Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2024 12:37 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku. KCNA, ríkismiðill Norður-Kóreu, hefur eftir talsmanni hers ríkisins að heræfingarnar geti haft hörmulega afleiðingar, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Norður-Kóreumenn hafa lengi fordæmt allar sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem undirbúning fyrir innrás. Fréttaveitan vísar í yfirlýsingu frá yfirvöldum í Suður-Kóreu, þar sem tilraunin er fordæmd sem brot á ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og er hún sögð ógna friði á Kóreuskaganum og um heiminn allan. Dróninn ber nafnið Haeil-5-23 en tilvist hans var opinberuð í mars í fyrra. Þá var því haldið fram að hægt væri að sigla drónanum upp að ströndum annarra ríkja og valda þar geislavirkum flóðbylgjum. Haeil þýðir flóðbylgja. Frá heræfingu Suður-Kóreu, Bandaríkjanna og Japan í vikunni. Flugmóðurskipið USS Carl Vinson er hér í fylgd tundurspilla frá Japan og Suður-Kóreu.AP/Herforingjaráð Suður-Kóreu Hann á einnig að vera þróaður til að elta upp flota og granda þeim. Reuters segir að virkni vopnsins hafi ekki verið staðfest af öðrum en yfirvöldum í norður-Kóreu. Sjá einnig: Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kjarnorkuvopn á Kóreuskaga Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið því að fjölga kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu á þessu ári og breytti nýverið lögum Norður-Kóreu svo hann gæti þeim samkvæmt beitt kjarnorkuvopnum „reyni einhver öfl að brjóta gegn hagsmunum ríkisins“. Samhliða þessum breytingum hefur hótunum um beitingu kjarnorkuvopna frá Norður-Kóreu fjölgað. Sjá einnig: Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Undanfarin ár hafa kannanir í Suður-Kóreu sýnt að sífellt fleiri íbúar þar eru hlynntir því að ríkið eignist eigin kjarnorkuvopn eða að Bandaríkjamenn flytji aftur kjarnorkuvopn þangað. Þau vopn voru fjarlægð á tíunda áratug síðustu aldar. Er það að miklu leyti vegna aukins áróðurs og hótana frá Norður-Kóreu og ótta fólks í Suður-Kóreu að bandarískur forseti myndi ekki beita kjarnorkuvopnum til að verja Suður-Kóreu gegn áras frá Norður-Kóreu, af ótta við að Norður-Kóreumenn myndu skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Japan Hernaður Tengdar fréttir Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32 Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31 Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
KCNA, ríkismiðill Norður-Kóreu, hefur eftir talsmanni hers ríkisins að heræfingarnar geti haft hörmulega afleiðingar, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Norður-Kóreumenn hafa lengi fordæmt allar sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem undirbúning fyrir innrás. Fréttaveitan vísar í yfirlýsingu frá yfirvöldum í Suður-Kóreu, þar sem tilraunin er fordæmd sem brot á ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og er hún sögð ógna friði á Kóreuskaganum og um heiminn allan. Dróninn ber nafnið Haeil-5-23 en tilvist hans var opinberuð í mars í fyrra. Þá var því haldið fram að hægt væri að sigla drónanum upp að ströndum annarra ríkja og valda þar geislavirkum flóðbylgjum. Haeil þýðir flóðbylgja. Frá heræfingu Suður-Kóreu, Bandaríkjanna og Japan í vikunni. Flugmóðurskipið USS Carl Vinson er hér í fylgd tundurspilla frá Japan og Suður-Kóreu.AP/Herforingjaráð Suður-Kóreu Hann á einnig að vera þróaður til að elta upp flota og granda þeim. Reuters segir að virkni vopnsins hafi ekki verið staðfest af öðrum en yfirvöldum í norður-Kóreu. Sjá einnig: Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kjarnorkuvopn á Kóreuskaga Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið því að fjölga kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu á þessu ári og breytti nýverið lögum Norður-Kóreu svo hann gæti þeim samkvæmt beitt kjarnorkuvopnum „reyni einhver öfl að brjóta gegn hagsmunum ríkisins“. Samhliða þessum breytingum hefur hótunum um beitingu kjarnorkuvopna frá Norður-Kóreu fjölgað. Sjá einnig: Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Undanfarin ár hafa kannanir í Suður-Kóreu sýnt að sífellt fleiri íbúar þar eru hlynntir því að ríkið eignist eigin kjarnorkuvopn eða að Bandaríkjamenn flytji aftur kjarnorkuvopn þangað. Þau vopn voru fjarlægð á tíunda áratug síðustu aldar. Er það að miklu leyti vegna aukins áróðurs og hótana frá Norður-Kóreu og ótta fólks í Suður-Kóreu að bandarískur forseti myndi ekki beita kjarnorkuvopnum til að verja Suður-Kóreu gegn áras frá Norður-Kóreu, af ótta við að Norður-Kóreumenn myndu skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Japan Hernaður Tengdar fréttir Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32 Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31 Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32
Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59
Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31
Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18