Þökk sé fyrri úrslitum dagsins kom sú staða ekki upp að Króatía græddi á því að tapa leiknum, líkt og hafði verið í umræðunni undanfarna daga.
With the victory for Iceland against Austria the scenario where Croatia could get an Olympic Qualification spot from losing versus Germany is fortunately gone. They already have the spot now.#handball https://t.co/nJJtsTEAIg
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 24, 2024
Bæði lið stilltu upp sterkum byrjunarliðum í kvöld og spiluðu ekki á neinum varaskeifum. Leikurinn var æsispennandi lengst af þó Króatar hafi leitt leikinn og oftar tekið forystuna. Markverðir beggja liða buðu upp á heimsklassavörslur en Dominik Kuzmanovic, markvörður Króata, var í algjörum sérklassa og varði 22 skot.
𝐁𝐫𝐮𝐭𝐚𝐥 save from Dominik Kuzmanovic 😱#ehfeuro2024 #heretoplay #GERCRO @HRS_CHF pic.twitter.com/PGxwBuW5yg
— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2024
Leikurinn var jafn þegar um fimmtán mínútur voru eftir en þá virtust Þjóðverjar orkulausir og tóku Króatar völdin, skoruðu sex mörk í röð og tryggðu sér sigurinn í raun. Þjóðverjar skoruðu nokkur mörk til viðbótar en tókst aldrei að minnka muninn að neinu marki. Lokaniðurstaða 24-30 sigur Króatíu.
Germany 24-30 Croatia
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 24, 2024
The German Lanxess Arena undefeated championship streak is over❌
World Championship 2007:
Spain 25-27 Germany (quarterfinal)✅
Germany 32-31 France (ET, semifinal)✅
Germany 29-24 Poland (final)✅
World Championship 2019:
Germany 24-19 Iceland (main… pic.twitter.com/WEQv4eYuyc
Undanúrslitaleikirnir fara fram næsta föstudag, 24 janúar. Frakkland og Svíþjóð mætast í fyrri leiknum kl. 16:45 en Danmörk og Þýskaland mætast svo í seinni leiknum 19:30. Úrslitaleikur mótsins og leikur um 3. sæti fer svo fram næsta sunnudag.