Skilur ekki af hverju Haukur hefur ekki verið notaður meira Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2024 09:00 Haukur Þrastarson átti eftirminnilega innkomu gegn Frökkum. vísir/vilhelm Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta, furðar sig á af hverju Haukur Þrastarson hefur ekki spilað meira á Evrópumótinu í Þýskalandi. Haukur átti stórgóða innkomu þegar Ísland tapaði fyrir Frakklandi, 39-32, í öðrum leik sínum í milliriðli 1 á laugardaginn. Hann skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar á þeim sextán mínútum sem hann spilaði. Hreiðar og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leik Íslands og Frakklands í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt Stefáni Árna Pálssyni. Haukur kom aðeins við sögu í leiknum gegn Ungverjalandi en hafði annars ekkert spilað á EM fyrr en gegn Frakklandi. Stefán Árni spurði þá Hreiðar og Bjarna hverju það sætti. „Ég held að hann sé að koma alltof seint inn, ef ég á vera alveg hreinskilinn,“ sagði Hreiðar. Bjarni tók upp hanskann fyrir landsliðsþjálfarann Snorra Stein Guðjónsson. „Þú veist samt ekkert, komandi inn í mótið, hvað muni gerast,“ sagði Bjarni en Hreiðar gaf sig ekki. „Við erum í fimmta leik og allir leikirnir eru búnir að vera svolítið keimlíkir,“ sagði markvörðurinn fyrrverandi. Bjarni benti líka á að Haukur væri að koma til baka eftir mjög erfið meiðsli en Selfyssingurinn hefur slitið krossband í báðum hnjám á undanförnum árum. Ísland mætir Króatíu í þriðja leik sínum í milliriðli 1 í dag og verður að vinna ef liðið ætlar sér að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Leikurinn hefst klukkan 14:30. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir „Frakkarnir það eina sem stóð í vegi fyrir því að við yrðum besta lið í heimi“ Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson, fyrrverandi landsliðsmenn í handbolta, voru gestir í síðasta þætti Besta sætisins eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í gær. 21. janúar 2024 14:00 Besta sætið: „Ég er ekki að sjá eitthvað lið“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, ákvað að skafa ekki af hlutunum þegar hann ræddi sjö marka tap Íslands gegn Ólympíumeisturum Frakklands á EM karla í handbolta í dag. 20. janúar 2024 18:16 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Sjá meira
Haukur átti stórgóða innkomu þegar Ísland tapaði fyrir Frakklandi, 39-32, í öðrum leik sínum í milliriðli 1 á laugardaginn. Hann skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar á þeim sextán mínútum sem hann spilaði. Hreiðar og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leik Íslands og Frakklands í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt Stefáni Árna Pálssyni. Haukur kom aðeins við sögu í leiknum gegn Ungverjalandi en hafði annars ekkert spilað á EM fyrr en gegn Frakklandi. Stefán Árni spurði þá Hreiðar og Bjarna hverju það sætti. „Ég held að hann sé að koma alltof seint inn, ef ég á vera alveg hreinskilinn,“ sagði Hreiðar. Bjarni tók upp hanskann fyrir landsliðsþjálfarann Snorra Stein Guðjónsson. „Þú veist samt ekkert, komandi inn í mótið, hvað muni gerast,“ sagði Bjarni en Hreiðar gaf sig ekki. „Við erum í fimmta leik og allir leikirnir eru búnir að vera svolítið keimlíkir,“ sagði markvörðurinn fyrrverandi. Bjarni benti líka á að Haukur væri að koma til baka eftir mjög erfið meiðsli en Selfyssingurinn hefur slitið krossband í báðum hnjám á undanförnum árum. Ísland mætir Króatíu í þriðja leik sínum í milliriðli 1 í dag og verður að vinna ef liðið ætlar sér að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Leikurinn hefst klukkan 14:30. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir „Frakkarnir það eina sem stóð í vegi fyrir því að við yrðum besta lið í heimi“ Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson, fyrrverandi landsliðsmenn í handbolta, voru gestir í síðasta þætti Besta sætisins eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í gær. 21. janúar 2024 14:00 Besta sætið: „Ég er ekki að sjá eitthvað lið“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, ákvað að skafa ekki af hlutunum þegar hann ræddi sjö marka tap Íslands gegn Ólympíumeisturum Frakklands á EM karla í handbolta í dag. 20. janúar 2024 18:16 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Sjá meira
„Frakkarnir það eina sem stóð í vegi fyrir því að við yrðum besta lið í heimi“ Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson, fyrrverandi landsliðsmenn í handbolta, voru gestir í síðasta þætti Besta sætisins eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í gær. 21. janúar 2024 14:00
Besta sætið: „Ég er ekki að sjá eitthvað lið“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, ákvað að skafa ekki af hlutunum þegar hann ræddi sjö marka tap Íslands gegn Ólympíumeisturum Frakklands á EM karla í handbolta í dag. 20. janúar 2024 18:16