Guðbjörg kaupir þrjú fyrirtæki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2024 10:26 Guðbjörg hringdi bjöllunni í Kauphöllinni í desember þegar viðskipti með bréf í Ísfélaginu hófust þar. Nasdaq Guðbjörg Magnea Matthíasdóttir útgerðarkona í Eyjum hefur keypt fyrirtækin Expert, Expert kæling og GS Import í gegnum félag sitt Fastus ehf sem sérhæfir sig í heildsöluverslun. Hið sameinaða fyrirtæki ber heitið Fastus ehf., en starfsemi þess skiptist nú í tvö meginsvið; Fastus heilsu og Expert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fastus. Sameiningin kom í kjölfarið á kaupum hins rótgróna þjónustufyrirtækis Fastus á hinum félögunum. Að sameiningu lokinni var farið í gagngera endurskoðun á útliti og heildarásýnd á hinu nýja, sameinaða félagi. Guðbjörg Magnea Matthíasdóttir útgerðarkona í Vestmannaeyjum á rúmlega níutíu prósenta hlut í Fastus. Fyrirtækið er flutt í nýjar höfuðstöðvar að Höfðabakka 7 í Reykjavík en þar er glæsileg verslun, sýningareldhús, skrifstofur, verkstæði og vörulagerar fyrir bæði svið, auk varahlutalagers. Áætluð ársvelta samstæðunnar er u.þ.b. sjö milljarðar króna. Guðrún Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri, Þórir Örn Ólafsson, deildarstjóri Expert, Ásta Rut Jónasdóttir vörustýring og Arnar Bjarnason framkvæmdastjóri.Fastus Expert sérhæfir sig í ráðgjöf og sölu á tækjum og vörum fyrir stóreldhús, hótel og veitingastaði. Þar er einnig eitt stærsta tæknisvið landsins sem sér um viðhald og ýmsa þjónustu við eldhús- og kælitæki og sérhæfðan tækjabúnað fyrir heilbrigðisgeirann. Hjá Fastus heilsu er áherslan á sölu ýmissa sérhæfðra lækningatækja, búnaðar og rekstrarvöru fyrir heilbrigðisstofnanir og einstaklinga. Arnar Bjarnason og Guðrún Gunnarsdóttir eru framkvæmdastjórar Fastus. Að þeirra sögn er sameiningin gerð svo viðskiptavinir fái betri þjónustu. „Bæði fyrirtækin, Fastus og Expert, eru þekkt á sínum sviðum, en með sameiningu þeirra náum við betur að tvinna saman sölu og þjónustu, meðal annars með því að bjóða upp á þjónustusamninga sem viðskiptavinir eru að kalla eftir. Með þessu eykst rekstraröryggi viðskiptavina og fyrirsjáanleiki,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir. „Með því að komast öll undir eitt þak þá eykst ekki bara framleiðni starfsmanna heldur geta viðskiptavinir nú nálgast allar vörur og þjónustu á einum stað; eldhúsvörur, heilbrigðisvörur, varahluta- og viðgerðarþjónustu. Sameiningin gefur okkur líka tækifæri til að betrumbæta ferla, sem mun koma viðskiptavinum okkar til góðs,“ segir Arnar Bjarnason í tilkynningu. Vestmannaeyjar Verslun Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Fastus innkallar spaða vegna arómatísks amíns Fyrirtækið Fastus hefur innkallað „Paderno World Cuisine“ eldhússpaða úr plasti. Ástæðan er að flæði arómatísks amíns fer yfir leyfileg mörk samkvæmt reglugerðum. Viðskiptavinir eru beðnir um að hætta notkun vöru hennar og farga henni eða skila. 30. júní 2023 09:23 Ráðin gæða- og fræðslustjóri Fastus Hlíf Böðvarsdóttir hefur verið ráðin sem gæða- og fræðslustjóri Fastus. 6. október 2021 12:30 Gengið frá kaupum á 25 nýjum sjúkrabílum Samkomulag er um að 68 sjúkrabílar verði endurnýjaðir fyrir árslok 2022. 21. nóvember 2019 10:32 Guðbjörg hringdi bjöllunni Viðskipti með hlutabréf Ísfélags hf. á aðalmarkaði Nasdaq Iceland hófust í morgun. Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi Ísfélags, hringdi af því tilefni Kauphallarbjöllunni um borð í Sigurði VE í Vestmannaeyjahöfn í morgun og naut hún þar aðstoð barnabarna sinna, þeim Magnúsi og Sigurði. 8. desember 2023 11:50 Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Sjá meira
Sameiningin kom í kjölfarið á kaupum hins rótgróna þjónustufyrirtækis Fastus á hinum félögunum. Að sameiningu lokinni var farið í gagngera endurskoðun á útliti og heildarásýnd á hinu nýja, sameinaða félagi. Guðbjörg Magnea Matthíasdóttir útgerðarkona í Vestmannaeyjum á rúmlega níutíu prósenta hlut í Fastus. Fyrirtækið er flutt í nýjar höfuðstöðvar að Höfðabakka 7 í Reykjavík en þar er glæsileg verslun, sýningareldhús, skrifstofur, verkstæði og vörulagerar fyrir bæði svið, auk varahlutalagers. Áætluð ársvelta samstæðunnar er u.þ.b. sjö milljarðar króna. Guðrún Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri, Þórir Örn Ólafsson, deildarstjóri Expert, Ásta Rut Jónasdóttir vörustýring og Arnar Bjarnason framkvæmdastjóri.Fastus Expert sérhæfir sig í ráðgjöf og sölu á tækjum og vörum fyrir stóreldhús, hótel og veitingastaði. Þar er einnig eitt stærsta tæknisvið landsins sem sér um viðhald og ýmsa þjónustu við eldhús- og kælitæki og sérhæfðan tækjabúnað fyrir heilbrigðisgeirann. Hjá Fastus heilsu er áherslan á sölu ýmissa sérhæfðra lækningatækja, búnaðar og rekstrarvöru fyrir heilbrigðisstofnanir og einstaklinga. Arnar Bjarnason og Guðrún Gunnarsdóttir eru framkvæmdastjórar Fastus. Að þeirra sögn er sameiningin gerð svo viðskiptavinir fái betri þjónustu. „Bæði fyrirtækin, Fastus og Expert, eru þekkt á sínum sviðum, en með sameiningu þeirra náum við betur að tvinna saman sölu og þjónustu, meðal annars með því að bjóða upp á þjónustusamninga sem viðskiptavinir eru að kalla eftir. Með þessu eykst rekstraröryggi viðskiptavina og fyrirsjáanleiki,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir. „Með því að komast öll undir eitt þak þá eykst ekki bara framleiðni starfsmanna heldur geta viðskiptavinir nú nálgast allar vörur og þjónustu á einum stað; eldhúsvörur, heilbrigðisvörur, varahluta- og viðgerðarþjónustu. Sameiningin gefur okkur líka tækifæri til að betrumbæta ferla, sem mun koma viðskiptavinum okkar til góðs,“ segir Arnar Bjarnason í tilkynningu.
Vestmannaeyjar Verslun Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Fastus innkallar spaða vegna arómatísks amíns Fyrirtækið Fastus hefur innkallað „Paderno World Cuisine“ eldhússpaða úr plasti. Ástæðan er að flæði arómatísks amíns fer yfir leyfileg mörk samkvæmt reglugerðum. Viðskiptavinir eru beðnir um að hætta notkun vöru hennar og farga henni eða skila. 30. júní 2023 09:23 Ráðin gæða- og fræðslustjóri Fastus Hlíf Böðvarsdóttir hefur verið ráðin sem gæða- og fræðslustjóri Fastus. 6. október 2021 12:30 Gengið frá kaupum á 25 nýjum sjúkrabílum Samkomulag er um að 68 sjúkrabílar verði endurnýjaðir fyrir árslok 2022. 21. nóvember 2019 10:32 Guðbjörg hringdi bjöllunni Viðskipti með hlutabréf Ísfélags hf. á aðalmarkaði Nasdaq Iceland hófust í morgun. Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi Ísfélags, hringdi af því tilefni Kauphallarbjöllunni um borð í Sigurði VE í Vestmannaeyjahöfn í morgun og naut hún þar aðstoð barnabarna sinna, þeim Magnúsi og Sigurði. 8. desember 2023 11:50 Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Sjá meira
Fastus innkallar spaða vegna arómatísks amíns Fyrirtækið Fastus hefur innkallað „Paderno World Cuisine“ eldhússpaða úr plasti. Ástæðan er að flæði arómatísks amíns fer yfir leyfileg mörk samkvæmt reglugerðum. Viðskiptavinir eru beðnir um að hætta notkun vöru hennar og farga henni eða skila. 30. júní 2023 09:23
Ráðin gæða- og fræðslustjóri Fastus Hlíf Böðvarsdóttir hefur verið ráðin sem gæða- og fræðslustjóri Fastus. 6. október 2021 12:30
Gengið frá kaupum á 25 nýjum sjúkrabílum Samkomulag er um að 68 sjúkrabílar verði endurnýjaðir fyrir árslok 2022. 21. nóvember 2019 10:32
Guðbjörg hringdi bjöllunni Viðskipti með hlutabréf Ísfélags hf. á aðalmarkaði Nasdaq Iceland hófust í morgun. Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi Ísfélags, hringdi af því tilefni Kauphallarbjöllunni um borð í Sigurði VE í Vestmannaeyjahöfn í morgun og naut hún þar aðstoð barnabarna sinna, þeim Magnúsi og Sigurði. 8. desember 2023 11:50