Snorri: Sáum í fyrsta sinn hvað við stöndum fyrir Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2024 10:00 Snorri Steinn Guðjónsson með bros á vör í viðtali á hóteli landsliðsins í Köln. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson man að sjálfsögðu vel eftir kraftaverkinu á HM 2007, í Þýskalandi, þegar Ísland vann risasigur gegn Frökkum, og vonast sjálfsagt eftir einhverju svipuðu þegar hann stýrir íslenska liðinu gegn Frökkum á EM í dag. „Já, já. Við erum að berjast fyrir einhverju sem er risastórt – að komast á Ólympíuleika. Það eitt og sér gerir leikina sem eftir eru risastóra fyrir okkur. Ég held að það verði ekkert erfitt fyrir menn að gíra sig upp í þetta. Auðvitað er erfitt að kyngja tapinu [gegn Þýskalandi] en mér fannst drengirnir sýna úr hverju þeir eru gerðir [í fyrradag],“ sagði Snorri á hóteli landsliðsins í gær. Leikurinn við Frakka, sem eru eina liðið með fullt hús stiga í milliriðli Íslands, hefst klukkan 14:30 að íslenskum tíma. „Það þarf ekkert að fara yfir Frakkana. Teldu bara upp gaurana sem eru í þessu liði og þá sérðu að þetta er heimsklassalið sem getur unnið mótið. Við þurfum að nálgast leikinn eins og gegn Þýskalandi. Halda áfram að bæta okkur og koma með þetta hjarta og þennan vilja. Sjá hvert það leiðir okkur,“ sagði Snorri. Klippa: Snorri brattur fyrir leik við ógnarsterka Frakka „Með frábært teymi í kringum mig“ Stórmót í handbolta er mikil törn, sérstaklega fyrir þjálfarann sem getur eflaust alltaf fundið ástæður til að undirbúa betur komandi leik, á kostnað svefntíma: „Mér hefur bara gengið þokkalega með það. Ég er með frábært teymi í kringum mig sem gerir alveg fáránlega mikið fyrir mann, og passar upp á mann. Ég hef alveg náð að hvílast. En ég er ekkert með þrettán tíma á bakinu, ég viðurkenni það alveg,“ sagði Snorri og tók undir að erfitt hefði verið að kyngja tapinu gegn Frökkum: „Það svíður inn að beini. Engin spurning. Þetta snýst um að vinna leiki og ná í stig, og við náðum því ekki í gær. Frammistaðan var góð. Menn lögðu líf og sál í leikinn, og það er ákveðinn útgangspunktur sem við verðum að hafa. Við sáum fyrst í gær, almennilega, hvað við stöndum fyrir. Auðvitað gerir það mann glaðan. En það breytir ekki staðreyndinni að það var innistæða fyrir meiru í þessum leik.“ Hvað svíður mest? „Það er auðveldast að benda á færanýtinguna og vítin. Þegar þú ert í eins jöfnum leik og hugsast getur, gegn Þjóðverjum á þeirra heimavelli, þá svíður það mikið.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01 Alfreð Gísla: Með því vandræðalegra sem ég hef upplifað lengi Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til sigurs á móti því íslenska á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi og var því eini Íslendingurinn í höllinni sem fagnaði sigri. 19. janúar 2024 08:31 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Já, já. Við erum að berjast fyrir einhverju sem er risastórt – að komast á Ólympíuleika. Það eitt og sér gerir leikina sem eftir eru risastóra fyrir okkur. Ég held að það verði ekkert erfitt fyrir menn að gíra sig upp í þetta. Auðvitað er erfitt að kyngja tapinu [gegn Þýskalandi] en mér fannst drengirnir sýna úr hverju þeir eru gerðir [í fyrradag],“ sagði Snorri á hóteli landsliðsins í gær. Leikurinn við Frakka, sem eru eina liðið með fullt hús stiga í milliriðli Íslands, hefst klukkan 14:30 að íslenskum tíma. „Það þarf ekkert að fara yfir Frakkana. Teldu bara upp gaurana sem eru í þessu liði og þá sérðu að þetta er heimsklassalið sem getur unnið mótið. Við þurfum að nálgast leikinn eins og gegn Þýskalandi. Halda áfram að bæta okkur og koma með þetta hjarta og þennan vilja. Sjá hvert það leiðir okkur,“ sagði Snorri. Klippa: Snorri brattur fyrir leik við ógnarsterka Frakka „Með frábært teymi í kringum mig“ Stórmót í handbolta er mikil törn, sérstaklega fyrir þjálfarann sem getur eflaust alltaf fundið ástæður til að undirbúa betur komandi leik, á kostnað svefntíma: „Mér hefur bara gengið þokkalega með það. Ég er með frábært teymi í kringum mig sem gerir alveg fáránlega mikið fyrir mann, og passar upp á mann. Ég hef alveg náð að hvílast. En ég er ekkert með þrettán tíma á bakinu, ég viðurkenni það alveg,“ sagði Snorri og tók undir að erfitt hefði verið að kyngja tapinu gegn Frökkum: „Það svíður inn að beini. Engin spurning. Þetta snýst um að vinna leiki og ná í stig, og við náðum því ekki í gær. Frammistaðan var góð. Menn lögðu líf og sál í leikinn, og það er ákveðinn útgangspunktur sem við verðum að hafa. Við sáum fyrst í gær, almennilega, hvað við stöndum fyrir. Auðvitað gerir það mann glaðan. En það breytir ekki staðreyndinni að það var innistæða fyrir meiru í þessum leik.“ Hvað svíður mest? „Það er auðveldast að benda á færanýtinguna og vítin. Þegar þú ert í eins jöfnum leik og hugsast getur, gegn Þjóðverjum á þeirra heimavelli, þá svíður það mikið.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01 Alfreð Gísla: Með því vandræðalegra sem ég hef upplifað lengi Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til sigurs á móti því íslenska á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi og var því eini Íslendingurinn í höllinni sem fagnaði sigri. 19. janúar 2024 08:31 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35
Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01
Alfreð Gísla: Með því vandræðalegra sem ég hef upplifað lengi Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til sigurs á móti því íslenska á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi og var því eini Íslendingurinn í höllinni sem fagnaði sigri. 19. janúar 2024 08:31