„Mér hefur fundist íslenska aðdáendasenan meira afgerandi, meira svona sammála um það að þetta sé ekki rétti vettvangurinn fyrir Ísrael að taka þátt og málefnalegri en alþjóðlegu grúppurnar sem ég er í, þar sem maður sér bara að heilaþvotturinn hefur náð lengra,“ segir Inga Auðbjörg Straumland Eurovision-aðáandi, innt eftir því hvort krafan um sniðgöngu keppninnar heyrist einungis meðal íslenskra aðdáenda.
„Við erum kannski einstök að því leyti að við erum svo rosalega lítil að við höfum ekkert nema röddina. Við höfum ekkert nema þennan andófskraft sem hefur oft einkennt okkur. Þess vegna er þetta kannski nær okkur en mörgum öðrum að taka afstöðu af því að hún hefur ekki brjálæðislega miklar afleiðingar fyrir okkur.“
Brot úr Íslandi í dag-þætti gærkvöldsins má horfa á hér fyrir ofan. Þáttinn í heild má nálgast á streymisveitu Stöðvar 2. Þar er rætt ítarlega við Ingu og einnig rifjað upp hvernig stjórnmálin hafa sett svip sinn á keppnina í gegnum tíðina.