Åge Hareide með nýjan samning: „Við ætlum okkur á EM í Þýskalandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2024 09:25 Age Hareide Vísir/Vilhelm Åge Hareide verður áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en Knattspyrnusamband Íslands hefur framlengt samning sinn við Norðmanninn. Nýji samningurinn gildir út árið 2025 og í honum eru bæði uppsagnarákvæði og framlengingarákvæði. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Uppsagnarákvæði er við lok Þjóðadeildarinnar 2024. Samningurinn framlengist sjálfkrafa ef Ísland er í umspili um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig sjálfkrafa ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026. Hareide tók við þjálfun A landsliðs karla í apríl á síðasta ári og stýrði liðinu í átta leikjum í undankeppni EM það ár og í tveimur vináttuleikjum í janúar á þessu ári. KSÍ hefur samið við Norðmanninn Åge Hareide um framlengingu á samningi hans sem þjálfari A landsliðs karla. https://t.co/C6lWrQsxb5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 19, 2024 Framundan eru umspilsleikir í mars um sæti í lokakeppni EM 2024 þar sem Ísland mætir Ísrael, og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu. „Ég hef virkilega notið þess að þjálfa Ísland þetta tæpa ár sem ég hef verið með liðið og ég hlakka til komandi verkefna. Þó liðið sé í ákveðnum uppbyggingarfasa þá er líka mikilvægt að ná úrslitum, og akkúrat núna er öll okkar áhersla og allur okkar fókus á umspilsleikinn við Ísrael í mars," sagði Åge Hareide, í frétt á heimasíðu KSÍ. „Við ætlum okkur á EM í Þýskalandi. Ég hef mikla trú á liðinu og leikmönnunum, þetta er hæfileikaríkur og metnaðarfullur hópur, starfsfólk og umgjörð liðsins er fyrsta flokks, og við getum náð árangri með samstöðu og góðu skipulagi," sagði Åge Hareide. „Við erum mjög ánægð með að hafa framlengt samninginn við Åge Hareide og höfum mikla trú á honum og hans starfi. Það er verðugt verkefni fyrir hvaða þjálfara sem er að sameina það tvennt að halda áfram uppbyggingu nýs liðs og á sama tíma að ná árangri á vellinum, og við erum sannfærð um að Åge sé rétti þjálfarinn í það verkefni, með alla sína reynslu og þekkingu á landsliðsfótbolta," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í sömu frétt. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira
Nýji samningurinn gildir út árið 2025 og í honum eru bæði uppsagnarákvæði og framlengingarákvæði. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Uppsagnarákvæði er við lok Þjóðadeildarinnar 2024. Samningurinn framlengist sjálfkrafa ef Ísland er í umspili um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig sjálfkrafa ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026. Hareide tók við þjálfun A landsliðs karla í apríl á síðasta ári og stýrði liðinu í átta leikjum í undankeppni EM það ár og í tveimur vináttuleikjum í janúar á þessu ári. KSÍ hefur samið við Norðmanninn Åge Hareide um framlengingu á samningi hans sem þjálfari A landsliðs karla. https://t.co/C6lWrQsxb5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 19, 2024 Framundan eru umspilsleikir í mars um sæti í lokakeppni EM 2024 þar sem Ísland mætir Ísrael, og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu. „Ég hef virkilega notið þess að þjálfa Ísland þetta tæpa ár sem ég hef verið með liðið og ég hlakka til komandi verkefna. Þó liðið sé í ákveðnum uppbyggingarfasa þá er líka mikilvægt að ná úrslitum, og akkúrat núna er öll okkar áhersla og allur okkar fókus á umspilsleikinn við Ísrael í mars," sagði Åge Hareide, í frétt á heimasíðu KSÍ. „Við ætlum okkur á EM í Þýskalandi. Ég hef mikla trú á liðinu og leikmönnunum, þetta er hæfileikaríkur og metnaðarfullur hópur, starfsfólk og umgjörð liðsins er fyrsta flokks, og við getum náð árangri með samstöðu og góðu skipulagi," sagði Åge Hareide. „Við erum mjög ánægð með að hafa framlengt samninginn við Åge Hareide og höfum mikla trú á honum og hans starfi. Það er verðugt verkefni fyrir hvaða þjálfara sem er að sameina það tvennt að halda áfram uppbyggingu nýs liðs og á sama tíma að ná árangri á vellinum, og við erum sannfærð um að Åge sé rétti þjálfarinn í það verkefni, með alla sína reynslu og þekkingu á landsliðsfótbolta," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í sömu frétt.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira