Skýrsla Henrys: Gömlu kempurnar héldu draumnum á lífi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2024 19:26 Aron og Bjarki Már fagna sigrinum sæta í dag. vísir/vilhelm Þetta verður ekki mikið íslenskara. Þegar allir, og afi þeirra líka, eru búnir að afskrifa strákana okkar sparka þeir fast frá sér. Sögulegur sigur á Króatíu heldur ÓL-draumnum á lífi. Fréttirnar fyrir leik voru ekki beint uppörvandi. Ómar Ingi og Janus Daði ekki með vegna veikinda. Svo byrjaði leikurinn og það stóð ekki steinn yfir steini í varnarleik íslenska liðsins. Króatarnir fengu endalaus frí skot og það stefndi í alvöru martröð. Ekki bætti úr skák að Ýmir Örn lét reka sig af velli fyrir heimskulegt brot eftir um tíu mínútna leik. Bjöggi kom í búrið, vörnin þéttist aðeins og Króatarnir fóru að klaufast. Ísland var aðeins þremur mörkum undir í hálfleik og allt galopið. Síðari hálfleikur verður svo lengi í minnum hafður. Vörnin frábær og Króatarnir fundu á löngum stundum nákvæmlega engin svör og töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum. Fyrir aftan vörnina var Björgvin Páll í gamla, góða gírnum og varði allt. Ef það væru forsetakosningar á morgun þá væri Bjöggi að flytja á Bessastaði. Það komu stundir þar sem Króatar önduðu í hálsmálið á okkar mönnum en í stað þess að brotna, eins og svo oft áður, stóðu strákarnir í lappirnar og rúlluðu yfir Króatana. Fyrsti sigurinn á Króatíu á stórmóti. Loksins búið að brjóta þennan múr. Halelúja! Aron Pálmarsson átti mergjaðan leik. Skoraði frábær mörk, dró vagninn oft á tíðum og var sterkur í vörn. Þess utan reif hann félaga sína með sér og sýndi alvöru leiðtogahæfileika. Glæsileg frammistaða. Það var alltaf vitað að Björgvin Páll myndi eiga að minnsta kosti einn stórleik á mótinu og blessunarlega kom hann í dag. Reynsluboltarnir voru okkar bestu menn. Þeir ætlar sér aftur á Ólympíuleikana. Óðinn Þór heldur áfram að blómstra, eftir að hann losnaði við fjötrana, og það er alltaf skemmtun að horfa á þann töframann spila handbolta. Bjarki Már sýndi mikinn karakter með því að rífa sig í gang eftir að hafa klúðrað þrem skotum í röð. Svo er það Haukur Þrastarson. Sá hefur minnt svakalega á sig í síðustu leikjum. Óhræddur, áræðinn og stútfullur af gæðum. Hvar var hann framan af móti? Þjálfararnir setja að sjálfsögðu upp sitt plan fyrir mót. Standa svo og falla með því. Þeir veðjuðu á plan án Hauks framan af og miðað við frammistöðu hans í síðustu leikjum lítur það plan hrikalega illa út núna. Vinkonurnar ef og hefði og allt það. Nú er að vona að strákarnir standi í lappirnar í lokaleik milliriðilsins gegn Austurríki og tryggi sér sæti í forkeppni ÓL. Það væri mikil sárabót á móti sem hefur í heildina verið mikil vonbrigði. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Fréttirnar fyrir leik voru ekki beint uppörvandi. Ómar Ingi og Janus Daði ekki með vegna veikinda. Svo byrjaði leikurinn og það stóð ekki steinn yfir steini í varnarleik íslenska liðsins. Króatarnir fengu endalaus frí skot og það stefndi í alvöru martröð. Ekki bætti úr skák að Ýmir Örn lét reka sig af velli fyrir heimskulegt brot eftir um tíu mínútna leik. Bjöggi kom í búrið, vörnin þéttist aðeins og Króatarnir fóru að klaufast. Ísland var aðeins þremur mörkum undir í hálfleik og allt galopið. Síðari hálfleikur verður svo lengi í minnum hafður. Vörnin frábær og Króatarnir fundu á löngum stundum nákvæmlega engin svör og töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum. Fyrir aftan vörnina var Björgvin Páll í gamla, góða gírnum og varði allt. Ef það væru forsetakosningar á morgun þá væri Bjöggi að flytja á Bessastaði. Það komu stundir þar sem Króatar önduðu í hálsmálið á okkar mönnum en í stað þess að brotna, eins og svo oft áður, stóðu strákarnir í lappirnar og rúlluðu yfir Króatana. Fyrsti sigurinn á Króatíu á stórmóti. Loksins búið að brjóta þennan múr. Halelúja! Aron Pálmarsson átti mergjaðan leik. Skoraði frábær mörk, dró vagninn oft á tíðum og var sterkur í vörn. Þess utan reif hann félaga sína með sér og sýndi alvöru leiðtogahæfileika. Glæsileg frammistaða. Það var alltaf vitað að Björgvin Páll myndi eiga að minnsta kosti einn stórleik á mótinu og blessunarlega kom hann í dag. Reynsluboltarnir voru okkar bestu menn. Þeir ætlar sér aftur á Ólympíuleikana. Óðinn Þór heldur áfram að blómstra, eftir að hann losnaði við fjötrana, og það er alltaf skemmtun að horfa á þann töframann spila handbolta. Bjarki Már sýndi mikinn karakter með því að rífa sig í gang eftir að hafa klúðrað þrem skotum í röð. Svo er það Haukur Þrastarson. Sá hefur minnt svakalega á sig í síðustu leikjum. Óhræddur, áræðinn og stútfullur af gæðum. Hvar var hann framan af móti? Þjálfararnir setja að sjálfsögðu upp sitt plan fyrir mót. Standa svo og falla með því. Þeir veðjuðu á plan án Hauks framan af og miðað við frammistöðu hans í síðustu leikjum lítur það plan hrikalega illa út núna. Vinkonurnar ef og hefði og allt það. Nú er að vona að strákarnir standi í lappirnar í lokaleik milliriðilsins gegn Austurríki og tryggi sér sæti í forkeppni ÓL. Það væri mikil sárabót á móti sem hefur í heildina verið mikil vonbrigði.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira