„Björt framtíð hjá Barcelona með eða án mín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 13:00 Xavi Hernandez sést hér áhyggjufullur á hliðarlínunni í tapi Barcelona í gær. Getty/Ion Alcoba Beitia Pressan jókst enn frekar á Xavi Hernández, þjálfara Barcelona, eftir að liðið datt út úr spænsku bikarkeppninni í gær. Barcelona tapaði þá 4-2 fyrir Athletic Club Bilbao en aðeins tíu dögum fyrr steinlá liðið 4-1 á móti Real Madrid í úrslitaleik Ofurbikarsins. Einu vonir Barcelona um titil á tímabilinu liggja því í spænsku deildinni og Meistaradeildinni. „Allir þjálfarar hjá stóru klúbbunum verða að vinna titla en ég stoltur yfir því hvernig við héldum áfram allt til enda á móti frábæru liði og þá sérstaklega ungu strákarnir,“ sagði Xavi Hernández eftir leikinn. „Við erum að nota krakka og hópurinn er lítill. Það er það sem ég er að meina þegar ég tala um að við séum í uppbyggingu. Ég held að þetta sé byrjunin á einhverju stóru. Það er björt framtíð hjá Barcelona með eða án mín,“ sagði Xavi. ESPN segir frá. „Það er virkilegt gott verkefni í gangi og ekki hvað varðar mig sem þjálfara heldur er að koma upp góð kynslóð. Strákar eins og Cubarsí, Fort, Lamine, Guiu og fleiri ... Fermín López. Þetta er upphafið að einhverju stóru en við verðum að leggja mikið á okkur og vinna. Þetta snýst alltaf um að vinna hjá Barca,“ sagði Xavi. Barcelona lenti undir eftir aðeins 36 sekúndna leik en komst yfir með mörkum Robert Lewandowski og Yamal. Athletic jafnaði metin og leikurinn fór í framlengingu. Yamal, hafði skorað frábært mark í fyrri hálfleiknum en fór illa með tvö upplögð færi sem hefðu tryggt sigurinn. „Ég er vonsvikinn með að hann hafi ekki nýtt færin sín í stöðunni 2-2 en ég ætla ekki að skrifa það á strákinn. Hann er bara sextán ára og er að spila stórkostlega. Hann býr til þessi færi sjálfur,“ sagði Xavi. Bræðurnir Inaki og Nico Williams tryggðu Athletic sigurinn með mörkum í framlengingunni. „Ef við erum ekki að keppa um hluti í lok tímabilsins þá verð ég að fara. Það á ekki bara við um mig heldur um alla þjálfara. Þetta er stór klúbbur. Þetta er Barca. Ég veit hvar ég er og hverjar kröfurnar eru. Við verðum að vinna titla og að minnsta kosti keppa af alvöru um þá,“ sagði Xavi. Xavi: "Trust me, Barcelona have very good future and I'm not talking about myself"."I'm talking about the youngsters. That's why I'm playing them, I really want them to be ready for the future"."It's not about me being the manager or not. These guys are special". pic.twitter.com/VlxD2fo1JV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 25, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Barcelona tapaði þá 4-2 fyrir Athletic Club Bilbao en aðeins tíu dögum fyrr steinlá liðið 4-1 á móti Real Madrid í úrslitaleik Ofurbikarsins. Einu vonir Barcelona um titil á tímabilinu liggja því í spænsku deildinni og Meistaradeildinni. „Allir þjálfarar hjá stóru klúbbunum verða að vinna titla en ég stoltur yfir því hvernig við héldum áfram allt til enda á móti frábæru liði og þá sérstaklega ungu strákarnir,“ sagði Xavi Hernández eftir leikinn. „Við erum að nota krakka og hópurinn er lítill. Það er það sem ég er að meina þegar ég tala um að við séum í uppbyggingu. Ég held að þetta sé byrjunin á einhverju stóru. Það er björt framtíð hjá Barcelona með eða án mín,“ sagði Xavi. ESPN segir frá. „Það er virkilegt gott verkefni í gangi og ekki hvað varðar mig sem þjálfara heldur er að koma upp góð kynslóð. Strákar eins og Cubarsí, Fort, Lamine, Guiu og fleiri ... Fermín López. Þetta er upphafið að einhverju stóru en við verðum að leggja mikið á okkur og vinna. Þetta snýst alltaf um að vinna hjá Barca,“ sagði Xavi. Barcelona lenti undir eftir aðeins 36 sekúndna leik en komst yfir með mörkum Robert Lewandowski og Yamal. Athletic jafnaði metin og leikurinn fór í framlengingu. Yamal, hafði skorað frábært mark í fyrri hálfleiknum en fór illa með tvö upplögð færi sem hefðu tryggt sigurinn. „Ég er vonsvikinn með að hann hafi ekki nýtt færin sín í stöðunni 2-2 en ég ætla ekki að skrifa það á strákinn. Hann er bara sextán ára og er að spila stórkostlega. Hann býr til þessi færi sjálfur,“ sagði Xavi. Bræðurnir Inaki og Nico Williams tryggðu Athletic sigurinn með mörkum í framlengingunni. „Ef við erum ekki að keppa um hluti í lok tímabilsins þá verð ég að fara. Það á ekki bara við um mig heldur um alla þjálfara. Þetta er stór klúbbur. Þetta er Barca. Ég veit hvar ég er og hverjar kröfurnar eru. Við verðum að vinna titla og að minnsta kosti keppa af alvöru um þá,“ sagði Xavi. Xavi: "Trust me, Barcelona have very good future and I'm not talking about myself"."I'm talking about the youngsters. That's why I'm playing them, I really want them to be ready for the future"."It's not about me being the manager or not. These guys are special". pic.twitter.com/VlxD2fo1JV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 25, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira