Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Árni Sæberg og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 24. janúar 2024 21:35 Ragnar Þór telur sína félagsmenn í VR tilbúna í aðgerðir. Vísir/Sigurjón Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. Deiluaðilar hittust á fundi í Karphúsinu í dag klukkan eitt. Á fimmta tímanum í dag var fundinum slitið án árangurs. „Við höfðum kallað eftir afstöðu SA í marga daga en það hafði staðið á svörum. Síðan loksins núna virtust þau vera tilbúin til að svara þeim gagntilboðum sem við höfum sent þeim, fleiri en einu, og kom þá í ljós að þau höfðu lækkað sig frá tilboði sem þau sendu okkur 17. janúar síðastliðinn. Það auðvitað hljóta allir að sjá að það er tilgangslaust að halda slíkum viðræðum áfram og ég held að það sé í rauninni bara merki þess að Samtök atvinnulífsins hafa ekki trú á þessu verkefni,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í framhaldinu ákvað breiðfylking stéttarfélaganna að vísa deilunni sameiginlega til Ríkissáttasemjara. Hugarfarsbreytingu þurfi til „Næsti fasi á eftir því að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara, er að slíta viðræðum, lýsa yfir árangursleysi og fara í aðgerðir. Þetta er grafalvarlegt mál og ef Samtök atvinnulífsins ætla að komast út úr þeirri stöðu og þeim fasa, sem málin virðast vera að fara í, þá þarf að verða veruleg hugarfarsbreyting á þeim bænum. Þau eru að missa af gríðarlega góðu tækifæri, í raun dauðafæri, til að ná góðum, hröðum og skjótum árangri í baráttunni við verðbólgu og allt of háa vexti,“ segir Ragnar. Hann segir breiðfylkingu stéttarfélaganna standa þétt saman og þegar hafa rætt um hugsanlegar aðgerðir sem mögulega verði gripið til ef þarf. „Ég tel að allavega mitt fólk og fólkið í verkalýðshreyfingunni sé tilbúið til að stíga fast til jarðar til að standa á sínu og berjast fyrir alvöru réttlæti og leiðréttingu á þeirri miklu kjararýrnun sem hefur verið, og eru að verða bara í þessum töluðu orðum. Þessar gjaldskrárhækkanir, það er allt að hækka. Boðaðar hækkanir eru tíu upp í tuttugu, þrjátíu prósent. Þetta getur ekki gengið svona lengur.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Verðlag Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Deiluaðilar hittust á fundi í Karphúsinu í dag klukkan eitt. Á fimmta tímanum í dag var fundinum slitið án árangurs. „Við höfðum kallað eftir afstöðu SA í marga daga en það hafði staðið á svörum. Síðan loksins núna virtust þau vera tilbúin til að svara þeim gagntilboðum sem við höfum sent þeim, fleiri en einu, og kom þá í ljós að þau höfðu lækkað sig frá tilboði sem þau sendu okkur 17. janúar síðastliðinn. Það auðvitað hljóta allir að sjá að það er tilgangslaust að halda slíkum viðræðum áfram og ég held að það sé í rauninni bara merki þess að Samtök atvinnulífsins hafa ekki trú á þessu verkefni,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í framhaldinu ákvað breiðfylking stéttarfélaganna að vísa deilunni sameiginlega til Ríkissáttasemjara. Hugarfarsbreytingu þurfi til „Næsti fasi á eftir því að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara, er að slíta viðræðum, lýsa yfir árangursleysi og fara í aðgerðir. Þetta er grafalvarlegt mál og ef Samtök atvinnulífsins ætla að komast út úr þeirri stöðu og þeim fasa, sem málin virðast vera að fara í, þá þarf að verða veruleg hugarfarsbreyting á þeim bænum. Þau eru að missa af gríðarlega góðu tækifæri, í raun dauðafæri, til að ná góðum, hröðum og skjótum árangri í baráttunni við verðbólgu og allt of háa vexti,“ segir Ragnar. Hann segir breiðfylkingu stéttarfélaganna standa þétt saman og þegar hafa rætt um hugsanlegar aðgerðir sem mögulega verði gripið til ef þarf. „Ég tel að allavega mitt fólk og fólkið í verkalýðshreyfingunni sé tilbúið til að stíga fast til jarðar til að standa á sínu og berjast fyrir alvöru réttlæti og leiðréttingu á þeirri miklu kjararýrnun sem hefur verið, og eru að verða bara í þessum töluðu orðum. Þessar gjaldskrárhækkanir, það er allt að hækka. Boðaðar hækkanir eru tíu upp í tuttugu, þrjátíu prósent. Þetta getur ekki gengið svona lengur.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Verðlag Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira