Einlægur samningsvilji ekki dugað til Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. janúar 2024 19:41 Samtök atvinnulífsins og breiðfylking ASÍ hafa staðið í samningsviðræðum síðustu daga. Vísir/sigurjón Samtök atvinnulífsins segja einlægan samningsvilja hafa verið til staðar í kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ en þrátt fyrir hann liggi fyrir að ekki verði haldið áfram með viðræðurnar í óbreyttu formi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði á fimmta tímanum í dag að kjaraviðræðum breiðfylkingar ASÍ við Samtök atvinnulífsins hafi verið slitið og deilunni verði nú vísað formlega til ríkissáttasemjara. Frost sé komið í viðræðurnar. Í yfirlýsingu sem Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér segir að svigrúm í hagkerfinu sé ráðandi breyta ef íslenskur vinnumarkaður vill ná markmiðum sínum um efnahagslegan stöðugleika. Það sé hins vegar ekki eina breytan því það skiptir einnig höfuðmáli að mótuð verði heildstæð launastefna sem sátt ríkir um í fyrstu kjarasamningum samningalotunnar. Þá segir að þrátt fyrir að viðræðurnar hafi tekið á sig breytta mynd séu SA reiðubúin sem fyrr að halda samtalinu áfram. „Samningsmarkmið í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði hefur verið að gera kjarasamninga sem skapa skilyrði fyrir minni verðbólgu og lægri vexti,“ segir í tilkynningunni. Og að samningsaðilar hafi lagt upp með nýtt vinnulag í viðræðunum með það að markmiði að stuðla að aukinni sátt. Þrátt fyrir einlægan samningsvilja allra aðila liggi nú fyrir að ekki verður lengra haldið með þessar viðræður í óbreyttu formi. „Samtök atvinnulífsins eru þakklát aðildarfyrirtækjum sínum sem hafa trú á að hægt sé að ná skynsamlegum kjarasamningum og sýnt það í verki með yfirlýsingum um að haldið verði aftur af verðhækkunum eins og frekast er unnt. Opinberir aðilar hafa einnig tekið stór skref og lofað því að endurskoða gjaldskrárhækkanir að því gefnu að samið verði í takt við markmið samningsaðila. Samtök atvinnulífsins trúa því að hægt sé að móta heildstæða launastefnu sem skapar skilyrði fyrir minni verðbólgu og lægri vexti. Það verður áfram verkefnið,“ segir að lokum. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði á fimmta tímanum í dag að kjaraviðræðum breiðfylkingar ASÍ við Samtök atvinnulífsins hafi verið slitið og deilunni verði nú vísað formlega til ríkissáttasemjara. Frost sé komið í viðræðurnar. Í yfirlýsingu sem Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér segir að svigrúm í hagkerfinu sé ráðandi breyta ef íslenskur vinnumarkaður vill ná markmiðum sínum um efnahagslegan stöðugleika. Það sé hins vegar ekki eina breytan því það skiptir einnig höfuðmáli að mótuð verði heildstæð launastefna sem sátt ríkir um í fyrstu kjarasamningum samningalotunnar. Þá segir að þrátt fyrir að viðræðurnar hafi tekið á sig breytta mynd séu SA reiðubúin sem fyrr að halda samtalinu áfram. „Samningsmarkmið í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði hefur verið að gera kjarasamninga sem skapa skilyrði fyrir minni verðbólgu og lægri vexti,“ segir í tilkynningunni. Og að samningsaðilar hafi lagt upp með nýtt vinnulag í viðræðunum með það að markmiði að stuðla að aukinni sátt. Þrátt fyrir einlægan samningsvilja allra aðila liggi nú fyrir að ekki verður lengra haldið með þessar viðræður í óbreyttu formi. „Samtök atvinnulífsins eru þakklát aðildarfyrirtækjum sínum sem hafa trú á að hægt sé að ná skynsamlegum kjarasamningum og sýnt það í verki með yfirlýsingum um að haldið verði aftur af verðhækkunum eins og frekast er unnt. Opinberir aðilar hafa einnig tekið stór skref og lofað því að endurskoða gjaldskrárhækkanir að því gefnu að samið verði í takt við markmið samningsaðila. Samtök atvinnulífsins trúa því að hægt sé að móta heildstæða launastefnu sem skapar skilyrði fyrir minni verðbólgu og lægri vexti. Það verður áfram verkefnið,“ segir að lokum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Sjá meira