Þessi keppandi var sendur heim úr Idolinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. janúar 2024 22:32 Einn keppandi var sendur heim í kvöld. Það eru því sex keppendur eftir. Næsta úrslitakvöld fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 næstkomandi föstudagskvöld. Gotti B Annar þáttur Idolsins í beinni útsendingu fór fram í Idolhöllinni í kvöld. Þátturinn var æsispennandi, sjö keppendur mættu til leiks en aðeins sex komust áfram í lok kvölds. Þema kvöldsins var níundi áratugurinn og keppendur fluttu af því tilefni 80s-lög sem endurspegluðu áratuginn. Eins og fyrsta kvöldið voru örlög keppenda í höndum áhorfenda en ekki dómara og munu úrslit næstu þátta Idolsins ráðast í símakosningu. Í síðasta þætti var met slegið í símakosningunni en það met var slegið í kvöld og hafa aldrei áður borist jafn mörg atkvæði í sögu keppninnar. Höskuldarviðvörun - ef þú hefur ekki horft á Idol þátt gærkvöldsins - ekki lesa lengra. Þegar niðurstaða úr símakosningunni var kynnt kom í ljós að það var söngkonan Birgitta sem þurfti að taka pokann sinn. Hún flutti ódauðlega hittarann Holding Out For a Hero sem Bonnie Tyler samdi fyrir myndina Footloose. Birgitta fékk mjög jákvæða umsögn frá ölllum dómurunum sem voru ánægðir að sjá hana demba sér í rokkið og sagði Bríet: „Þú varst í kvöld að sýna okkur nýja hlið sem er mjög mikilvægt en ég fann að þér fannst það smá óþægilegt, það var einhver smá dofi yfir þér. En það er af því þú ert að stækka og þegar maður er að stækka þarf maður að prófa eitthvað nýtt.“ Þrátt fyrir hetjulega frammistöðu náði Birgitta ekki að vinna áhorfendur á sitt band.Vísir/Gotti „Þú ert geggjuð rokkstjarna allt í einu. Algjör hetja og mjög hressandi að heyra þig í þessum heimi,“ sagði Daníel Ágúst sem skynjaði þó smá óöryggi í byrjun. „Þetta var svakalegur flutningur og þú kemur mér alltaf meira og meira á óvart,“ sagði Herra Hnetusmjör og bætti við „Því lengra sem þú komst inn í lagið og þarna undir lokin var þetta bara galið. Takk fyrir.“ Nú eru sex keppendur eftir í Idolinu þau Elísabet, Stefán Óli, Ólafur Jóhann, Jóna Margrét, Björgvin og Anna Fanney. Næsta úrslitakvöld fer fram næstkomandi föstudagskvöld, aftur í beinni útsendingu frá Fossaleyni. Idol Tónlist Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Þema kvöldsins var níundi áratugurinn og keppendur fluttu af því tilefni 80s-lög sem endurspegluðu áratuginn. Eins og fyrsta kvöldið voru örlög keppenda í höndum áhorfenda en ekki dómara og munu úrslit næstu þátta Idolsins ráðast í símakosningu. Í síðasta þætti var met slegið í símakosningunni en það met var slegið í kvöld og hafa aldrei áður borist jafn mörg atkvæði í sögu keppninnar. Höskuldarviðvörun - ef þú hefur ekki horft á Idol þátt gærkvöldsins - ekki lesa lengra. Þegar niðurstaða úr símakosningunni var kynnt kom í ljós að það var söngkonan Birgitta sem þurfti að taka pokann sinn. Hún flutti ódauðlega hittarann Holding Out For a Hero sem Bonnie Tyler samdi fyrir myndina Footloose. Birgitta fékk mjög jákvæða umsögn frá ölllum dómurunum sem voru ánægðir að sjá hana demba sér í rokkið og sagði Bríet: „Þú varst í kvöld að sýna okkur nýja hlið sem er mjög mikilvægt en ég fann að þér fannst það smá óþægilegt, það var einhver smá dofi yfir þér. En það er af því þú ert að stækka og þegar maður er að stækka þarf maður að prófa eitthvað nýtt.“ Þrátt fyrir hetjulega frammistöðu náði Birgitta ekki að vinna áhorfendur á sitt band.Vísir/Gotti „Þú ert geggjuð rokkstjarna allt í einu. Algjör hetja og mjög hressandi að heyra þig í þessum heimi,“ sagði Daníel Ágúst sem skynjaði þó smá óöryggi í byrjun. „Þetta var svakalegur flutningur og þú kemur mér alltaf meira og meira á óvart,“ sagði Herra Hnetusmjör og bætti við „Því lengra sem þú komst inn í lagið og þarna undir lokin var þetta bara galið. Takk fyrir.“ Nú eru sex keppendur eftir í Idolinu þau Elísabet, Stefán Óli, Ólafur Jóhann, Jóna Margrét, Björgvin og Anna Fanney. Næsta úrslitakvöld fer fram næstkomandi föstudagskvöld, aftur í beinni útsendingu frá Fossaleyni.
Idol Tónlist Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira