ökutækja og keyra eftir aðstæðum. Fær í flestan sjó Tryggja þarf að ökutæki séu í góðu ástandi og hjólbarðar í lagi. Nauðsynlegt er að vera á góðum dekkjum, ekki síst þegar Vetur konungur lætur til sín taka. Gæta þarf að þrýstingi í dekkjum en hann getur snarlækkað þegar kalt er í veðri. Akstur án rétts þrýstings getur dregið úr öryggi í akstri, sérstaklega í blautu veðri eða hálku. Skoða þarf hjólbarða reglulega og athuga hvort mynstursdýpt sé næg, slit sé jafnt á dekkjum og ástand hjólbarðans almennt í lagi. Vetrarakstur getur verið afar krefjandi og akstursskilyrði geta breyst hratt. Því er mikilvægt að allur akstursbúnaður virki vel þegar á reynir. Safetravel appið Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og aðstæður á vegum geta breyst hratt. Í Safetravel appinu færðu upplýsingar um færð og ástand vega í rauntíma, bæði á íslensku og ensku. Tilvalið er að benda erlendum ferðamönnum sem sækja okkur heim á appið. Einnig er hægt að fá tilkynningar og viðvaranir í gegnum textaskilaboð á ferðalögum um landið með því að skrá sig á safetravel.is. Appið gerir þér kleift að senda GPS staðsetningu þína til 112 ef þú ert í gönguferð í óbyggðum og eitthvað kemur upp á. Það einfaldar björgunarleit og flýtir fyrir. Auðvelt er að sækja appið ýmist á Google Play eða App Store og hlaða því niður. Megum ekki sofna á verðinum Þrátt fyrir að banaslysum hafi fækkað umtalsvert á síðustu áratugum þá eru atburðir síðastliðinna daga áminning um að við megum ekki sofna á verðinum. Fjármagnaðar umferðaröryggisáætlanir sem hluti af fjögurra ára samgönguáætlun hafa haft jákvæð áhrif í þá veru að fækka slysum en umferðin er samvinnuverkefni þar sem við þurfum öll að vera vakandi. Förum varlega í umferðinni, sýnum tillitssemi gagnvart öðrum vegfarendum og gefum okkur frekar nokkrar aukasekúndur til að meta aðstæður frekar en að taka sénsinn. Þær geta skipt sköpum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Samgöngur Samgönguslys Slysavarnir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Nýtt ár er hafið og þótt við horfum mörg tilhlökkunaraugum til bjartari tíma þá erum við vön að þreyja þorrann. Því miður hafa áföll dunið yfir nú í upphafi árs og er nærtækast að minnast á eldsumbrotin í og við Grindavík. Umferðin hefur líka tekið sinn toll. Það sem af er ári hafa fimm látist í umferðinni á ellefu daga tímabili. Aldrei hafa fleiri látist í umferðinni á fyrstu dögum ársins frá því skráning hófst. Kapp er best með forsjá Færð á vegum getur verið erfið á þessum árstíma og víða um land er mikil hálka. Þegar búast má við slæmum akstursskilyrðum og samgöngutruflunum er mikilvægt að gefa sér góðan tíma í að hreinsa snjó af ökutækjum, skafa rúður og gæta þess að vera með öll ljós kveikt á bílnum. Gott er að leggja af stað fyrr eða jafnvel síðar en venjulega (eftir því sem hentar) til að losna við tafir og létta á umferðinni. Einnig er skynsamlegt að vera vel búin, klæða sig vel og hafa hjálpartæki á borð við skóflu og sköfu við höndina. Mikilvægt er að stilla hraðanum í hóf, halda öruggri fjarlægð milli ökutækja og keyra eftir aðstæðum. Fær í flestan sjó Tryggja þarf að ökutæki séu í góðu ástandi og hjólbarðar í lagi. Nauðsynlegt er að vera á góðum dekkjum, ekki síst þegar Vetur konungur lætur til sín taka. Gæta þarf að þrýstingi í dekkjum en hann getur snarlækkað þegar kalt er í veðri. Akstur án rétts þrýstings getur dregið úr öryggi í akstri, sérstaklega í blautu veðri eða hálku. Skoða þarf hjólbarða reglulega og athuga hvort mynstursdýpt sé næg, slit sé jafnt á dekkjum og ástand hjólbarðans almennt í lagi. Vetrarakstur getur verið afar krefjandi og akstursskilyrði geta breyst hratt. Því er mikilvægt að allur akstursbúnaður virki vel þegar á reynir. Safetravel appið Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og aðstæður á vegum geta breyst hratt. Í Safetravel appinu færðu upplýsingar um færð og ástand vega í rauntíma, bæði á íslensku og ensku. Tilvalið er að benda erlendum ferðamönnum sem sækja okkur heim á appið. Einnig er hægt að fá tilkynningar og viðvaranir í gegnum textaskilaboð á ferðalögum um landið með því að skrá sig á safetravel.is. Appið gerir þér kleift að senda GPS staðsetningu þína til 112 ef þú ert í gönguferð í óbyggðum og eitthvað kemur upp á. Það einfaldar björgunarleit og flýtir fyrir. Auðvelt er að sækja appið ýmist á Google Play eða App Store og hlaða því niður. Megum ekki sofna á verðinum Þrátt fyrir að banaslysum hafi fækkað umtalsvert á síðustu áratugum þá eru atburðir síðastliðinna daga áminning um að við megum ekki sofna á verðinum. Fjármagnaðar umferðaröryggisáætlanir sem hluti af fjögurra ára samgönguáætlun hafa haft jákvæð áhrif í þá veru að fækka slysum en umferðin er samvinnuverkefni þar sem við þurfum öll að vera vakandi. Förum varlega í umferðinni, sýnum tillitssemi gagnvart öðrum vegfarendum og gefum okkur frekar nokkrar aukasekúndur til að meta aðstæður frekar en að taka sénsinn. Þær geta skipt sköpum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun