Fjölnotaíþróttahús byggt í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. janúar 2024 14:03 Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sem hefur meira en nóg að gera að skipuleggja ný verkefni á nýju ári í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilmiklar framkvæmdir fara fram í Borgarbyggð á nýju ári en þar ber helst að nefna byggingu nýs fjölnotaíþróttahúss í Borgarnesi og endurbyggingu á grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum. Kostnaðurinn við þessi tvö verkefni er um þriðja milljarð króna. Það er engin lognmolla í Borgarbyggð um þessar mundir, miklar framkvæmdir víða í gangi, bæði á vegum sveitarfélagsins og einkaaðila og þá eru fjölbreytt plön í pípunum um meiri framkvæmdir á næstu árum. Íbúar sveitarfélagsins eru um 4.300. En hver eru stærstu verkefnin nú á árinu 2024? Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Það er verið að endurbyggja Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og það er mjög stór framkvæmd og jafnframt er á áætlun hjá okkur að hefja framkvæmdir við fjölnotaíþróttahús, eða knatthús og það er á svæðinu þar sem íþróttavöllurinn er og verður þar yst eða eins og kallað er á æfingasvæðinu,“ segir Stefán. Stefán Broddi segir að bæði þessi verkefni taki í fjárhagslega en hann er þó ekkert að kvarta enda fjárhagsstaða sveitarfélagsins góð. „Eigum við ekki að segja að þessi tvö verkefni eru eitthvað á þriðja milljarða, samtals.“ En hvenær má reikna með því að fjölnotaíþrótthúsið verði tekið í notkun, knatthöllin? „Ég vona að hún verði tekin í notkun 2025, við vonum það. En það skiptir máli að við tímasetjum rétt því það er líka fram undan landsmót, Unglingalandsmót hér í Borgarnesi í sumar. Þannig að við stefnum á að hefja framkvæmdir eftir það landsmót,“ segir Stefán. Borgarbyggð er vaxandi sveitarfélag þar sem íbúum fjölgar og fjölgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefán Broddi segir að einkaaðilar séu með mjög fjölbreytt og spennandi verkefni víða í sveitarfélaginu eins og byggingu nýrra íbúða í Borgarnesi og á Hvanneyri. Stærsta verkefnið sé þó Brákarey í Borgarnesi, hvernig skipulaginu verði háttað þar. „Ég vonast til að við getum kynnt deiliskipulag fljótlega en það er gríðarlega stór framkvæmd má segja og býður upp á mikil tækifæri fyrir okkur", segir Stefán sveitarstjóri. Heilmikið er byggt í sveitarfélaginu eins og þessi hús í Borgarnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Íþróttir barna Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Það er engin lognmolla í Borgarbyggð um þessar mundir, miklar framkvæmdir víða í gangi, bæði á vegum sveitarfélagsins og einkaaðila og þá eru fjölbreytt plön í pípunum um meiri framkvæmdir á næstu árum. Íbúar sveitarfélagsins eru um 4.300. En hver eru stærstu verkefnin nú á árinu 2024? Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Það er verið að endurbyggja Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og það er mjög stór framkvæmd og jafnframt er á áætlun hjá okkur að hefja framkvæmdir við fjölnotaíþróttahús, eða knatthús og það er á svæðinu þar sem íþróttavöllurinn er og verður þar yst eða eins og kallað er á æfingasvæðinu,“ segir Stefán. Stefán Broddi segir að bæði þessi verkefni taki í fjárhagslega en hann er þó ekkert að kvarta enda fjárhagsstaða sveitarfélagsins góð. „Eigum við ekki að segja að þessi tvö verkefni eru eitthvað á þriðja milljarða, samtals.“ En hvenær má reikna með því að fjölnotaíþrótthúsið verði tekið í notkun, knatthöllin? „Ég vona að hún verði tekin í notkun 2025, við vonum það. En það skiptir máli að við tímasetjum rétt því það er líka fram undan landsmót, Unglingalandsmót hér í Borgarnesi í sumar. Þannig að við stefnum á að hefja framkvæmdir eftir það landsmót,“ segir Stefán. Borgarbyggð er vaxandi sveitarfélag þar sem íbúum fjölgar og fjölgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefán Broddi segir að einkaaðilar séu með mjög fjölbreytt og spennandi verkefni víða í sveitarfélaginu eins og byggingu nýrra íbúða í Borgarnesi og á Hvanneyri. Stærsta verkefnið sé þó Brákarey í Borgarnesi, hvernig skipulaginu verði háttað þar. „Ég vonast til að við getum kynnt deiliskipulag fljótlega en það er gríðarlega stór framkvæmd má segja og býður upp á mikil tækifæri fyrir okkur", segir Stefán sveitarstjóri. Heilmikið er byggt í sveitarfélaginu eins og þessi hús í Borgarnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Íþróttir barna Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira