Enski boltinn

Fyrrum eig­andi Tottenham játaði innherjaviðskipti og fjár­svik

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Joe Lewis er 316. ríkasti maður heims samkvæmt Forbes. Fjölskylda hans á nú rúman 70% hlut í Tottenham en hann var stærsti hluthafinn í eigendahópnum frá 1991-2022.
Joe Lewis er 316. ríkasti maður heims samkvæmt Forbes. Fjölskylda hans á nú rúman 70% hlut í Tottenham en hann var stærsti hluthafinn í eigendahópnum frá 1991-2022. Michael M. Santiago/Getty Images

Joe Lewis játaði fyrir dómstólum í New York dag að hann væri sekur um innherjaviðskipti og fjársvik við verðbréfaviðskipti. Fjölskylda hans á meirihluta í enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham Hotspur í gegnum fyrirtækið ENIC. Brotin áttu sér stað áður en Joe Lewis seldi sinn hlut í félaginu árið 2022. 

Dómur fellur í málinu þann 28. mars næstkomandi. Lewis á yfir höfði sér allt að 45 ára fangelsisdóm og 5 milljón dollara sekt. 

Joe Lewis er 86 ára gamall og heilsu hans hefur tekið að hraka. Hann mætti fyrir dómara í dag umkringdur læknum, lögfræðingum og aðstoðarmönnum sem hjálpuðu honum að ganga inn salinn.  

Saksóknarar í málinu sögðu Lewis hafa staðið í umsvifamiklum aðgerðum til að auðga vini sína, elskhuga og starfsmenn fyrirtækisins. Með svikum og prettum högnuðust Lewis og vinir hans um margar milljónir dollara. 

Játning Lewis verður tekin til greina við úrskurð málsins, auk sérstakrar skýrslu sem saksóknari skilaði þar sem „auðmýkt og eftirsjá“ Lewis og afsökunarbeiðni hans „til allra þeirra sem treystu á hann“. 

Tottenham Hotspur hefur áður sagt málið algjörlega ótengt rekstri félagsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×