„Þetta er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Gísli Þorgeir er Vísir hitti á hann í morgun en hvað gerðist? „Eftir að ég skýt lendi ég og fæ Duvnjak með þungann á fótinn á mér. Það var vesen.“
Þó svo mótinu sé lokið verður Gísli þó ekki lengi frá vegna þessara meiðsla.
„Það var búist við alvöru meiðslum og það er erfitt að stíga í löppina. Ég fékk ágætar fréttir að þetta væri bara beinmar og mögulega lítil sprunga.“
Gísli Þorgeir hefur gengið í gegnum mörg erfið meiðsli á ferlinum og hann segir það ekki venjast að glíma við vonbrigðin sem þeim fylgja.
„Nei, þetta er alltaf jafn þreytt. Svekkjandi. Við byrjuðum af krafti og gekk fínt og svo kláruðu strákarnir þetta fáranlega vel.“
Gísli talar einnig um mótið í heild sinni í viðtalinu hér að ofan.