Besta sætið: „Ég er ekki að sjá eitthvað lið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. janúar 2024 18:16 Leikmenn Íslands að leik loknum. Vísir/Vilhelm Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, ákvað að skafa ekki af hlutunum þegar hann ræddi sjö marka tap Íslands gegn Ólympíumeisturum Frakklands á EM karla í handbolta í dag. Íslenska liðið mátt síns lítils gegn ógnarsterku liði Frakklands í milliriðli á EM í dag. Lokatölur 39-32 sem þýðir að Ísland hefur tapað þremur leikjum í röð. Þeir Elliði Snær Viðarsson og Haukur Þrastarson sögðu eftir leik að franska liðið hefði einfaldlega verið betra. Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson sagði svo að ekkert sem íslenska liðið hefði lagt upp með hefði gengið. Að venju var leikurinn til umræðu í hlaðvarpinu EM í dag. Stefán Árni Pálsson stýrði þætti dagsins. Með honum voru Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson og þá var Rúnar á línunni frá Þýskalandi. Þátturinn byrjaði á því að Rúnar sagði sína skoðun á leik dagsins. „Það er niðurstaðan í þessum leik. Þeir spiluðu allan tímann eins og sá sem valdið hefur og við áttum engin svör, það var deginum ljósara. Þetta var aldrei spennandi og eitthvað lið er gott í að halda fimm marka forystu út leikinn þá eru það Frakkarnir,“ sagði Rúnar og hélt áfram. „Í kvöld voru þeir betri á öllum sviðum, þeir spila bara sinn leik. Við byrjum framarlega en þeir ná að klippa okkur og skilja eftir línumanninn eftir á línunni. Svo þegar það er komið forskot, þó línumaðurinn sé frír þá eru þeir hvort sem er að skjóta yfir okkur. Við erum alltaf að bregðast við í vörninni, erum ekki að beina þeim eitt eða neitt. Erum ekki að taka návígi, þær sækja nánast öll návígin í leiknum, vinna þau flest öll og halda boltanum á lífi.“ Snorri Steinn á hliðarlínunni í dag.Vísir/Vilhelm „Það er eitthvað mikið að. Flóknasta kerfi sem þeir þurftu að spila til að fá mark var hornaleysing með eða án bolta. Þetta var frekar einfalt fyrir þá.“ Stefán Árni spurði hvort Rúnar hefði viljað sjá Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara, bregðast við. „Það er alltaf hægt að segja allt eftir á. Maður sá að eini leikmaðurinn okkar sem á eitthvað í líkamlega burði Frakkana er Arnar Freyr (Arnarsson). Við vorum ekki að nýta okkur það að við eigum að vera sneggri en þeir. Vorum ekki að spila þannig handbolta, vorum ekki að setja þá undir pressu. Þeir stjórnuðu leiknum allan tímann og það er áhugavert að það er bekkurinn sem spilar best.“ „Alveg klárlega hægt að nota hann meir og betur,“ sagði Rúnar aðspurður hvort Arnar Freyr ætti að spila meira. Þá var hann spurður út í framhaldið en Ísland mætir Króatíu og Austurríki á næstu dögum. „Mér finnst það (að botninn sé að fara úr þessu hjá íslenska liðinu). Ég er ekki að sjá eitthvað lið. Fannst innkoman hjá Hauki Þrastarsyni, þar kom leikmaður inn á sem ætlaði sér þetta. Hann kom af krafti, hann skoraði mörk og gaf stoðsendingar. Gaf smá nýja vídd. Þetta sér maður ekki hjá öllu liðinu, að menn séu að fara í þetta á fullu.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Íslenska liðið mátt síns lítils gegn ógnarsterku liði Frakklands í milliriðli á EM í dag. Lokatölur 39-32 sem þýðir að Ísland hefur tapað þremur leikjum í röð. Þeir Elliði Snær Viðarsson og Haukur Þrastarson sögðu eftir leik að franska liðið hefði einfaldlega verið betra. Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson sagði svo að ekkert sem íslenska liðið hefði lagt upp með hefði gengið. Að venju var leikurinn til umræðu í hlaðvarpinu EM í dag. Stefán Árni Pálsson stýrði þætti dagsins. Með honum voru Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson og þá var Rúnar á línunni frá Þýskalandi. Þátturinn byrjaði á því að Rúnar sagði sína skoðun á leik dagsins. „Það er niðurstaðan í þessum leik. Þeir spiluðu allan tímann eins og sá sem valdið hefur og við áttum engin svör, það var deginum ljósara. Þetta var aldrei spennandi og eitthvað lið er gott í að halda fimm marka forystu út leikinn þá eru það Frakkarnir,“ sagði Rúnar og hélt áfram. „Í kvöld voru þeir betri á öllum sviðum, þeir spila bara sinn leik. Við byrjum framarlega en þeir ná að klippa okkur og skilja eftir línumanninn eftir á línunni. Svo þegar það er komið forskot, þó línumaðurinn sé frír þá eru þeir hvort sem er að skjóta yfir okkur. Við erum alltaf að bregðast við í vörninni, erum ekki að beina þeim eitt eða neitt. Erum ekki að taka návígi, þær sækja nánast öll návígin í leiknum, vinna þau flest öll og halda boltanum á lífi.“ Snorri Steinn á hliðarlínunni í dag.Vísir/Vilhelm „Það er eitthvað mikið að. Flóknasta kerfi sem þeir þurftu að spila til að fá mark var hornaleysing með eða án bolta. Þetta var frekar einfalt fyrir þá.“ Stefán Árni spurði hvort Rúnar hefði viljað sjá Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara, bregðast við. „Það er alltaf hægt að segja allt eftir á. Maður sá að eini leikmaðurinn okkar sem á eitthvað í líkamlega burði Frakkana er Arnar Freyr (Arnarsson). Við vorum ekki að nýta okkur það að við eigum að vera sneggri en þeir. Vorum ekki að spila þannig handbolta, vorum ekki að setja þá undir pressu. Þeir stjórnuðu leiknum allan tímann og það er áhugavert að það er bekkurinn sem spilar best.“ „Alveg klárlega hægt að nota hann meir og betur,“ sagði Rúnar aðspurður hvort Arnar Freyr ætti að spila meira. Þá var hann spurður út í framhaldið en Ísland mætir Króatíu og Austurríki á næstu dögum. „Mér finnst það (að botninn sé að fara úr þessu hjá íslenska liðinu). Ég er ekki að sjá eitthvað lið. Fannst innkoman hjá Hauki Þrastarsyni, þar kom leikmaður inn á sem ætlaði sér þetta. Hann kom af krafti, hann skoraði mörk og gaf stoðsendingar. Gaf smá nýja vídd. Þetta sér maður ekki hjá öllu liðinu, að menn séu að fara í þetta á fullu.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða