Áföll í Grindavík Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 21. janúar 2024 23:50 Það var merkileg upplifun að sitja fyrir framan sjónvarpsskjáinn að kvöldi sunnudagsins 14. janúar og horfa á heimili Grindavíkur verða eldgosi að bráð. Útsendingin sameinaði þjóðina í samstöðu með Grindvíkingum en upplifun okkar sem ekki erum heimafólk er eðlisólík því áfalli sem bæjarbúar eru að verða fyrir. Bæjarstjóri Grindavíkur, Fannar Jónasson, hefur af yfirvegun miðlað til þjóðarinnar upplifun Grindvíkinga en hann sagði í kjölfar eldgossins: „Þetta eru einstakar aðstæður. Við erum ekki bara beygð lengur, heldur brotin“. Áföll og áfallastreita Eldgosið í Grindavík hefur sýnt okkur þær framfarir sem orðið hafa í faglegri nálgun við þau sem upplifa áföll. Samstaða og samhyggð þjóðarinnar er sú sama nú og fyrir hálfri öld þegar Vestmannaeyingar stóðu í sambærilegum sporum, en vinnubrögð fagfólks og þekking á áföllum hefur stóraukist. Áföll hafa fylgt mannkyninu frá upphafi vega en rannsóknir á áföllum, afleiðingum þeirra og viðbrögðum á borð við áfallahjálp komu fram á níunda áratug síðustu aldar og var rætt um áfallahjálp hér á landi í fyrsta sinn í kjölfar snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri. Það er okkar gæfa að áföll hérlendis einskorðast að mestu leiti við náttúruvár en víða erlendis eru það stríðsátök sem helst valda áföllum. Þekking okkar á langvarandi áhrifum djúpstæðra áfalla, áfallastreituröskun, byggir á rannsóknum á hermönnum sem snúið hafa heim eftir herþjónustu og fólki sem flúið hefur frá átakasvæðum. Þeim fjölgar í okkar samfélagi sem hafa slíka áfallasögu frá sínu heimalandi. Áfallahjálp Áfallahjálp er ekki meðferð, enda eru viðbrögð við áföllum eðlileg. Sálrænn stuðningur er best veittur af þeim sem standa viðkomandi næst, fjölskyldu og vinum. Það er því öllum mikilvægt að þekkja helstu einkenni áfalla og áfallahjálpar til að geta gagnast öðrum, en flest þekkjum við Grindvíkinga sem þarfnast stuðnings. Grunnviðmiðin eru að þvinga ekki fram aðstoð, heldur að leitast við að skilja aðstæður viðkomandi með varfærnum spurningum. Samskipti skipta öllu máli og það er mikilvægt að eiga frumkvæði að samskiptum til að láta vita að þú sért til staðar. Sýna þarf því skilning ef viðkomandi sýnir sterk viðbrögð, en streita af völdum áfalla getur kallað fram margskonar upplifanir á borð við að endurupplifa atburðinn, martraðir, einsemd, sektarkennd, sjálfsásakanir, reiði og kvíða. Áfallastreituviðbrögð eru eðlileg líkamleg, hugræn og tilfinningaleg viðbrögð við áföllum. Það ber ætíð að virða ákvarðanir fólks og forðast að bera fram skoðanir, gagnrýni eða fyrirheiti um þær aðstæður sem viðkomandi er í. Það er oft hægt að gera mikið gagn með því að vera til staðar fyrir aðra, hlusta og styðja, án þess að ætlast til neins í staðin. Þá gefur það auga leið að það sem manneskja í áfalli deilir, skuli alltaf fara með sem trúnaðarmál. Áfallarýni Rannsóknir á áföllum hafa jafnframt veitt nýju ljósi á menningu okkar og áfallarýni (trauma-studies) hefur á þessari öld rutt sér til rúms í hugvísindum sem túlkunarlykill fyrir margvísleg bókmenntaverk, Biblíuna þar á meðal. Margir af þekktustu textum ritningarinnar eru ortir í kjölfar áfalla og má þar nefna Davíðssálm 137, Við Babýlonsfljót, sem ortur var í kjölfar herleiðingar Babýlóníumanna árið 597 fyrir Krist. Prestur innflytjenda og hælisleitenda, Ása Laufey Sæmundsdóttir, skrifaði meistararitgerð um það efni sem aðgengileg er á Skemmunni. Með því að segja sögur og yrkja um atburði skapast rými til að vinna úr áföllum og áfallarýni veitir nýja innsýn inn í tilurð slíkra texta. Styrkur samfélagsins Skrefin sem Grindvíkingar standa frammi fyrir eru stór og þjóðin öll þarf að sýna það í verki að þau standa ekki ein. Fyrsta skrefið er að viðra þann sársauka og það áfall sem Grindvíkingar eru að upplifa og að virða tilfinningar þeirra. Með orðum Fannars Jónassonar, „Við erum ekki bara beygð lengur heldur brotin“. Þá standa Grindvíkingar frammi fyrir sorgarferli, þar sem syrgt er það mannslíf sem glataðist þegar Lúðvík Pétursson féll ofan í ótrygga jörð, sem og það samfélag sem Grindvíkingar sjá ekki fram á að endurheimta að fullu. Samfélag Grindvíkinga er jafnframt uppspretta þess styrks sem mun koma þeim og þjóðinni allri í gegnum þetta áfall. Það var erindi Fannars Jónassonar þennan örlagaríka morgun eftir að eldurinn hafði eytt þremur húsum í Hópahverfi: „Við vitum að við höfum þjóðina með okkur í þessu og hlýhugur mikill, en við verðum að fá víðtækan stuðning og það er verið að vinna að því hörðum höndum.“ Viðbrögð okkar við áföllum hafa í gegnum árin sýnt Íslendingum að við erum ein þjóð í einu landi, samfélag sem stendur saman og byggir viðlagasjóðshús og varnargarða þegar við á. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. --- https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-01-14-ekki-bara-beygd-heldur-brotin-402225/ Ritgerð Ásu Laufeyjar Sæmundsdóttur: https://skemman.is/handle/1946/40352 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Sigurvin Lárus Jónsson Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það var merkileg upplifun að sitja fyrir framan sjónvarpsskjáinn að kvöldi sunnudagsins 14. janúar og horfa á heimili Grindavíkur verða eldgosi að bráð. Útsendingin sameinaði þjóðina í samstöðu með Grindvíkingum en upplifun okkar sem ekki erum heimafólk er eðlisólík því áfalli sem bæjarbúar eru að verða fyrir. Bæjarstjóri Grindavíkur, Fannar Jónasson, hefur af yfirvegun miðlað til þjóðarinnar upplifun Grindvíkinga en hann sagði í kjölfar eldgossins: „Þetta eru einstakar aðstæður. Við erum ekki bara beygð lengur, heldur brotin“. Áföll og áfallastreita Eldgosið í Grindavík hefur sýnt okkur þær framfarir sem orðið hafa í faglegri nálgun við þau sem upplifa áföll. Samstaða og samhyggð þjóðarinnar er sú sama nú og fyrir hálfri öld þegar Vestmannaeyingar stóðu í sambærilegum sporum, en vinnubrögð fagfólks og þekking á áföllum hefur stóraukist. Áföll hafa fylgt mannkyninu frá upphafi vega en rannsóknir á áföllum, afleiðingum þeirra og viðbrögðum á borð við áfallahjálp komu fram á níunda áratug síðustu aldar og var rætt um áfallahjálp hér á landi í fyrsta sinn í kjölfar snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri. Það er okkar gæfa að áföll hérlendis einskorðast að mestu leiti við náttúruvár en víða erlendis eru það stríðsátök sem helst valda áföllum. Þekking okkar á langvarandi áhrifum djúpstæðra áfalla, áfallastreituröskun, byggir á rannsóknum á hermönnum sem snúið hafa heim eftir herþjónustu og fólki sem flúið hefur frá átakasvæðum. Þeim fjölgar í okkar samfélagi sem hafa slíka áfallasögu frá sínu heimalandi. Áfallahjálp Áfallahjálp er ekki meðferð, enda eru viðbrögð við áföllum eðlileg. Sálrænn stuðningur er best veittur af þeim sem standa viðkomandi næst, fjölskyldu og vinum. Það er því öllum mikilvægt að þekkja helstu einkenni áfalla og áfallahjálpar til að geta gagnast öðrum, en flest þekkjum við Grindvíkinga sem þarfnast stuðnings. Grunnviðmiðin eru að þvinga ekki fram aðstoð, heldur að leitast við að skilja aðstæður viðkomandi með varfærnum spurningum. Samskipti skipta öllu máli og það er mikilvægt að eiga frumkvæði að samskiptum til að láta vita að þú sért til staðar. Sýna þarf því skilning ef viðkomandi sýnir sterk viðbrögð, en streita af völdum áfalla getur kallað fram margskonar upplifanir á borð við að endurupplifa atburðinn, martraðir, einsemd, sektarkennd, sjálfsásakanir, reiði og kvíða. Áfallastreituviðbrögð eru eðlileg líkamleg, hugræn og tilfinningaleg viðbrögð við áföllum. Það ber ætíð að virða ákvarðanir fólks og forðast að bera fram skoðanir, gagnrýni eða fyrirheiti um þær aðstæður sem viðkomandi er í. Það er oft hægt að gera mikið gagn með því að vera til staðar fyrir aðra, hlusta og styðja, án þess að ætlast til neins í staðin. Þá gefur það auga leið að það sem manneskja í áfalli deilir, skuli alltaf fara með sem trúnaðarmál. Áfallarýni Rannsóknir á áföllum hafa jafnframt veitt nýju ljósi á menningu okkar og áfallarýni (trauma-studies) hefur á þessari öld rutt sér til rúms í hugvísindum sem túlkunarlykill fyrir margvísleg bókmenntaverk, Biblíuna þar á meðal. Margir af þekktustu textum ritningarinnar eru ortir í kjölfar áfalla og má þar nefna Davíðssálm 137, Við Babýlonsfljót, sem ortur var í kjölfar herleiðingar Babýlóníumanna árið 597 fyrir Krist. Prestur innflytjenda og hælisleitenda, Ása Laufey Sæmundsdóttir, skrifaði meistararitgerð um það efni sem aðgengileg er á Skemmunni. Með því að segja sögur og yrkja um atburði skapast rými til að vinna úr áföllum og áfallarýni veitir nýja innsýn inn í tilurð slíkra texta. Styrkur samfélagsins Skrefin sem Grindvíkingar standa frammi fyrir eru stór og þjóðin öll þarf að sýna það í verki að þau standa ekki ein. Fyrsta skrefið er að viðra þann sársauka og það áfall sem Grindvíkingar eru að upplifa og að virða tilfinningar þeirra. Með orðum Fannars Jónassonar, „Við erum ekki bara beygð lengur heldur brotin“. Þá standa Grindvíkingar frammi fyrir sorgarferli, þar sem syrgt er það mannslíf sem glataðist þegar Lúðvík Pétursson féll ofan í ótrygga jörð, sem og það samfélag sem Grindvíkingar sjá ekki fram á að endurheimta að fullu. Samfélag Grindvíkinga er jafnframt uppspretta þess styrks sem mun koma þeim og þjóðinni allri í gegnum þetta áfall. Það var erindi Fannars Jónassonar þennan örlagaríka morgun eftir að eldurinn hafði eytt þremur húsum í Hópahverfi: „Við vitum að við höfum þjóðina með okkur í þessu og hlýhugur mikill, en við verðum að fá víðtækan stuðning og það er verið að vinna að því hörðum höndum.“ Viðbrögð okkar við áföllum hafa í gegnum árin sýnt Íslendingum að við erum ein þjóð í einu landi, samfélag sem stendur saman og byggir viðlagasjóðshús og varnargarða þegar við á. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. --- https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-01-14-ekki-bara-beygd-heldur-brotin-402225/ Ritgerð Ásu Laufeyjar Sæmundsdóttur: https://skemman.is/handle/1946/40352
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun