Bollasúpan Knorr átti ekki möguleika í Ými Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2024 13:02 Ýmir Örn Gíslason átti frábæran leik í íslensku vörninni gegn Þýskalandi. vísir/vilhelm Einar Jónsson, þjálfari Fram, hreifst mjög af frammistöðu Ýmis Arnar Gíslasonar í leik Íslands og Þýskalands í gær. Þjóðverjar unnu leikinn, 26-24. Ýmir var í stóru hlutverki í vörn íslenska liðsins, gekk vasklega fram og var til að mynda með tólf löglegar stöðvanir í leiknum. Ýmir hafði ekki spilað mikið á EM fram að leiknum í gær en Snorri Steinn Guðjónsson treysti honum fyrir stóru hlutverki gegn Þjóðverjum. „Ég held að það hafi verið skilaboðin: Nú kemur þú inn og mátt fá gult og tvær mínútur og þess vegna rautt, farðu bara þarna. Maður sá bara strax í fyrstu vörn, bara vá! Hann er funheitur. Hann átti að vera stríðsmaðurinn inni á vellinum sem við höfum kallað eftir, þessi ástríða. Hann gerði alveg mistök inni á milli, telur vitlaust og eitthvað svona en maður fyrirgefur það alltaf. Hann gaf liðinu ógeðslega mikið,“ sagði Einar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, tók undir með Einari. „Menn munu gera mistök, það er eðli leiksins, en þú átt ekki að vera að pæla í því. Þú átt bara að vera að djöflast og það var nákvæmlega það sem gerðist. Svo eru skoruð mörk eins og gerist en það var samt bara áfram með þetta. Hann tók oft 2-3 klippingar, náði góðum, föstum brotum, lét menn finna virkilega fyrir því að sækja inn í vörnina,“ sagði Bjarni. Ýmir átti oft í höggi við Juri Knorr, leikstjórnanda Þýskalands, en þeir eru samherjar hjá Rhein-Neckar Löwen. „Bollasúpan Knorr hefur iðulega byrjað leiki þar sem hann hefur raðað inn mörkum. Hann átti ekki möguleika í Ými. Þeir þekkjast mjög vel. Hann tók hann og pakkaði honum saman og henti honum beint í bollann aftur,“ sagði Einar. „Mér fannst Ýmir geggjaður og geggjuð ákvörðun hjá Snorra að henda honum inn núna.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir „Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 19. janúar 2024 10:00 Alfreð Gísla: Með því vandræðalegra sem ég hef upplifað lengi Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til sigurs á móti því íslenska á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi og var því eini Íslendingurinn í höllinni sem fagnaði sigri. 19. janúar 2024 08:31 Gefur Snorra sem leitaði í grunninn feitan plús: „Gamla góða Ísland“ Ísland mátti þola tveggja marka tap, 26-24, gegn Þjóðverjum í fyrstu umferð milliriðla EM í handbolta í gærkvöldi. Léleg færanýting kom í bakið á Strákunum okkar sem sýndu þó miklar framfarir og íslensku geðveikina sem hafði vantað upp á fram að þessu. 19. janúar 2024 08:00 Myndaveisla: Grátlegt tap gegn Þýsklandi Ísland tapaði fyrir Þýskalandi á EM í handbolta í gær þar sem lokatölur voru 26-24. 19. janúar 2024 07:00 Skýrsla Henrys: Úlfurinn át strákana okkar Hvað á maður að segja? Þvílík vonbrigði þessi leikur í kvöld og mótið í heild sinni. Draumurinn um óvænt undanúrslit er dáinn og Ólympíudraumurinn færist fjær. Þetta er alls ekki nógu gott. 18. janúar 2024 23:01 Samfélagsmiðlar: Wolff, Knorr, færanýting og dómarar allsráðandi Ísland mátti þola grátlegt tap gegn Þýskalandi á EM karla í handbolta eftir mjög góða frammistöðu varnarlega. Því miður fyrir strákana okkar var færanýtingin enn og aftur skelfileg. Má segja að leikur dagsins hafi tapast þar, lokatölur 26-24 Þýskalandi í vil. 18. janúar 2024 22:23 „Fannst við spila nægilega vel til að vinna Þjóðverja“ „Gríðarlega og ógeðslega svekktur að ná ekki að gera betur í dag,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir súrt tap gegn Þýskalandi á EM karla í handbolta. 18. janúar 2024 22:01 „Fannst við eiga skilið að vinna þennan leik ef ég á að vera hreinskilinn“ „Mjög svekktur, fannst við eiga skilið að vinna þennan leik ef ég á að vera hreinskilinn. Spiluðum góða vörn, fórum með stór færi en fannst við spila vel,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson eftir súrt tap Íslands gegn Þýskalandi á EM í handbolta. 18. janúar 2024 21:53 „Þetta verður löng nótt“ Ýmir Örn Gíslason átti mjög góðan leik í kvöld í naumu tapi íslenska landsliðsins á móti Þjóðverjum. Ýmir fór fyrir vörninni sem átti sinn besta leik á mótinu. 18. janúar 2024 21:52 Einkunnir Strákanna okkar á móti Þýskalandi: Janus og Ýmir frábærir en hornamenn og vítaskyttur brugðust Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði naumlega fyrir Þjóðverjum, 26-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli 1 á EM. 18. janúar 2024 21:40 Tölfræðin á móti Þýskalandi: Fjögur víti forgörðum í tveggja marka tapi Íslenska karlalandsliðið í handbolta var nálægt því að fá eitthvað út úr leik á móti heimamönnum Þýskalands í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. Á endanum unnu Þjóðverjar tveggja marka sigur, 26-24, sem voru grátleg úrslit eftir frábæra baráttu íslenska liðsins. 18. janúar 2024 21:36 Snorri Steinn: Baráttan og hjartað til fyrirmyndar „Eins mikið og það getur sviðið. Fannst við spila vel í dag. Baráttan og hjartað til fyrirmyndar. Erfitt að biðja um meira frá sínu liði. Það var allt upp á 10 en úrslitin sem telja, stigin eru ekki að koma inn í dag,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir gríðarlega súrt tap gegn Þýskalandi í milliriðli á EM karla í handbolta. 18. janúar 2024 21:32 Þjóðverjar klúðruðu íslenska þjóðsöngnum Gestgjafarnir í Þýskalandi gerðu slæm mistök þegar spila átti þjóðsöngvana fyrir leik Íslands og Þýskalands á EM karla í handbolta í kvöld, í Lanxess Arena í Köln. 18. janúar 2024 20:26 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Ýmir var í stóru hlutverki í vörn íslenska liðsins, gekk vasklega fram og var til að mynda með tólf löglegar stöðvanir í leiknum. Ýmir hafði ekki spilað mikið á EM fram að leiknum í gær en Snorri Steinn Guðjónsson treysti honum fyrir stóru hlutverki gegn Þjóðverjum. „Ég held að það hafi verið skilaboðin: Nú kemur þú inn og mátt fá gult og tvær mínútur og þess vegna rautt, farðu bara þarna. Maður sá bara strax í fyrstu vörn, bara vá! Hann er funheitur. Hann átti að vera stríðsmaðurinn inni á vellinum sem við höfum kallað eftir, þessi ástríða. Hann gerði alveg mistök inni á milli, telur vitlaust og eitthvað svona en maður fyrirgefur það alltaf. Hann gaf liðinu ógeðslega mikið,“ sagði Einar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, tók undir með Einari. „Menn munu gera mistök, það er eðli leiksins, en þú átt ekki að vera að pæla í því. Þú átt bara að vera að djöflast og það var nákvæmlega það sem gerðist. Svo eru skoruð mörk eins og gerist en það var samt bara áfram með þetta. Hann tók oft 2-3 klippingar, náði góðum, föstum brotum, lét menn finna virkilega fyrir því að sækja inn í vörnina,“ sagði Bjarni. Ýmir átti oft í höggi við Juri Knorr, leikstjórnanda Þýskalands, en þeir eru samherjar hjá Rhein-Neckar Löwen. „Bollasúpan Knorr hefur iðulega byrjað leiki þar sem hann hefur raðað inn mörkum. Hann átti ekki möguleika í Ými. Þeir þekkjast mjög vel. Hann tók hann og pakkaði honum saman og henti honum beint í bollann aftur,“ sagði Einar. „Mér fannst Ýmir geggjaður og geggjuð ákvörðun hjá Snorra að henda honum inn núna.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir „Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 19. janúar 2024 10:00 Alfreð Gísla: Með því vandræðalegra sem ég hef upplifað lengi Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til sigurs á móti því íslenska á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi og var því eini Íslendingurinn í höllinni sem fagnaði sigri. 19. janúar 2024 08:31 Gefur Snorra sem leitaði í grunninn feitan plús: „Gamla góða Ísland“ Ísland mátti þola tveggja marka tap, 26-24, gegn Þjóðverjum í fyrstu umferð milliriðla EM í handbolta í gærkvöldi. Léleg færanýting kom í bakið á Strákunum okkar sem sýndu þó miklar framfarir og íslensku geðveikina sem hafði vantað upp á fram að þessu. 19. janúar 2024 08:00 Myndaveisla: Grátlegt tap gegn Þýsklandi Ísland tapaði fyrir Þýskalandi á EM í handbolta í gær þar sem lokatölur voru 26-24. 19. janúar 2024 07:00 Skýrsla Henrys: Úlfurinn át strákana okkar Hvað á maður að segja? Þvílík vonbrigði þessi leikur í kvöld og mótið í heild sinni. Draumurinn um óvænt undanúrslit er dáinn og Ólympíudraumurinn færist fjær. Þetta er alls ekki nógu gott. 18. janúar 2024 23:01 Samfélagsmiðlar: Wolff, Knorr, færanýting og dómarar allsráðandi Ísland mátti þola grátlegt tap gegn Þýskalandi á EM karla í handbolta eftir mjög góða frammistöðu varnarlega. Því miður fyrir strákana okkar var færanýtingin enn og aftur skelfileg. Má segja að leikur dagsins hafi tapast þar, lokatölur 26-24 Þýskalandi í vil. 18. janúar 2024 22:23 „Fannst við spila nægilega vel til að vinna Þjóðverja“ „Gríðarlega og ógeðslega svekktur að ná ekki að gera betur í dag,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir súrt tap gegn Þýskalandi á EM karla í handbolta. 18. janúar 2024 22:01 „Fannst við eiga skilið að vinna þennan leik ef ég á að vera hreinskilinn“ „Mjög svekktur, fannst við eiga skilið að vinna þennan leik ef ég á að vera hreinskilinn. Spiluðum góða vörn, fórum með stór færi en fannst við spila vel,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson eftir súrt tap Íslands gegn Þýskalandi á EM í handbolta. 18. janúar 2024 21:53 „Þetta verður löng nótt“ Ýmir Örn Gíslason átti mjög góðan leik í kvöld í naumu tapi íslenska landsliðsins á móti Þjóðverjum. Ýmir fór fyrir vörninni sem átti sinn besta leik á mótinu. 18. janúar 2024 21:52 Einkunnir Strákanna okkar á móti Þýskalandi: Janus og Ýmir frábærir en hornamenn og vítaskyttur brugðust Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði naumlega fyrir Þjóðverjum, 26-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli 1 á EM. 18. janúar 2024 21:40 Tölfræðin á móti Þýskalandi: Fjögur víti forgörðum í tveggja marka tapi Íslenska karlalandsliðið í handbolta var nálægt því að fá eitthvað út úr leik á móti heimamönnum Þýskalands í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. Á endanum unnu Þjóðverjar tveggja marka sigur, 26-24, sem voru grátleg úrslit eftir frábæra baráttu íslenska liðsins. 18. janúar 2024 21:36 Snorri Steinn: Baráttan og hjartað til fyrirmyndar „Eins mikið og það getur sviðið. Fannst við spila vel í dag. Baráttan og hjartað til fyrirmyndar. Erfitt að biðja um meira frá sínu liði. Það var allt upp á 10 en úrslitin sem telja, stigin eru ekki að koma inn í dag,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir gríðarlega súrt tap gegn Þýskalandi í milliriðli á EM karla í handbolta. 18. janúar 2024 21:32 Þjóðverjar klúðruðu íslenska þjóðsöngnum Gestgjafarnir í Þýskalandi gerðu slæm mistök þegar spila átti þjóðsöngvana fyrir leik Íslands og Þýskalands á EM karla í handbolta í kvöld, í Lanxess Arena í Köln. 18. janúar 2024 20:26 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
„Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 19. janúar 2024 10:00
Alfreð Gísla: Með því vandræðalegra sem ég hef upplifað lengi Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til sigurs á móti því íslenska á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi og var því eini Íslendingurinn í höllinni sem fagnaði sigri. 19. janúar 2024 08:31
Gefur Snorra sem leitaði í grunninn feitan plús: „Gamla góða Ísland“ Ísland mátti þola tveggja marka tap, 26-24, gegn Þjóðverjum í fyrstu umferð milliriðla EM í handbolta í gærkvöldi. Léleg færanýting kom í bakið á Strákunum okkar sem sýndu þó miklar framfarir og íslensku geðveikina sem hafði vantað upp á fram að þessu. 19. janúar 2024 08:00
Myndaveisla: Grátlegt tap gegn Þýsklandi Ísland tapaði fyrir Þýskalandi á EM í handbolta í gær þar sem lokatölur voru 26-24. 19. janúar 2024 07:00
Skýrsla Henrys: Úlfurinn át strákana okkar Hvað á maður að segja? Þvílík vonbrigði þessi leikur í kvöld og mótið í heild sinni. Draumurinn um óvænt undanúrslit er dáinn og Ólympíudraumurinn færist fjær. Þetta er alls ekki nógu gott. 18. janúar 2024 23:01
Samfélagsmiðlar: Wolff, Knorr, færanýting og dómarar allsráðandi Ísland mátti þola grátlegt tap gegn Þýskalandi á EM karla í handbolta eftir mjög góða frammistöðu varnarlega. Því miður fyrir strákana okkar var færanýtingin enn og aftur skelfileg. Má segja að leikur dagsins hafi tapast þar, lokatölur 26-24 Þýskalandi í vil. 18. janúar 2024 22:23
„Fannst við spila nægilega vel til að vinna Þjóðverja“ „Gríðarlega og ógeðslega svekktur að ná ekki að gera betur í dag,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir súrt tap gegn Þýskalandi á EM karla í handbolta. 18. janúar 2024 22:01
„Fannst við eiga skilið að vinna þennan leik ef ég á að vera hreinskilinn“ „Mjög svekktur, fannst við eiga skilið að vinna þennan leik ef ég á að vera hreinskilinn. Spiluðum góða vörn, fórum með stór færi en fannst við spila vel,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson eftir súrt tap Íslands gegn Þýskalandi á EM í handbolta. 18. janúar 2024 21:53
„Þetta verður löng nótt“ Ýmir Örn Gíslason átti mjög góðan leik í kvöld í naumu tapi íslenska landsliðsins á móti Þjóðverjum. Ýmir fór fyrir vörninni sem átti sinn besta leik á mótinu. 18. janúar 2024 21:52
Einkunnir Strákanna okkar á móti Þýskalandi: Janus og Ýmir frábærir en hornamenn og vítaskyttur brugðust Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði naumlega fyrir Þjóðverjum, 26-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli 1 á EM. 18. janúar 2024 21:40
Tölfræðin á móti Þýskalandi: Fjögur víti forgörðum í tveggja marka tapi Íslenska karlalandsliðið í handbolta var nálægt því að fá eitthvað út úr leik á móti heimamönnum Þýskalands í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. Á endanum unnu Þjóðverjar tveggja marka sigur, 26-24, sem voru grátleg úrslit eftir frábæra baráttu íslenska liðsins. 18. janúar 2024 21:36
Snorri Steinn: Baráttan og hjartað til fyrirmyndar „Eins mikið og það getur sviðið. Fannst við spila vel í dag. Baráttan og hjartað til fyrirmyndar. Erfitt að biðja um meira frá sínu liði. Það var allt upp á 10 en úrslitin sem telja, stigin eru ekki að koma inn í dag,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir gríðarlega súrt tap gegn Þýskalandi í milliriðli á EM karla í handbolta. 18. janúar 2024 21:32
Þjóðverjar klúðruðu íslenska þjóðsöngnum Gestgjafarnir í Þýskalandi gerðu slæm mistök þegar spila átti þjóðsöngvana fyrir leik Íslands og Þýskalands á EM karla í handbolta í kvöld, í Lanxess Arena í Köln. 18. janúar 2024 20:26