Katrín mun gegna störfum Svandísar næstu vikurnar Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 22. janúar 2024 18:48 Katrín Jakobsdóttir greindi frá því í kvöldfréttum að hún myndi gegna störfum Svandísar á meðan hún væri fjarverandi vegna veikindaleyfi. Vísir/Einar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun gegna störfum Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á meðan hún tekur sér nokkurra vikna veikindaleyfi vegna krabbameinsgreiningar. Heimir Már Pétursson ræddi við forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 um stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi tilkynningar Svandísar Svavarsdóttur í morgun um að hún hefði greinst með krabbamein í brjósti. Hver tekur við skyldum Svandísar? „Nú er þetta svo að Svandís tilkynnti um þetta í dag og boðar það að hún þurfi að minnsta kosti að taka nokkrar vikur í veikindaleyfi. Þanni að á þeim tíma, næstu nokkrar vikur, mun ég gera þá tillögu að ég muni sjálf gegna hennar störfum á meðan,“ sagði Katrín. Heldurðu að örfáar vikur dugi til? „Við auðvitað tökum svo bara stöðuna. Það eru alls konar ef í þessu en þetta er sú ráðgjöf sem hún fær frá sínum lækni. Að sjálfsögðu vonum við að þetta gangi allt eins og best verður á kosið,“ sagði Katrín. Fréttir dagsins setji málin í nýtt samhengi Vantrauststillagan var í raun og veru komin fram hér í þinginu, málið er auðvitað eftir. Það virðist mikil kurr í Sjálfstæðismönnum vegna þessa máls. Verður þetta mál áfram til vandræða? „Nú er það svo að flutningsmenn vantrauststillögunnar hafa dregið hana til baka og sent bestu batakveðjur. Þetta auðvitað setur þessi mál í algjörlega nýtt samhengi. Ég vænti nú þess að við séum að minnsta kosti að fara í annan farveg en við sáum fyrir í upphafi þessarar viku í morgun,“ sagði Katrín. Ætli vantraust verði ekki endurflutt þegar hún kemur til baka? „Maður skyldi aldrei segja aldrei en það liggur fyrir að það verður ekki í þessari viku eins og stóð til,“ sagði hún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Hvalveiðar Sjávarútvegur Landbúnaður Tengdar fréttir Inga dregur vantrauststillöguna til baka Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var ekki fyrr búin að leggja fram vantraustyfirlýsingu en Svandís Svavarsdóttir greindi frá því að hún væri komin með krabbamein. Hún segir réttast að draga tillöguna til baka. 22. janúar 2024 15:29 Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09 Vantrauststillaga á matvælaráðherra komin fram Inga Sæland mælir fyrir tillögu til þingsályktunar um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. 22. janúar 2024 14:46 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Heimir Már Pétursson ræddi við forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 um stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi tilkynningar Svandísar Svavarsdóttur í morgun um að hún hefði greinst með krabbamein í brjósti. Hver tekur við skyldum Svandísar? „Nú er þetta svo að Svandís tilkynnti um þetta í dag og boðar það að hún þurfi að minnsta kosti að taka nokkrar vikur í veikindaleyfi. Þanni að á þeim tíma, næstu nokkrar vikur, mun ég gera þá tillögu að ég muni sjálf gegna hennar störfum á meðan,“ sagði Katrín. Heldurðu að örfáar vikur dugi til? „Við auðvitað tökum svo bara stöðuna. Það eru alls konar ef í þessu en þetta er sú ráðgjöf sem hún fær frá sínum lækni. Að sjálfsögðu vonum við að þetta gangi allt eins og best verður á kosið,“ sagði Katrín. Fréttir dagsins setji málin í nýtt samhengi Vantrauststillagan var í raun og veru komin fram hér í þinginu, málið er auðvitað eftir. Það virðist mikil kurr í Sjálfstæðismönnum vegna þessa máls. Verður þetta mál áfram til vandræða? „Nú er það svo að flutningsmenn vantrauststillögunnar hafa dregið hana til baka og sent bestu batakveðjur. Þetta auðvitað setur þessi mál í algjörlega nýtt samhengi. Ég vænti nú þess að við séum að minnsta kosti að fara í annan farveg en við sáum fyrir í upphafi þessarar viku í morgun,“ sagði Katrín. Ætli vantraust verði ekki endurflutt þegar hún kemur til baka? „Maður skyldi aldrei segja aldrei en það liggur fyrir að það verður ekki í þessari viku eins og stóð til,“ sagði hún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Hvalveiðar Sjávarútvegur Landbúnaður Tengdar fréttir Inga dregur vantrauststillöguna til baka Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var ekki fyrr búin að leggja fram vantraustyfirlýsingu en Svandís Svavarsdóttir greindi frá því að hún væri komin með krabbamein. Hún segir réttast að draga tillöguna til baka. 22. janúar 2024 15:29 Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09 Vantrauststillaga á matvælaráðherra komin fram Inga Sæland mælir fyrir tillögu til þingsályktunar um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. 22. janúar 2024 14:46 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Inga dregur vantrauststillöguna til baka Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var ekki fyrr búin að leggja fram vantraustyfirlýsingu en Svandís Svavarsdóttir greindi frá því að hún væri komin með krabbamein. Hún segir réttast að draga tillöguna til baka. 22. janúar 2024 15:29
Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09
Vantrauststillaga á matvælaráðherra komin fram Inga Sæland mælir fyrir tillögu til þingsályktunar um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. 22. janúar 2024 14:46