Stefna að því að auka aðgengi að neyðarpillunni Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2024 09:51 Donald Tusk tók aftur við embætti forsætisráðherra Póllands í desember. Áður hafði hann gegnt stöðunni á árunum 2007 til 2014. Á árunum 2014 til 2019 var hann forseti leiðtogaráðs ESB. EPA Ný ríkisstjórn Póllands leitast nú við að vinda ofan af einhverjum þeim lagabreytingum sem fyrri stjórn hrinti í framkvæmd árið 2017 og sem varð til þess að einungis var hægt að nálgast svokallaðar neyðarpillur gegn ávísun læknis. Forsætisráðherrann Donald Tusk greindi frá því í gær að ríkisstjórn hans myndi nú vinna að því að auðvelda aðgengi að slíkum neyðarpillum, sem eru hormónalyf sem tekið er eftir samfarir til að koma í veg fyrir þungun. Hefur ríkisstjórnin Tusks nú samþykkt drög að frumvarpi sem lagt verði fyrir þingið og felur í sér að ekki þurfi lengur ávísun læknis til að nálgast lyfið. Tusk segir að samkvæmt frumvarpsdrögunum verði neyðarpillan aðgengileg fyrir allar konur, fimmtán ára og eldri. Vonast hann til að þingið samþykki frumvarpið og sömuleiðis að forsetinn staðfesti lögin. Forsetinn Andrzej Duda, sem er hliðhollur fyrrverandi stjórnarflokknum Lögum og rétti, getur beitt neitunarvaldi gegn öllum þeim lagabreytingum sem þingið samþykkir. Forsætisráðherrann segir að ríkisstjórn hans vinni sömuleiðis að því að slaka á löggjöfinni þegar kemur að þungunarrofi, en fyrri stjórn herti reglur verulega þegar kom að slíku. Þungunarrof er hitamál í Póllandi þar sem mikill meirihluti íbúa eru kaþólskur. Mikið hefur gustað í pólskum stjórnmálum bæði fyrir og eftir þingkosningar sem fram fóru í október. Duda náðaði fyrr í vikunni tvo fyrrverandi ráðherra sem höfðu áður verið sakfelldir fyrir valdníðslu og þá beitti forsetinn neitunarvaldi gegn frumvarpi stjórnarinnar sem fól í sér aukið fjármagn til ríkisfjölmiðla. Pólland Tengdar fréttir Tusk og ráðherrar hans sóru embættiseið Donald Tusk gekk á fund Andrzej Duda Póllandsforseta í morgun og sór embættiseið sem nýr forsætisráðherra Póllands. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Tusk sóru sömuleiðis embættiseið í forsetahöllinni í Varsjá. 13. desember 2023 09:03 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Forsætisráðherrann Donald Tusk greindi frá því í gær að ríkisstjórn hans myndi nú vinna að því að auðvelda aðgengi að slíkum neyðarpillum, sem eru hormónalyf sem tekið er eftir samfarir til að koma í veg fyrir þungun. Hefur ríkisstjórnin Tusks nú samþykkt drög að frumvarpi sem lagt verði fyrir þingið og felur í sér að ekki þurfi lengur ávísun læknis til að nálgast lyfið. Tusk segir að samkvæmt frumvarpsdrögunum verði neyðarpillan aðgengileg fyrir allar konur, fimmtán ára og eldri. Vonast hann til að þingið samþykki frumvarpið og sömuleiðis að forsetinn staðfesti lögin. Forsetinn Andrzej Duda, sem er hliðhollur fyrrverandi stjórnarflokknum Lögum og rétti, getur beitt neitunarvaldi gegn öllum þeim lagabreytingum sem þingið samþykkir. Forsætisráðherrann segir að ríkisstjórn hans vinni sömuleiðis að því að slaka á löggjöfinni þegar kemur að þungunarrofi, en fyrri stjórn herti reglur verulega þegar kom að slíku. Þungunarrof er hitamál í Póllandi þar sem mikill meirihluti íbúa eru kaþólskur. Mikið hefur gustað í pólskum stjórnmálum bæði fyrir og eftir þingkosningar sem fram fóru í október. Duda náðaði fyrr í vikunni tvo fyrrverandi ráðherra sem höfðu áður verið sakfelldir fyrir valdníðslu og þá beitti forsetinn neitunarvaldi gegn frumvarpi stjórnarinnar sem fól í sér aukið fjármagn til ríkisfjölmiðla.
Pólland Tengdar fréttir Tusk og ráðherrar hans sóru embættiseið Donald Tusk gekk á fund Andrzej Duda Póllandsforseta í morgun og sór embættiseið sem nýr forsætisráðherra Póllands. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Tusk sóru sömuleiðis embættiseið í forsetahöllinni í Varsjá. 13. desember 2023 09:03 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Tusk og ráðherrar hans sóru embættiseið Donald Tusk gekk á fund Andrzej Duda Póllandsforseta í morgun og sór embættiseið sem nýr forsætisráðherra Póllands. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Tusk sóru sömuleiðis embættiseið í forsetahöllinni í Varsjá. 13. desember 2023 09:03