„Netflix er í samkeppni við kynlíf og Netflix er að vinna“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. janúar 2024 14:37 Áslaug Kristjánsdóttir er gestur Marínar Möndu í nýjasta hlaðvarpsþætti Spegilmyndarinnar. „Ég eyði deginum í að tala um kynlíf,“ segir Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur og kynlífsráðgjafi í samtali við Marín Möndu Magnúsdóttur í nýjasta hlaðvarpsþætti Spegilmyndarinnar. Áslaug segir kynlíf ekki eina af grunnþörfum mannsins eins og oft hefur verið haldið fram. Ef það væri grunnþörf myndi fólk deyja án þess. Kynlíf er ekki eitt af því. „Líffræðilega virkar kynlíf ekki eins og grunnþarfirnar. Grunnþarfir eru reknar áfram á skorti, það vantar næringu í líkamann og þá sendir líkaminn boð um að ég sé svöng og hverfur ekki fyrr en ég borða,“ segir Áslaug: „Það þarf að kveikja þennan áhuga.“ Lítið talað um kynlíf Áslaug gaf út bókina Lífið er kynlíf, handbók fyrir fólk í langtímasamböndum. Skortur á almennri þekkingu fólks um kynlíf hafi verið kveikjan að bókinni, þrátt fyrir óbilandi áhuga á ástinni og kynlífi. „Nú er ég búin að vinna við þetta vel yfir áratug og ég er stöðugt að endurtaka mig. Það var líka kveikjan að þessu. Mér finnst þetta ætti að vera almenn þekking, en hún er það greinilega ekki,“ segir Áslaug. „Þú eiginlega talar bara alls ekki um þetta því þá ertu dóni.“ Að sögn Áslaugar er algengt að kynlöngun fjari út í langtímasamböndum og geta ástæðurnar verið margvíslegar. „Ég velti því fyrir mér hvort það hafi aðallega með aðferðarfræðina að gera. Fólk er samfarasjúkt, gagnkynhneigt fólk heldur að eina kynlífið sé samfarir, limur í leggöng og þá sé þetta komið. Ef maður skoðar rannsóknir, þar sem það er aðallega kynlífið sem fólk er að stunda, að þá er maður kominn með fullnægingarbil kynjanna, eins og launamuninn, þá er líka til orgasmic gap,“ segir Áslaug: „Þessi kynlífsathöfn, samfarir er góð og nánast skotheld leið fyrir lim að fá fullnægingu í en ekki svo mikið fyrir leggöng og píkur.“ Pör stunda sjaldnar kynlíf en áður Áslaug segir kynlíf allra meina bót sem hafi góð áhrif á ónæmiskerfið, hjarta- og æðakerfi, svefn, streitu og geðið. „Það hefur meira að segja þau áhrif að ef þú stundar kynlíf í gærkvöldi þá mun þér líka betur við vinnuna þína daginn eftir, alveg sama þó að verkefni dagsins séu nákvæmlega þau sömu og þú stundaðir ekki kynlíf. Það er greinilega það mikil lífsorka sem er í þessu að við erum bara glaðari og okkur finnst lífið léttara,“ segir Áslaug og bætir við: „Þetta er því heilbrigðis- og lífsgæðamál.“ Að sögn Áslaugar hafa hraði og streita í nútímasamfélagi áhrif á kynlíf para. „Við erum að stunda minna kynlíf heldur en kynslóð foreldra okkar gerði, þau voru líklegast að stunda minna kynlíf en kynslóð foreldra þeirra. Börnin okkar, ef fram heldur sem horfir, munu stunda minna kynlíf en við, “ segir Áslaug: „Forstjóri Netflix sagði einhvern tímann í viðtali að Netflix væri í samkeppni við svefn og Netflix væri að vinna, og ég held að ég geti sagt það sama. Það er ekki búið að kanna þetta en ég er viss um það að Netflix er í samkeppni við kynlíf og Netflix er að vinna.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ástin og lífið Kynlíf Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Áslaug segir kynlíf ekki eina af grunnþörfum mannsins eins og oft hefur verið haldið fram. Ef það væri grunnþörf myndi fólk deyja án þess. Kynlíf er ekki eitt af því. „Líffræðilega virkar kynlíf ekki eins og grunnþarfirnar. Grunnþarfir eru reknar áfram á skorti, það vantar næringu í líkamann og þá sendir líkaminn boð um að ég sé svöng og hverfur ekki fyrr en ég borða,“ segir Áslaug: „Það þarf að kveikja þennan áhuga.“ Lítið talað um kynlíf Áslaug gaf út bókina Lífið er kynlíf, handbók fyrir fólk í langtímasamböndum. Skortur á almennri þekkingu fólks um kynlíf hafi verið kveikjan að bókinni, þrátt fyrir óbilandi áhuga á ástinni og kynlífi. „Nú er ég búin að vinna við þetta vel yfir áratug og ég er stöðugt að endurtaka mig. Það var líka kveikjan að þessu. Mér finnst þetta ætti að vera almenn þekking, en hún er það greinilega ekki,“ segir Áslaug. „Þú eiginlega talar bara alls ekki um þetta því þá ertu dóni.“ Að sögn Áslaugar er algengt að kynlöngun fjari út í langtímasamböndum og geta ástæðurnar verið margvíslegar. „Ég velti því fyrir mér hvort það hafi aðallega með aðferðarfræðina að gera. Fólk er samfarasjúkt, gagnkynhneigt fólk heldur að eina kynlífið sé samfarir, limur í leggöng og þá sé þetta komið. Ef maður skoðar rannsóknir, þar sem það er aðallega kynlífið sem fólk er að stunda, að þá er maður kominn með fullnægingarbil kynjanna, eins og launamuninn, þá er líka til orgasmic gap,“ segir Áslaug: „Þessi kynlífsathöfn, samfarir er góð og nánast skotheld leið fyrir lim að fá fullnægingu í en ekki svo mikið fyrir leggöng og píkur.“ Pör stunda sjaldnar kynlíf en áður Áslaug segir kynlíf allra meina bót sem hafi góð áhrif á ónæmiskerfið, hjarta- og æðakerfi, svefn, streitu og geðið. „Það hefur meira að segja þau áhrif að ef þú stundar kynlíf í gærkvöldi þá mun þér líka betur við vinnuna þína daginn eftir, alveg sama þó að verkefni dagsins séu nákvæmlega þau sömu og þú stundaðir ekki kynlíf. Það er greinilega það mikil lífsorka sem er í þessu að við erum bara glaðari og okkur finnst lífið léttara,“ segir Áslaug og bætir við: „Þetta er því heilbrigðis- og lífsgæðamál.“ Að sögn Áslaugar hafa hraði og streita í nútímasamfélagi áhrif á kynlíf para. „Við erum að stunda minna kynlíf heldur en kynslóð foreldra okkar gerði, þau voru líklegast að stunda minna kynlíf en kynslóð foreldra þeirra. Börnin okkar, ef fram heldur sem horfir, munu stunda minna kynlíf en við, “ segir Áslaug: „Forstjóri Netflix sagði einhvern tímann í viðtali að Netflix væri í samkeppni við svefn og Netflix væri að vinna, og ég held að ég geti sagt það sama. Það er ekki búið að kanna þetta en ég er viss um það að Netflix er í samkeppni við kynlíf og Netflix er að vinna.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ástin og lífið Kynlíf Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira