Fótbolti

Barcelona og Girona bæði úr leik í spænska bikarnum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Markaskorararnir Lamine Yamal og Nico Williams berjast um boltann
Markaskorararnir Lamine Yamal og Nico Williams berjast um boltann Diego Souto/Getty Images

Barcelona féll úr keppni með 4-2 tapi eftir framlengdan leik við Athletic Bilbao og Girona datt nokkuð óvænt úr leik með 3-2 tapi á útivelli gegn Mallorca.

Girona lenti þremur mörkum undir í fyrri hálfleik en eftir að Mallorca misstu mann af velli tókst þeim að minnka muninn í 3-2. Þeir leituðu grimmt að jöfnunarmarkinu á lokamínútunum en runnu út á tíma og Mallorca komst áfram í undanúrslit. 

Börsungar lentu marki undir á 1. mínútu gegn Athletic Bilbao en mörk frá gamalreynda framherjanum Robert Lewandowski og ungstirninu efnilega Lamine Yamal fundu þeim forystuna á ný. 

Williams bræðurnir áttu eftir að reynast hetjur Athletic Bilbao. Nico Williams lagði jöfnunarmarkið upp á Oihan Sancet snemma í fyrri hálfleik. Bróðir hans, Inaki Williams skoraði svo þriðja í framlengingu áður en Nico innsiglaði sigurinn með fjórða markinu og tryggði Bilbao sæti í undanúrslitum með 4-2 sigri. 

Real Sociedad tryggði sig einnig áfram í undanúrslit með sigri gegn Celta Vigo í gær. Það á svo eftir að koma í ljós hvort Atletico Madrid eða Sevilla verði síðasta liðið til að tryggja sig inn í undanúrslit. Leikur þeirra fer fram klukkan 20:00 á morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×