Nær fullkominn hálfleikur bjargaði mögulega Evrópumótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2024 13:31 Strákarnir okkar fagna eftir sigurinn í gær. Vísir/Vilhelm Það var nóg af flottum tölum hjá strákunum okkar í seinni hálfleik í sögulegum sigri liðsins á Evrópumótinu í handbolta í gær. Ísland á enn möguleika á Ólympíusæti eftir 35-30 sigur á Króötum í gær en til þess þurftu strákarnir okkar að spila sinn langbesta hálfleik á mótinu. Íslenska liðið gekk til hálfleiks í gær tveimur mörkum undir og eftir að hafa tapað síðustu mínútum fyrri hálfleiksins 5-1. Það þurfti átak og miklu betri frammistöðu og hún leit svo sannarlega dagsins ljós í seinni hálfleiknum. Íslenska liðið vann hálfleikinn með sjö mörkum og þar með leikinn með fimm mörkum. Þetta var aðeins annar sigur íslenska liðsins á mótinu og sá fyrsti frá sigri á móti Svartfellingum í síðustu viku. Eftir þrjá tapleiki í röð var ljóst að ekkert nema sigur í gær héldi lífi í voninni um að komast í umspilið fyrir Ólympíuleikana. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um hversu góður hálfleikur þetta var hjá íslenska liðinu. Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar einu af sex mörkum sínum í leiknum.Vísir/Vilhelm 75 prósent skotnýting Íslensku strákarnir nýttu 19 af 25 skotum sínum í seinni hálfleiknum sem var meira en tuttugu prósent betri skotnýting en hjá Króötum á sama tíma (54,5 prósent). Báðir hornamennirnir með 100% skotnýtingu Hornamennirnir hafa farið illa með færin sín á mótinu en bæði Óðinn Þór Ríkharðsson og Bjarki Már Elísson nýttu 5 af 5 skotum sínum í hálfleiknum. Það gekk allt upp á þessum kafla og íslensku strákarnir á bekknum höfðu mjög gaman af öllu saman.Vísir/Vilhelm Héldu hreinu í átta og hálfa mínútu Króatar skoruðu 25. markið sitt þegar 46 og 38 sekúndur voru liðnar af leiknum en 26. mark króatíska liðsins kom ekki fyrr en eftir 55 mínútur og 8 sekúndur. Íslenska vörnin og Björgvin í markinu héldu því hreinu í átta og hálfa mínútu. 6-0 sprettur Íslenska liðið gerði út um leikinn með því að breyta stöðunni úr 25-25 í 31-25 en þá voru aðeins fimm mínútur eftir af leiknum. Elvar Örn Jónsson búinn að vinna boltann og íslenskt hraðaupphlaup komið af stað.Vísir/Vilhelm 8 þvingaðir tapaðir boltar Íslenska vörnin þvingaði fram átta tapaða bolta hjá Króötum á þessum þrjátíu mínútum í seinni hálfleik. Í sex tilfellanna stálu íslensku varnarmennirnir boltanum, einu sinni fiskuðu þeir ruðning og einu sinni voru dæmd skref. 9 mörk úr hraðaupphlaupum Íslenska liðið var líka fljótt að refsa Króötum fyrir mistökin því níu af nítján mörkum íslenska liðsins komu úr hraðaupphlaupum þar af níu af fyrstu þrettán mörkum hálfleiksins. Íslenska liðið búið að vinna boltann einu sinni sem oftar í seinni hálfleiknum. Björgvin Páll vill fá tvær mínútur fyrir að trufla hraðaupphlaup.Vísir/Vilhelm 43% markvarsla Vörnin var ekki aðeins að þvinga fram tapaða bolta því Björgvin Páll Gústavsson var líka í stuði og varði níu skot í seinni hálfleiknum. Hann bauð því upp á 45 prósent markvörslu á þessum þrjátíu mínútum en sjö af vörðu skotunum níu komu í návígi það er úr gegnumbroti (4), úr horni (2) eða af línu (1). Bjó til sjö mörk Framtíðarstjarnan Haukur Þrastarson átti flotta innkomu undir lok leiksins og skoraði ekki bara þrjú mörk úr aðeins fjórum skotum heldur gaf hann einnig fjórar stoðsendingar. Strákurinn kom inn á til að framkvæma hlutina og það var gaman að sjá. Haukur Þrastarson var mjög flottur á lokamínútum leiksins.Vísir/Vilhelm EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Sjá meira
Ísland á enn möguleika á Ólympíusæti eftir 35-30 sigur á Króötum í gær en til þess þurftu strákarnir okkar að spila sinn langbesta hálfleik á mótinu. Íslenska liðið gekk til hálfleiks í gær tveimur mörkum undir og eftir að hafa tapað síðustu mínútum fyrri hálfleiksins 5-1. Það þurfti átak og miklu betri frammistöðu og hún leit svo sannarlega dagsins ljós í seinni hálfleiknum. Íslenska liðið vann hálfleikinn með sjö mörkum og þar með leikinn með fimm mörkum. Þetta var aðeins annar sigur íslenska liðsins á mótinu og sá fyrsti frá sigri á móti Svartfellingum í síðustu viku. Eftir þrjá tapleiki í röð var ljóst að ekkert nema sigur í gær héldi lífi í voninni um að komast í umspilið fyrir Ólympíuleikana. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um hversu góður hálfleikur þetta var hjá íslenska liðinu. Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar einu af sex mörkum sínum í leiknum.Vísir/Vilhelm 75 prósent skotnýting Íslensku strákarnir nýttu 19 af 25 skotum sínum í seinni hálfleiknum sem var meira en tuttugu prósent betri skotnýting en hjá Króötum á sama tíma (54,5 prósent). Báðir hornamennirnir með 100% skotnýtingu Hornamennirnir hafa farið illa með færin sín á mótinu en bæði Óðinn Þór Ríkharðsson og Bjarki Már Elísson nýttu 5 af 5 skotum sínum í hálfleiknum. Það gekk allt upp á þessum kafla og íslensku strákarnir á bekknum höfðu mjög gaman af öllu saman.Vísir/Vilhelm Héldu hreinu í átta og hálfa mínútu Króatar skoruðu 25. markið sitt þegar 46 og 38 sekúndur voru liðnar af leiknum en 26. mark króatíska liðsins kom ekki fyrr en eftir 55 mínútur og 8 sekúndur. Íslenska vörnin og Björgvin í markinu héldu því hreinu í átta og hálfa mínútu. 6-0 sprettur Íslenska liðið gerði út um leikinn með því að breyta stöðunni úr 25-25 í 31-25 en þá voru aðeins fimm mínútur eftir af leiknum. Elvar Örn Jónsson búinn að vinna boltann og íslenskt hraðaupphlaup komið af stað.Vísir/Vilhelm 8 þvingaðir tapaðir boltar Íslenska vörnin þvingaði fram átta tapaða bolta hjá Króötum á þessum þrjátíu mínútum í seinni hálfleik. Í sex tilfellanna stálu íslensku varnarmennirnir boltanum, einu sinni fiskuðu þeir ruðning og einu sinni voru dæmd skref. 9 mörk úr hraðaupphlaupum Íslenska liðið var líka fljótt að refsa Króötum fyrir mistökin því níu af nítján mörkum íslenska liðsins komu úr hraðaupphlaupum þar af níu af fyrstu þrettán mörkum hálfleiksins. Íslenska liðið búið að vinna boltann einu sinni sem oftar í seinni hálfleiknum. Björgvin Páll vill fá tvær mínútur fyrir að trufla hraðaupphlaup.Vísir/Vilhelm 43% markvarsla Vörnin var ekki aðeins að þvinga fram tapaða bolta því Björgvin Páll Gústavsson var líka í stuði og varði níu skot í seinni hálfleiknum. Hann bauð því upp á 45 prósent markvörslu á þessum þrjátíu mínútum en sjö af vörðu skotunum níu komu í návígi það er úr gegnumbroti (4), úr horni (2) eða af línu (1). Bjó til sjö mörk Framtíðarstjarnan Haukur Þrastarson átti flotta innkomu undir lok leiksins og skoraði ekki bara þrjú mörk úr aðeins fjórum skotum heldur gaf hann einnig fjórar stoðsendingar. Strákurinn kom inn á til að framkvæma hlutina og það var gaman að sjá. Haukur Þrastarson var mjög flottur á lokamínútum leiksins.Vísir/Vilhelm
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Sjá meira