Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2024 19:15 Um tuttugu þúsund börn hafa komið í heiminn á Gasa frá upphafi átakanna. AP Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. Nærri tuttugu þúsund börn hafa komið í heiminn á Gasa frá því að átökin brutust út fyrir ríflega hundrað dögum - í síversnandi aðstæður. Einungis ein fæðingardeild er enn starfhæf og þar dvelja einnig fyrirburar, nýburar og stundum mæður þeirra sem hafa verið flutt frá öðrum sjúkrahúsum. Ein móðirin sem dvelur þar ásamt nýfæddri stúlku segir aðstæðurnar martraðakenndar. „Ég fékk hríðar, varð að undirgangast keisaraskurð og fæddi dóttur. Þegar ég vaknaði eftir uppskurðinn var mér sagt að ég þyrfti að yfirgefa sjúkrahúsið án tafar,“ segir Wisam Al Masri sem var flutt yfir á fæðingardeildina á Al-Helal Al-Emarati-sjúkrahúsinu í Rafah. Læknar og hjálparstarfsmenn segja brýna þörf á öllum nauðsynjum þrátt fyrir að lyfjum og sjúkragögnum hafi verið hleypt inn á svæðið síðustu daga. Aðeins ein fæðingardeild er sögð starfhæf á Gasa.vísir/AP „Ástandið er grafalvarlegt. Hjúkrunarfræðingarnir sem við töluðum við sögðu að fjöldi barnshafandi mæðra sem komu á sjúkrahúsið hafi tuttugufaldast undanfarið og að mörg barnanna væru veik sökum loftmengunar sem mæður þeirra hefðu mátt þola af völdum sprengiárásanna. Sumar mæðranna lifðu barnsburðinn ekki af,“ segir Tess Ingram, talskona UNICEF, sem skoðaði aðstæður á fæðingardeildinni. Yfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar SÞ segir börn á svæðinu hafa orðið fyrir miklu áfalli og auk þess séu skólar sundursprengdir. Jafnvel þótt átökunum linni á morgun sé langt í að lífið komist í nokkuð eðlilegt horf.vísir/AP Talið er að um sextíu prósent af öllu húsnæði á Gasa sé ýmist ónýtt eða skemmt og níu af hverjum tíu skólum hafa orðið fyrir töluverðum skemmdum. Sameinuðu þjóðirnar ítrekuðu í dag ákall um vopnahlé og yfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar SÞ lýsti í dag miklum áhyggjum af framtíð svæðisins. Um tuttugu og fjögur þúsund manns hafa látist í árásum Ísraelshers á Gasa.vísir/AP „Jafnvel þótt hernaðaraðgerðum yrði hætt á morgun yrði ekki hægt að hefja kennslu á ný. Börnin hér á svæðinu hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli og glíma við áfallastreituröskun. Fjölskyldurnar hafa mátt þola margvísleg áföll og kennararnir hafa mátt þola stórkostleg áföll. Við höfum ekki í öruggt skjól að venda og við höfum ekki aðgang að nauðsynlegum grunnvirkjum. Það tekur sinn tíma að bæta úr þessu. Eftir því sem tíminn líður grefur reiði og gremja um sig síðar meir. Einnig biturleiki og jafnvel hatur,“ segir Philippe Lazzarin iyfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Nærri tuttugu þúsund börn hafa komið í heiminn á Gasa frá því að átökin brutust út fyrir ríflega hundrað dögum - í síversnandi aðstæður. Einungis ein fæðingardeild er enn starfhæf og þar dvelja einnig fyrirburar, nýburar og stundum mæður þeirra sem hafa verið flutt frá öðrum sjúkrahúsum. Ein móðirin sem dvelur þar ásamt nýfæddri stúlku segir aðstæðurnar martraðakenndar. „Ég fékk hríðar, varð að undirgangast keisaraskurð og fæddi dóttur. Þegar ég vaknaði eftir uppskurðinn var mér sagt að ég þyrfti að yfirgefa sjúkrahúsið án tafar,“ segir Wisam Al Masri sem var flutt yfir á fæðingardeildina á Al-Helal Al-Emarati-sjúkrahúsinu í Rafah. Læknar og hjálparstarfsmenn segja brýna þörf á öllum nauðsynjum þrátt fyrir að lyfjum og sjúkragögnum hafi verið hleypt inn á svæðið síðustu daga. Aðeins ein fæðingardeild er sögð starfhæf á Gasa.vísir/AP „Ástandið er grafalvarlegt. Hjúkrunarfræðingarnir sem við töluðum við sögðu að fjöldi barnshafandi mæðra sem komu á sjúkrahúsið hafi tuttugufaldast undanfarið og að mörg barnanna væru veik sökum loftmengunar sem mæður þeirra hefðu mátt þola af völdum sprengiárásanna. Sumar mæðranna lifðu barnsburðinn ekki af,“ segir Tess Ingram, talskona UNICEF, sem skoðaði aðstæður á fæðingardeildinni. Yfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar SÞ segir börn á svæðinu hafa orðið fyrir miklu áfalli og auk þess séu skólar sundursprengdir. Jafnvel þótt átökunum linni á morgun sé langt í að lífið komist í nokkuð eðlilegt horf.vísir/AP Talið er að um sextíu prósent af öllu húsnæði á Gasa sé ýmist ónýtt eða skemmt og níu af hverjum tíu skólum hafa orðið fyrir töluverðum skemmdum. Sameinuðu þjóðirnar ítrekuðu í dag ákall um vopnahlé og yfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar SÞ lýsti í dag miklum áhyggjum af framtíð svæðisins. Um tuttugu og fjögur þúsund manns hafa látist í árásum Ísraelshers á Gasa.vísir/AP „Jafnvel þótt hernaðaraðgerðum yrði hætt á morgun yrði ekki hægt að hefja kennslu á ný. Börnin hér á svæðinu hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli og glíma við áfallastreituröskun. Fjölskyldurnar hafa mátt þola margvísleg áföll og kennararnir hafa mátt þola stórkostleg áföll. Við höfum ekki í öruggt skjól að venda og við höfum ekki aðgang að nauðsynlegum grunnvirkjum. Það tekur sinn tíma að bæta úr þessu. Eftir því sem tíminn líður grefur reiði og gremja um sig síðar meir. Einnig biturleiki og jafnvel hatur,“ segir Philippe Lazzarin iyfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira