Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að á morgun, mánudag, sé spáð norðvestan kalda, en hvasst á Austfjörðum. Lítilsháttar él, en léttir til sunnan heiða. Um kvöldið er búist við suðvestlægari átt og dálítil él vestantil. Áfram fremur kalt.

