Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Jón Þór Stefánsson skrifar 25. janúar 2024 09:02 Vilhjálmur Birgisson segir „skilningsleysi Samtaka atvinnulífsins á stöðu íslensks launafólks“ ástæðuna fyrir því að ekki hafi tekist að semja. Vísir/Einar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. „Ég er ofboðslega svekktur og sorgmæddur yfir því að þetta hafi endað með þessum hætti,“ sagði Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður um hvar hafi skilið á milli í samningviðræðunum sagði Vilhjálmur ástæðuna vera „skilningsleysi Samtaka atvinnulífsins á stöðu íslensks launafólks“. Vilhjálmur sagði að þegar samið hafi verið í desember 2022 hafi sá kjarasamningur kostað níutíu milljarða fyrir atvinnulífið á hinum almennavinnumarkaði. Til samanburðar segir hann að boð breiðfylkingarinnar hefði kostað rúma fimmtíu milljarða. „Þetta átti að vera okkar framlag til þess að það myndi myndast stöðugleiki í íslensku samfélagi, verðbólga færi niður, vextir myndu lækka og allir myndu taka þátt,“ sagði Vilhjálmur sem nefndi í kjölfarið ýmsar verðhækkanir sem hafa orðið á síðustu misserum. „Það sem við erum að leggja til að íslenskt launafólk fengi réttrúmar sextán þúsund krónur í vasann.“ Að sögn Vilhjálms var mikil jákvæðni í kringum viðræðurnar þegar breiðfylkingin hafi lagt fram allar sínar kröfur og útskýringar á þeim í lok desember. „Síðan þegar farið er að ræða innihald þess sem verið er að biðja um þá byrjar ástandið að súrna mjög hratt,“ sagði hann og vill meina að SA hafi ekki viljað samþykkja að hafa sérstakar varnir í kjarasamningunum fyrir launafólk, sem myndu til dæmis koma inn í myndina myndi verðbólga ekki lækka. Aðspurður um tilkynningu Samtaka atvinnulífsins frá því í gærkvöldi þar sem því var haldið fram að samtökin væru enn reiðubúin að semja sagði Vilhjálmur hafa lært það eftir áratugi í verkalýðshreyfingunni að samið verði á endanum. „En miðað við þessa aðferðarfræði sem við ætluðum að fara þá sýnist mér við vera komin á endastöð með það.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Bítið Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
„Ég er ofboðslega svekktur og sorgmæddur yfir því að þetta hafi endað með þessum hætti,“ sagði Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður um hvar hafi skilið á milli í samningviðræðunum sagði Vilhjálmur ástæðuna vera „skilningsleysi Samtaka atvinnulífsins á stöðu íslensks launafólks“. Vilhjálmur sagði að þegar samið hafi verið í desember 2022 hafi sá kjarasamningur kostað níutíu milljarða fyrir atvinnulífið á hinum almennavinnumarkaði. Til samanburðar segir hann að boð breiðfylkingarinnar hefði kostað rúma fimmtíu milljarða. „Þetta átti að vera okkar framlag til þess að það myndi myndast stöðugleiki í íslensku samfélagi, verðbólga færi niður, vextir myndu lækka og allir myndu taka þátt,“ sagði Vilhjálmur sem nefndi í kjölfarið ýmsar verðhækkanir sem hafa orðið á síðustu misserum. „Það sem við erum að leggja til að íslenskt launafólk fengi réttrúmar sextán þúsund krónur í vasann.“ Að sögn Vilhjálms var mikil jákvæðni í kringum viðræðurnar þegar breiðfylkingin hafi lagt fram allar sínar kröfur og útskýringar á þeim í lok desember. „Síðan þegar farið er að ræða innihald þess sem verið er að biðja um þá byrjar ástandið að súrna mjög hratt,“ sagði hann og vill meina að SA hafi ekki viljað samþykkja að hafa sérstakar varnir í kjarasamningunum fyrir launafólk, sem myndu til dæmis koma inn í myndina myndi verðbólga ekki lækka. Aðspurður um tilkynningu Samtaka atvinnulífsins frá því í gærkvöldi þar sem því var haldið fram að samtökin væru enn reiðubúin að semja sagði Vilhjálmur hafa lært það eftir áratugi í verkalýðshreyfingunni að samið verði á endanum. „En miðað við þessa aðferðarfræði sem við ætluðum að fara þá sýnist mér við vera komin á endastöð með það.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Bítið Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira