Egyptaland áfram eftir mikla dramatík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2024 22:26 Egyptar eru komnir áfram. @EFA Egyptaland er komið áfram í útsláttarkeppni Afríkukeppninnar í knattspyrnu eftir gríðarlega dramatík í lokaumferðinni. Egyptar, sem voru án Mohamed Salah, gerðu jafntefli í öllum þremur leikjum sínum. Þá eru gestgjafar Fílabeinsstrandarinnar einnig úr leik. Fílabeinsströndin hafði átt erfitt uppdráttar í A-riðli áður en hún tók á móti Miðbaugs-Gíneu í dag. Fór það svo að Miðbaugs-Gínea vann 4-0 stórsigur þökk sé tvennu frá Emilio Nsue ásamt einu marki frá Pablo Ganet og Jannick Buyla. Miðbaugs-Gínea vann þar með A-riðil með 7 stig á meðan Fílabeinsströndin sat eftir með 3 stig í þriðja sæti. It s an Emilio Nsue magical moment #TotalEnergiesAFCON2023 l @NzalangNacional pic.twitter.com/nHw9szCD6J— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 22, 2024 Í hinum leik riðilsins vann Nígería 1-0 sigur á Gínea-Bissá. Sigurmarkið reyndist sjálfsmark á 36. mínútu leiksins. Nígería endaði í 2. sæti með 7 stig en lakari markatölu en topplið riðilsins. Í B-riðli var allt galopið þegar Grænhöfðaeyjar og Egyptaland mættust annars vegar og Gana og Mósambík hins vegar. Mohamed Salah var fjarri góðu gamni eftir að hafa meiðst gegn Gana. Hann var þó í stúkunni en búist er við að hann fari til Liverpool í meðhöndlun og snúi svo aftur verði hann orðinn leikfær. Egyptaland gerði 2-2 jafntefli í hádramatískum leik þar sem tæplega stundarfjórðung var bætt við venjulegan leiktíma. Fyrri hálfleikur var þó heldur tíðindalítill en Gilson Tavares kom Grænhöfðaeyjum yfir rétt fyrir lok ans og Egyptar í vonum málum. Mahmoud Trézéguet jafnaði metin þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og þannig var staðan allt fram í uppbótartíma leiksins. Mostafa Mohamed skoraði það sem virtist ætla að verða sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en á níundu mínútu uppbótartímans jafnaði Bryan Silva Teixeira og lokatölur 2-2. Það kom þó ekki að sök þar sem Gana og Mósambík gerðu einnig 2-2 jafntefli í leik þar sem Jordan Ayew hafði komið Gana í 2-0. Hefðu Ganverjar haldið út hefðu þeir komist áfram en þar sem Mósambík jafnaði er Gana úr leik. FULL-TIME! An amazing Mozambique comeback as teams share points! #MOZGHA | #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/LYEh8cczM8— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 22, 2024 Grænhöfðaeyjar vinna B-riðilinn sannfærandi með 7 stig. Þar á eftir kemur Egyptaland með 3 stig á meðan Gana og Mósambík eru bæði úr leik með 2 stig. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Sjá meira
Fílabeinsströndin hafði átt erfitt uppdráttar í A-riðli áður en hún tók á móti Miðbaugs-Gíneu í dag. Fór það svo að Miðbaugs-Gínea vann 4-0 stórsigur þökk sé tvennu frá Emilio Nsue ásamt einu marki frá Pablo Ganet og Jannick Buyla. Miðbaugs-Gínea vann þar með A-riðil með 7 stig á meðan Fílabeinsströndin sat eftir með 3 stig í þriðja sæti. It s an Emilio Nsue magical moment #TotalEnergiesAFCON2023 l @NzalangNacional pic.twitter.com/nHw9szCD6J— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 22, 2024 Í hinum leik riðilsins vann Nígería 1-0 sigur á Gínea-Bissá. Sigurmarkið reyndist sjálfsmark á 36. mínútu leiksins. Nígería endaði í 2. sæti með 7 stig en lakari markatölu en topplið riðilsins. Í B-riðli var allt galopið þegar Grænhöfðaeyjar og Egyptaland mættust annars vegar og Gana og Mósambík hins vegar. Mohamed Salah var fjarri góðu gamni eftir að hafa meiðst gegn Gana. Hann var þó í stúkunni en búist er við að hann fari til Liverpool í meðhöndlun og snúi svo aftur verði hann orðinn leikfær. Egyptaland gerði 2-2 jafntefli í hádramatískum leik þar sem tæplega stundarfjórðung var bætt við venjulegan leiktíma. Fyrri hálfleikur var þó heldur tíðindalítill en Gilson Tavares kom Grænhöfðaeyjum yfir rétt fyrir lok ans og Egyptar í vonum málum. Mahmoud Trézéguet jafnaði metin þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og þannig var staðan allt fram í uppbótartíma leiksins. Mostafa Mohamed skoraði það sem virtist ætla að verða sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en á níundu mínútu uppbótartímans jafnaði Bryan Silva Teixeira og lokatölur 2-2. Það kom þó ekki að sök þar sem Gana og Mósambík gerðu einnig 2-2 jafntefli í leik þar sem Jordan Ayew hafði komið Gana í 2-0. Hefðu Ganverjar haldið út hefðu þeir komist áfram en þar sem Mósambík jafnaði er Gana úr leik. FULL-TIME! An amazing Mozambique comeback as teams share points! #MOZGHA | #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/LYEh8cczM8— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 22, 2024 Grænhöfðaeyjar vinna B-riðilinn sannfærandi með 7 stig. Þar á eftir kemur Egyptaland með 3 stig á meðan Gana og Mósambík eru bæði úr leik með 2 stig.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Sjá meira