Fótbolti

Inter Ofur­bikar­meistari eftir dramatískan sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað. Yasser Bakhsh/Getty Images

Inter sigraði Ítalíumeistara Napolí í úrslitum um Ofurbikarinn en leikurinn fór þó fram í Riyadh í Sádi-Arabíu. Sigur Inter var einkar verðskuldaður en sigurmarkið kom þó ekki fyrr en í uppbótartíma.

Fyrir leik var topplið Inter mun sigurstranglegra en Napolí hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Staðan var hins vegar markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þá höfðu bæði lið fengið eitt gult spjald og þau héldu áfram að safna þeim í síðari hálfleik.

Á 55. mínútu fékk Giovanni Simeone gult spjald í liði Inter og fimm mínútum síðar fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt. Manni fleiri sóttu Inter eins og lífið lægi við en tókst þó ekki að brjóta niður varnarmúr Napolí. Það er að segja ekki fyrr en venjulegur leiktími var liðinn,

Lautaro Martínez skoraði þá eftir undirbúning Benjamin Pavard. Staðan orðin 1-0 Inter í vil og reyndust það lokatölur. Inter er því Ofurbikarmeistari Ítalíu árið 2024 og kæmi lítið á óvart ef liðið myndi vinna fleiri titla á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×