„Náum ekki að framkvæma neitt af því sem við ætluðum að gera“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2024 16:28 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega svekktur eftir leikinn. Vísir/Vilhelm Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega súr og svekktur eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í handbolta í dag. „Þetta eru bara vonbrigði og léleg frammistaða. Við þurfum ekkert að fara mikið yfir það að varnarleikurinn var náttúrulega vonlaus,“ sagði Snorri að leik loknum. Hann segir að varnarleikurinn hafi verið það sem hafi valdið honum mestum vonbrigðum í dag, enda fékk liðið á sig 39 mörk. „Varnarleikurinn og bara það að við náum ekki að framkvæma neitt af því sem við ætluðum að gera. Og við náum ekki að gera neitt af því sem við vorum að gera á móti Þjóðverjum. Við náðum ekkert í þá og vorum bara að bíða og sjá. Ekkert frumkvæði og það bara vantaði bara einhvern dugnað upp á að við myndum ná up einhverjum varnarleik.“ Þá útilokar Snorri ekki að liðinu hafi skort trú á verkefninu. „Það getur vel verið, en það er erfitt að svara fyrir það núna. Við breytum því samt ekki að við héldum áfram og héldum þessu í leik. Þetta hefði alveg getað verið farið fyrr, en það eru einhverjar glætur þarna. Það getur vel verið að það skorti einhverja trú og auðvitað er hoggið í menn þegar þeir tapa leikjum og þú nærð þér ekki á strik þá er það kannski eðlilegasti hlutur í heimi í íþróttum. En svo er það mitt að reyna að rífa menn í gang.“ Þrátt fyrir tapið voru ljósir punktar í frammistöðu Íslands og ber þar hæst að nefna Óðinn Þór Ríkharpsson í hægra horninu og innkomu Hauks Þrastarsonar í vinstri skyttuna. „Haukur átti frábæra innkomu og Óðinn líka. Haukur er náttúrulega búinn að vera að spila lítið og Óðinn búinn að eiga erfitt uppdráttar. Þeir sýndu bara úr hverju þeir eru gerðir og áttu góða innkomu,“ sagði Snorri að lokum. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir Frakkaleik á EM 2024 EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
„Þetta eru bara vonbrigði og léleg frammistaða. Við þurfum ekkert að fara mikið yfir það að varnarleikurinn var náttúrulega vonlaus,“ sagði Snorri að leik loknum. Hann segir að varnarleikurinn hafi verið það sem hafi valdið honum mestum vonbrigðum í dag, enda fékk liðið á sig 39 mörk. „Varnarleikurinn og bara það að við náum ekki að framkvæma neitt af því sem við ætluðum að gera. Og við náum ekki að gera neitt af því sem við vorum að gera á móti Þjóðverjum. Við náðum ekkert í þá og vorum bara að bíða og sjá. Ekkert frumkvæði og það bara vantaði bara einhvern dugnað upp á að við myndum ná up einhverjum varnarleik.“ Þá útilokar Snorri ekki að liðinu hafi skort trú á verkefninu. „Það getur vel verið, en það er erfitt að svara fyrir það núna. Við breytum því samt ekki að við héldum áfram og héldum þessu í leik. Þetta hefði alveg getað verið farið fyrr, en það eru einhverjar glætur þarna. Það getur vel verið að það skorti einhverja trú og auðvitað er hoggið í menn þegar þeir tapa leikjum og þú nærð þér ekki á strik þá er það kannski eðlilegasti hlutur í heimi í íþróttum. En svo er það mitt að reyna að rífa menn í gang.“ Þrátt fyrir tapið voru ljósir punktar í frammistöðu Íslands og ber þar hæst að nefna Óðinn Þór Ríkharpsson í hægra horninu og innkomu Hauks Þrastarsonar í vinstri skyttuna. „Haukur átti frábæra innkomu og Óðinn líka. Haukur er náttúrulega búinn að vera að spila lítið og Óðinn búinn að eiga erfitt uppdráttar. Þeir sýndu bara úr hverju þeir eru gerðir og áttu góða innkomu,“ sagði Snorri að lokum. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir Frakkaleik á EM 2024
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira