Búrfellslundur – fyrir hvern? Haraldur Þór Jónsson skrifar 25. janúar 2024 07:00 Landsvirkjun vinnur hart að undirbúningi á því að byggja Búrfellslund þessa dagana. Svo hart að þrátt fyrir að Búrfellslundur sé ekki kominn í skipulag sveitarfélagsins sem hann á að rísa í og Orkustofnun hafi ekki gefið út virkjanaleyfi, þá er samt búið að bjóða út vindmyllurnar, það liggur svo mikið á! En hvers vegna liggur svona mikið á? Gæti það hugsanlega verið vegna þess að Landsvirkjun sé búin að selja orkuna? 14. desember 2022 gerði Landsvirkjun 20MW raforkusamning við Landeldi í Þorlákshöfn og átti orkan að afhendast á næstu árum. Þann 6. febrúar 2023 undirritaði Landsvirkjun yfirlýsingu um raforkusölu við GeoSalmon í Þorlákshöfn. Líklega hefur Landsvirkjun ekki þorað að gera annan stóran raforkusamninginn á þessum tíma vitandi það að orkan var ekki til. Svo dregur til tíðinda þann 21. júní 2023 þegar að Orka Náttúrunnar gerir 28MW raforkusamning við GeoSalmon og virðist stela viðskiptavininum GeoSalmon frá Landsvirkjun. Ætli það sé hugsanleg útskýring forstjóra Landsvirkjunar á meintum leka á milli markaða, en áhugavert væri að báðir forstjórarnir útskýrðu fyrir almenningi hvaða orku þeir voru að gera samninga um á sama tíma og skerðingar hafa átt sér stað á raforku síðustu ár. En hvað þýða þessir tveir raforkusamningar sem Landsvirkjun og Orka náttúrunnar gerðu. Þessir tveir raforkusamningar, samtals upp á 48MW þýðir 420 GWst af orku en áætluð orkuframleiðsla 120MW Búrfellslundar er 440GWst. Það má því segja að með byggingu Búrfellslundar væri verið að búa til orku fyrir tvo viðskiptavini í Þorlákshöfn, Landeldi og GeoSalmon. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur nýtt sér heimild í lögum um rammaáætlun að fara fram á frestun á Búrfellslundi, en forstjóri Landsvirkjunar heldur að sveitarstjórnin sé bara að misskilja hlutina þar sem vindmyllurnar fara ofan í jörðina í Rangárþingi Ytra. Hann telur að þrátt fyrir að helgunarsvæði vindmyllnanna sé að hluta í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þá þurfi hann ekki leyfi þar. Þrátt fyrir að grendaráhrif vindmyllugarðsins séu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá þurfi hann ekki leyfi. Einnig heldur hann að þrátt fyrir að öll efnistaka við byggingu Búrfellslundar komi úr námum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá þurfi hann ekki leyfi. Þetta sé bara misskilningur! Einnig telur hann afstaða sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki skipta neinu máli þegar honum er bent á að Búrfellslundur er aðeins rúma 2 km frá Þjóðlendunni í Þjórsárdal þar sem einnig er stærsta friðlýsing minja á Íslandi. Þetta er eftirsóttasti ferðamannastaðurinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en kannski er það bara líka misskilningur! Liggi svo mikið á að byggja vindorkuver fyrir viðskiptavini í Ölfusi, er þá ekki einfaldlega best að byggja vindorkugarðinn í Ölfusi en ekki reyna að koma honum fyrir á hálendi Íslands. Sagan vinnur þar ekki með Ölfusi en þann 25. febrúar 2016 hafnaði bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss vindorkugarði í nágrenni Þorlákshafnar m.a. á þeim forsendum að virkjunin myndi spilla ósnortinni náttúru og ómetanlegu útsýni. Þetta vindorkuver átti að vera um 3 km frá byggðinni í Þorlákshöfn sem er lengra frá heldur en fjarlægð Búrfellslundar frá Þjóðlendunni í Þjórsárdal! Hættum að misskilja hlutina og vinnum saman að aukinni orkuöflun í sátt við nærsamfélagið. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar á síðasta ári, eina sveitarfélagið á Íslandi sem veitti framkvæmdaleyfi til byggingar stórvirkjunar á árinu 2023 og hefur því sannarlega sýnt í verki að sveitarstjórnin vinnur að aukinni grænni orkuöflun, enda mest raforka á Íslandi verið framleidd í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Sveitarstjórnarmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorka Orkumál Landsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Landsvirkjun vinnur hart að undirbúningi á því að byggja Búrfellslund þessa dagana. Svo hart að þrátt fyrir að Búrfellslundur sé ekki kominn í skipulag sveitarfélagsins sem hann á að rísa í og Orkustofnun hafi ekki gefið út virkjanaleyfi, þá er samt búið að bjóða út vindmyllurnar, það liggur svo mikið á! En hvers vegna liggur svona mikið á? Gæti það hugsanlega verið vegna þess að Landsvirkjun sé búin að selja orkuna? 14. desember 2022 gerði Landsvirkjun 20MW raforkusamning við Landeldi í Þorlákshöfn og átti orkan að afhendast á næstu árum. Þann 6. febrúar 2023 undirritaði Landsvirkjun yfirlýsingu um raforkusölu við GeoSalmon í Þorlákshöfn. Líklega hefur Landsvirkjun ekki þorað að gera annan stóran raforkusamninginn á þessum tíma vitandi það að orkan var ekki til. Svo dregur til tíðinda þann 21. júní 2023 þegar að Orka Náttúrunnar gerir 28MW raforkusamning við GeoSalmon og virðist stela viðskiptavininum GeoSalmon frá Landsvirkjun. Ætli það sé hugsanleg útskýring forstjóra Landsvirkjunar á meintum leka á milli markaða, en áhugavert væri að báðir forstjórarnir útskýrðu fyrir almenningi hvaða orku þeir voru að gera samninga um á sama tíma og skerðingar hafa átt sér stað á raforku síðustu ár. En hvað þýða þessir tveir raforkusamningar sem Landsvirkjun og Orka náttúrunnar gerðu. Þessir tveir raforkusamningar, samtals upp á 48MW þýðir 420 GWst af orku en áætluð orkuframleiðsla 120MW Búrfellslundar er 440GWst. Það má því segja að með byggingu Búrfellslundar væri verið að búa til orku fyrir tvo viðskiptavini í Þorlákshöfn, Landeldi og GeoSalmon. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur nýtt sér heimild í lögum um rammaáætlun að fara fram á frestun á Búrfellslundi, en forstjóri Landsvirkjunar heldur að sveitarstjórnin sé bara að misskilja hlutina þar sem vindmyllurnar fara ofan í jörðina í Rangárþingi Ytra. Hann telur að þrátt fyrir að helgunarsvæði vindmyllnanna sé að hluta í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þá þurfi hann ekki leyfi þar. Þrátt fyrir að grendaráhrif vindmyllugarðsins séu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá þurfi hann ekki leyfi. Einnig heldur hann að þrátt fyrir að öll efnistaka við byggingu Búrfellslundar komi úr námum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá þurfi hann ekki leyfi. Þetta sé bara misskilningur! Einnig telur hann afstaða sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki skipta neinu máli þegar honum er bent á að Búrfellslundur er aðeins rúma 2 km frá Þjóðlendunni í Þjórsárdal þar sem einnig er stærsta friðlýsing minja á Íslandi. Þetta er eftirsóttasti ferðamannastaðurinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en kannski er það bara líka misskilningur! Liggi svo mikið á að byggja vindorkuver fyrir viðskiptavini í Ölfusi, er þá ekki einfaldlega best að byggja vindorkugarðinn í Ölfusi en ekki reyna að koma honum fyrir á hálendi Íslands. Sagan vinnur þar ekki með Ölfusi en þann 25. febrúar 2016 hafnaði bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss vindorkugarði í nágrenni Þorlákshafnar m.a. á þeim forsendum að virkjunin myndi spilla ósnortinni náttúru og ómetanlegu útsýni. Þetta vindorkuver átti að vera um 3 km frá byggðinni í Þorlákshöfn sem er lengra frá heldur en fjarlægð Búrfellslundar frá Þjóðlendunni í Þjórsárdal! Hættum að misskilja hlutina og vinnum saman að aukinni orkuöflun í sátt við nærsamfélagið. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar á síðasta ári, eina sveitarfélagið á Íslandi sem veitti framkvæmdaleyfi til byggingar stórvirkjunar á árinu 2023 og hefur því sannarlega sýnt í verki að sveitarstjórnin vinnur að aukinni grænni orkuöflun, enda mest raforka á Íslandi verið framleidd í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar