Sigur Íslands á síðasta EM situr enn í Frökkum sem ætla að hefna sín Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2024 11:31 Íslenska liðið fagnaði sigrinum gegn Frökkum vel og innilega fyrir tveimur árum. Fagnaðarlætin fóru hins vegar öfugt ofan í Frakkana. Getty/Sanjin Strukic Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frækinn átta marka sigur gegn Frökkum í milliriðili á EM 2022 í Svíþjóð og Ungverjalandi. Liðin mætast nú aftur í milliriðli EM síðar í dag og ætla Frakkar að hefna fyrir ófarirnar. Í viðtali við Nedim Remili, leikmann franska landsliðsins, sem birtist á L'Equipe í morgun segir Remili að Frakkar vilji hefna sín á tapinu gegn Íslendingum á EM 2022. Remili tók reyndar ekki þátt í leiknum vegna meiðsla. „Klárlega viljum við hefna okkar, þó að mér líki ekkert sérstaklega við það orð því að á endanum komumst við í undanúrslit en ekki þeir,“ sagði Remili. Íslenska liðið lék á als oddi í leik liðanna á EM 2022 og vann að lokum átta marka sigur, 29-21. Gleðin leyndi sér ekki í leikslok og virtust fagnaðarlætin fara í taugarnar á frönsku leikmönnunum. „Við erum reiðir,“ hélt Remili áfram og glotti. „Fyrir tveimur árum fögnuðu Íslendingar sigrinum fullmikið og það pirraði okkur. Þetta pirraði liðið.“ „Það hafa allir rétt á að fagna eins og þeir vilja, en þegar þetta er svona mikið lítur það pínu út eins og hálfgerð vanvirðing. Þegar þetta fer út í það þá getur það verið pirrandi. Þetta situr aðeins í mér, og okkur öllum. En það mikilvægasta er að við vinnum þennan leik,“ sagði Remili að lokum. Ísland og Frakkland mætast á EM í Þýskalandi síðar í dag og verður leiknum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Flautað verður til leiks klukkan 14:30, en upphitun fyrir leikinn hefst um það vil tveimur tímum fyrr. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Í viðtali við Nedim Remili, leikmann franska landsliðsins, sem birtist á L'Equipe í morgun segir Remili að Frakkar vilji hefna sín á tapinu gegn Íslendingum á EM 2022. Remili tók reyndar ekki þátt í leiknum vegna meiðsla. „Klárlega viljum við hefna okkar, þó að mér líki ekkert sérstaklega við það orð því að á endanum komumst við í undanúrslit en ekki þeir,“ sagði Remili. Íslenska liðið lék á als oddi í leik liðanna á EM 2022 og vann að lokum átta marka sigur, 29-21. Gleðin leyndi sér ekki í leikslok og virtust fagnaðarlætin fara í taugarnar á frönsku leikmönnunum. „Við erum reiðir,“ hélt Remili áfram og glotti. „Fyrir tveimur árum fögnuðu Íslendingar sigrinum fullmikið og það pirraði okkur. Þetta pirraði liðið.“ „Það hafa allir rétt á að fagna eins og þeir vilja, en þegar þetta er svona mikið lítur það pínu út eins og hálfgerð vanvirðing. Þegar þetta fer út í það þá getur það verið pirrandi. Þetta situr aðeins í mér, og okkur öllum. En það mikilvægasta er að við vinnum þennan leik,“ sagði Remili að lokum. Ísland og Frakkland mætast á EM í Þýskalandi síðar í dag og verður leiknum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Flautað verður til leiks klukkan 14:30, en upphitun fyrir leikinn hefst um það vil tveimur tímum fyrr.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira