Versta óveður í höfuðborginni í allan vetur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2024 13:31 Eldingin sást greinilega í vefmyndavélinni. Skjáskot/Live from Iceland Veðurfræðingur segir að óveðrið í höfuðborginni í nótt hafi verið það versta sem skollið hefur á borgarbúum í allan vetur en afar hvassir vindar, þrumur og eldingar einkenndu veðrið. Í nótt tók að hvessa mjög á vesturhluta landsins og var þar bálhvasst fram eftir morgni en í höfuðborginni var óveðrið gengið að mestu niður um sjö leytið í morgun. Þetta setti strik í reikninginn í flugáætlanir til og frá landinu. Til að mynda þurfti að aflýsa flugi Play til Frankfurt snemma í morgun. Áfram verður síðan einhver röskun á innanlandsflugi en þegar hefur þurft að aflýsa nokkrum ferðum. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur, segir - hvað höfuðborgina varðar - að óveðrið hafi verið það versta á svæðinu í vetur. „Þetta er það hvassasta sem hefur verið í vetur þannig að þetta alveg, og maður sér það bara á mælingum, stundum er það þannig að það er ekki hvasst alls staðar en það var hvasst á öllum veðurstöðum í höfuðborginni í nótt, þannig að þetta var almennilegt,“ segir Birgir Örn. Einnig bar á þrumuveðri í nótt. „Ég sá nú sjálfur að minnsta kosti fimm eldingar hérna í morgun og það komu tilkynningar frá Keflavík um að það hefði verið svolítið um eldingar þar og svo mældust líka nokkrar yfir Suðausturlandi núna fyrir tveimur tímum eða svo.“ Skilin tóku síðan að mjakast í norðaustur en appelsínugul viðvörun gildir fyrir norður og austurland. „Það er mjög hvasst þar í vindstrengjum en þetta virðist ætla að staldra frekar stutt við og eftir hádegi er orðið skaplegt veður þar getum við sagt. Þetta er sannkallaður hvellur? Já, þetta er skammvinnur hvellur en hvellur engu að síður,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að vel hafi gengið að sinna þeim útköllum sem bárust vegna óveðursins. „Það var ekki fyrr en í morgun sem kom útkall, austur í Reykholti þar sem veggeiningar á nýbyggingu voru við það að fjúka og skömmu síðar var tilkynnt um þakplötur á Seyðisfirði sem voru að losna,“ segir Jón Þór. Enn geisar óveður á Norður og Austurlandi. „Veðrið er náttúrulega að ganga yfir þannig að við erum svo sem ekki alveg búin að bíta úr nálinni með þetta ennþá. Við sjáum hvað gerist á norðurlandi og Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn.“ Veður Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Sjá meira
Í nótt tók að hvessa mjög á vesturhluta landsins og var þar bálhvasst fram eftir morgni en í höfuðborginni var óveðrið gengið að mestu niður um sjö leytið í morgun. Þetta setti strik í reikninginn í flugáætlanir til og frá landinu. Til að mynda þurfti að aflýsa flugi Play til Frankfurt snemma í morgun. Áfram verður síðan einhver röskun á innanlandsflugi en þegar hefur þurft að aflýsa nokkrum ferðum. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur, segir - hvað höfuðborgina varðar - að óveðrið hafi verið það versta á svæðinu í vetur. „Þetta er það hvassasta sem hefur verið í vetur þannig að þetta alveg, og maður sér það bara á mælingum, stundum er það þannig að það er ekki hvasst alls staðar en það var hvasst á öllum veðurstöðum í höfuðborginni í nótt, þannig að þetta var almennilegt,“ segir Birgir Örn. Einnig bar á þrumuveðri í nótt. „Ég sá nú sjálfur að minnsta kosti fimm eldingar hérna í morgun og það komu tilkynningar frá Keflavík um að það hefði verið svolítið um eldingar þar og svo mældust líka nokkrar yfir Suðausturlandi núna fyrir tveimur tímum eða svo.“ Skilin tóku síðan að mjakast í norðaustur en appelsínugul viðvörun gildir fyrir norður og austurland. „Það er mjög hvasst þar í vindstrengjum en þetta virðist ætla að staldra frekar stutt við og eftir hádegi er orðið skaplegt veður þar getum við sagt. Þetta er sannkallaður hvellur? Já, þetta er skammvinnur hvellur en hvellur engu að síður,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að vel hafi gengið að sinna þeim útköllum sem bárust vegna óveðursins. „Það var ekki fyrr en í morgun sem kom útkall, austur í Reykholti þar sem veggeiningar á nýbyggingu voru við það að fjúka og skömmu síðar var tilkynnt um þakplötur á Seyðisfirði sem voru að losna,“ segir Jón Þór. Enn geisar óveður á Norður og Austurlandi. „Veðrið er náttúrulega að ganga yfir þannig að við erum svo sem ekki alveg búin að bíta úr nálinni með þetta ennþá. Við sjáum hvað gerist á norðurlandi og Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn.“
Veður Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Sjá meira