Gullhúðun skapi ýmislegt óæskilegt fyrir Íslendinga Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2024 19:03 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Of oft hefur órökstudd gullhúðun átt sér stað við innleiðingu EES-reglugerða í íslensk lög. Búið er að skipa starfshóp gegn gullhúðun en umhverfisráðherra vill ráðast í afhúðun. Samkvæmt nýrri skýrslu sem gerð var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa fjölmargar EES-reglugerðir verið gullhúðaðar þegar þær voru innleiddar í íslensk lög. Hvað er gullhúðun? Gullhúðun er hugtak sem notað er þegar gengið er lengra en reglugerðin kveður á um þegar hún er innleidd. Skáldað dæmi væri til að mynda EES-reglugerð sem segir að Íslendingur megi ekki eiga meira en fimm hunda. Þegar reglugerðin er innleidd segir hún hins vegar að Íslendingur megi ekki eiga meira en tvo hunda. Búið er að setja gull utan um reglugerðina og gera hana þannig þyngri. Gullhúðaða reglugerðin olli því að þessi skáldaði einstaklingur gat einungis fengið sér tvo hunda, en ekki fimm eins og aðrir í Evrópu í skálduðu reglugerðinni.Grafík/Sara Þingið verði að vita Umhverfisráðherra segir að gullhúðun sé leyfileg en of oft hafi þingið ekki fengið að vita af því sem var í gangi. „Það kemur fram að þvert á það sem á að vera, það á alltaf að segja þinginu frá því ef um gullhúðun er að ræða, sem geta verið málefnalegrök fyri, það hefur ekki allt gerst. Við erum að sjá dæmi um það að það hafa verið settar íþyngjandi reglur á atvinnulífið og fólkið í landinu sem að skekkir okkar samkeppnisstöðu og skapar bæði mikinn kostnað og ýmislegt sem er ekki æskilegt fyrir íslenska þjóð,“ segir Guðlaugur. Klippa: Umhverfisráðherra vill afhúðun Byrjuð að vinna gegn gullhúðuninni Nú verður unnið að því að afhúða þær gullhúðuðu reglur sem ekki eiga við rök að styðjast. Þá nær gullhúðunin til fleiri ráðuneyta. Guðlaugur vill að það verði skýrt fyrir öllum að þingið verði að vera meðvitað um þá gullhúðun sem á sér stað. Utanríkisráðherra, sem sér um mál tengd EES, hefur skipað starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðuninni. Hópinn leiðir Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu sem gerð var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa fjölmargar EES-reglugerðir verið gullhúðaðar þegar þær voru innleiddar í íslensk lög. Hvað er gullhúðun? Gullhúðun er hugtak sem notað er þegar gengið er lengra en reglugerðin kveður á um þegar hún er innleidd. Skáldað dæmi væri til að mynda EES-reglugerð sem segir að Íslendingur megi ekki eiga meira en fimm hunda. Þegar reglugerðin er innleidd segir hún hins vegar að Íslendingur megi ekki eiga meira en tvo hunda. Búið er að setja gull utan um reglugerðina og gera hana þannig þyngri. Gullhúðaða reglugerðin olli því að þessi skáldaði einstaklingur gat einungis fengið sér tvo hunda, en ekki fimm eins og aðrir í Evrópu í skálduðu reglugerðinni.Grafík/Sara Þingið verði að vita Umhverfisráðherra segir að gullhúðun sé leyfileg en of oft hafi þingið ekki fengið að vita af því sem var í gangi. „Það kemur fram að þvert á það sem á að vera, það á alltaf að segja þinginu frá því ef um gullhúðun er að ræða, sem geta verið málefnalegrök fyri, það hefur ekki allt gerst. Við erum að sjá dæmi um það að það hafa verið settar íþyngjandi reglur á atvinnulífið og fólkið í landinu sem að skekkir okkar samkeppnisstöðu og skapar bæði mikinn kostnað og ýmislegt sem er ekki æskilegt fyrir íslenska þjóð,“ segir Guðlaugur. Klippa: Umhverfisráðherra vill afhúðun Byrjuð að vinna gegn gullhúðuninni Nú verður unnið að því að afhúða þær gullhúðuðu reglur sem ekki eiga við rök að styðjast. Þá nær gullhúðunin til fleiri ráðuneyta. Guðlaugur vill að það verði skýrt fyrir öllum að þingið verði að vera meðvitað um þá gullhúðun sem á sér stað. Utanríkisráðherra, sem sér um mál tengd EES, hefur skipað starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðuninni. Hópinn leiðir Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira