Kjartan Atli: Bónuskeppni sem er bragðgott krydd í tilveruna Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. janúar 2024 22:02 Kjartan Atli Kjartansson leiddi lið Álftanes í fyrsta sinn í undanúrslit bikarkeppninnar í körfubolta. vísir / hulda margrét Álftanes komst í fyrsta sinn í undanúrslit bikarkeppninnar í körfubolta eftir 90-79 sigur gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. „Það er stutt síðan leik lauk þannig að maður er enn að átta sig. Þetta er náttúrulega bónuskeppni, viðbót við tímabilið, maður er fyrst og fremst að fókusa á deildina en bikarinn er krydd í tilveruna og mín fyrsta tilfinning er að þetta er bragðgott krydd“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, strax að leik loknum. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu. Liðin skiptust sífellt á því að taka forystuna og engin leið var að spá fyrir um sigurvegara. „Þetta eru tvö mjög jöfn lið. Eins og í fyrri hálfleik held ég að liðin hafi skipst sextán sinnum á forystu og þetta var átta sinnum jafnt. Svo hélt það bara áfram, þeir ná áhlaupi í byrjun þriðja en svo var þetta spurning um orkustig. Þetta var svipaður leikur og í deildinni fyrir tíu dögum síðan en þá duttu skot þeim megin og nú var það öfugt. Erfitt að segja nákvæmlega hvað það var sem skóp sigurinn.“ Kjartan var þá næst spurður út í reynsluboltana Hörð Axel Vilhjálmsson og Hauk Helga Pálsson. Báðir hafa þeir spilað stórvel upp á síðkastið og stigu upp í kvöld þegar liðið þurfti hvað mest á þeim að halda. „Þeir gefa liðinu ró inni á vellinum, setja hlutina upp og þeirra reynsla vegur mjög þungt. Það eru búin að vera meiðsli og veikindi í hópnum, menn lögðu mikið á sig að ná þessum leik. Dino Stipcic er búinn að vera lengi frá, kom haltrandi inn en átti frábæran leik og setti stór skot. Svo bara Douglas Wilson, Cedrick Bowen með mikla orku. Eysteinn var með 39 stiga hita í gær en menn mættu bara og djöfluðust hérna.“ Í ljósi aðstæðna og hremmingana sem gengið hafa yfir Grindavík vonuðust margir körfuboltaáhugamenn eftir því að liðið færi áfram, líkt og kvennaliðið, í úrslitakeppni bikarsins í Laugardalshöll og fagnaði sigri á erfiðum tímum. En er það eitthvað öðruvísi að mæta Grindavík en öðrum liðum? „Við berum náttúrulega bara mjög mikla virðingu fyrir Grindavík og okkur finnst gaman að spila við þá. Þetta er frábært og orkumikið lið. Við svosem pælum ekki í neinu utanaðkomandi, einbeitum okkur bara að okkur og leikinn sem slíkan. En við berum mikla virðingu fyrir Grindavík og okkur finnst gaman að etja kappi við þá.“ Stjarnan, Tindastóll og Keflavík eru mögulegir andstæðingar Álftaness í undanúrslitum. Á Kjartan sér einhvern draumamótherja? „Bara að komast í Höllina er geggjað, svo sjáum við bara hvernig þetta fer allt saman. Tökum því sem að höndum ber“ sagði Kjartan Atli, sáttur á svip og ljóðrænn í bragði að lokum. VÍS-bikarinn UMF Álftanes Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
„Það er stutt síðan leik lauk þannig að maður er enn að átta sig. Þetta er náttúrulega bónuskeppni, viðbót við tímabilið, maður er fyrst og fremst að fókusa á deildina en bikarinn er krydd í tilveruna og mín fyrsta tilfinning er að þetta er bragðgott krydd“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, strax að leik loknum. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu. Liðin skiptust sífellt á því að taka forystuna og engin leið var að spá fyrir um sigurvegara. „Þetta eru tvö mjög jöfn lið. Eins og í fyrri hálfleik held ég að liðin hafi skipst sextán sinnum á forystu og þetta var átta sinnum jafnt. Svo hélt það bara áfram, þeir ná áhlaupi í byrjun þriðja en svo var þetta spurning um orkustig. Þetta var svipaður leikur og í deildinni fyrir tíu dögum síðan en þá duttu skot þeim megin og nú var það öfugt. Erfitt að segja nákvæmlega hvað það var sem skóp sigurinn.“ Kjartan var þá næst spurður út í reynsluboltana Hörð Axel Vilhjálmsson og Hauk Helga Pálsson. Báðir hafa þeir spilað stórvel upp á síðkastið og stigu upp í kvöld þegar liðið þurfti hvað mest á þeim að halda. „Þeir gefa liðinu ró inni á vellinum, setja hlutina upp og þeirra reynsla vegur mjög þungt. Það eru búin að vera meiðsli og veikindi í hópnum, menn lögðu mikið á sig að ná þessum leik. Dino Stipcic er búinn að vera lengi frá, kom haltrandi inn en átti frábæran leik og setti stór skot. Svo bara Douglas Wilson, Cedrick Bowen með mikla orku. Eysteinn var með 39 stiga hita í gær en menn mættu bara og djöfluðust hérna.“ Í ljósi aðstæðna og hremmingana sem gengið hafa yfir Grindavík vonuðust margir körfuboltaáhugamenn eftir því að liðið færi áfram, líkt og kvennaliðið, í úrslitakeppni bikarsins í Laugardalshöll og fagnaði sigri á erfiðum tímum. En er það eitthvað öðruvísi að mæta Grindavík en öðrum liðum? „Við berum náttúrulega bara mjög mikla virðingu fyrir Grindavík og okkur finnst gaman að spila við þá. Þetta er frábært og orkumikið lið. Við svosem pælum ekki í neinu utanaðkomandi, einbeitum okkur bara að okkur og leikinn sem slíkan. En við berum mikla virðingu fyrir Grindavík og okkur finnst gaman að etja kappi við þá.“ Stjarnan, Tindastóll og Keflavík eru mögulegir andstæðingar Álftaness í undanúrslitum. Á Kjartan sér einhvern draumamótherja? „Bara að komast í Höllina er geggjað, svo sjáum við bara hvernig þetta fer allt saman. Tökum því sem að höndum ber“ sagði Kjartan Atli, sáttur á svip og ljóðrænn í bragði að lokum.
VÍS-bikarinn UMF Álftanes Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira