Loksins fékk Svf. Árborg bingó! Tómas Ellert Tómasson skrifar 26. janúar 2024 07:30 Á dögunum bárust þær fréttir að Svf. Árborg hefði selt land undir íbúabyggð fyrir 1,2 milljarða, 1.200 mkr. Það er óhætt að segja að sveitarfélagið hafi dottið í lukkupottinn með þeirri sölu. Um var að ræða 17,5ha af landi í Björkurstykkinu (Stekkjahverfi). Land sem að Svf. Árborg hafði keypt fyrir um 3 mkr./ha. eða 51 mkr. á núvirði fyrir nokkrum árum síðan. Með sölunni 23,5 faldaði sveitarfélagið verðmæti landsins. Landskikinn í Björkurstykki var settur í almennt útboð þar sem hver sem er gat boðið í skikann, bárust 4 tilboð, það hæsta 1.200 mkr. og það lægsta 708 mkr. Frábær sala verð ég að segja, því að félagið sem keypti landskikann, þarf sjálft að sjá um að kosta gatnagerð á svæðinu, sem gera má ráð fyrir að sé amk. 100 mkr./ha. eða um 1.750 mkr. ofan á kaupverðið. Þannig að áætla má að verktakinn sé að leggja út tæpa 3 milljarða króna til að brjóta landið til íbúabyggðar. Bingó! Ekki-bingó Til samanburðar við bingóið sem að framan greinir að þá keypti Svf. Árborg árið 2011 1,6 ha. landsvæði í miðbæ Selfoss á tæpar 200 mkr. sem reiknast á núvirði um 330 mkr. eða um 200 mkr. ha.. Ef sveitarfélagið hefði selt þann skika á sínum tíma með álíka góðri sölu og gerð var í Björkurstykki nú, að þá hefði sveitarfélagið fengið um 10 milljarða króna í sinn hlut, en fékk ekkert, 0 krónur. Í upphafi síðasta árs lét svo Svf. Árborg einnig frá sér meira land á miðbæjarsvæðinu til sama verktaka og áður hafði fengið 10 milljarða meðgjöf frá sveitarfélaginu með sínu verkefni. Í það skiptið 0,27 ha., auk þess að fá aukningu á byggingarmagni á svæðinu um 11.000 fermetra. Allt þetta fyrir 0 kr. Í ljósi þessa sem að framan greinir að þá óska ég þess að Svf. Árborg láti af þeim ósið að láta gera hjá sér Bingó og sækist fremur eftir því að fá sjálft Bingó eins og gerðist nú í vikunni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum bárust þær fréttir að Svf. Árborg hefði selt land undir íbúabyggð fyrir 1,2 milljarða, 1.200 mkr. Það er óhætt að segja að sveitarfélagið hafi dottið í lukkupottinn með þeirri sölu. Um var að ræða 17,5ha af landi í Björkurstykkinu (Stekkjahverfi). Land sem að Svf. Árborg hafði keypt fyrir um 3 mkr./ha. eða 51 mkr. á núvirði fyrir nokkrum árum síðan. Með sölunni 23,5 faldaði sveitarfélagið verðmæti landsins. Landskikinn í Björkurstykki var settur í almennt útboð þar sem hver sem er gat boðið í skikann, bárust 4 tilboð, það hæsta 1.200 mkr. og það lægsta 708 mkr. Frábær sala verð ég að segja, því að félagið sem keypti landskikann, þarf sjálft að sjá um að kosta gatnagerð á svæðinu, sem gera má ráð fyrir að sé amk. 100 mkr./ha. eða um 1.750 mkr. ofan á kaupverðið. Þannig að áætla má að verktakinn sé að leggja út tæpa 3 milljarða króna til að brjóta landið til íbúabyggðar. Bingó! Ekki-bingó Til samanburðar við bingóið sem að framan greinir að þá keypti Svf. Árborg árið 2011 1,6 ha. landsvæði í miðbæ Selfoss á tæpar 200 mkr. sem reiknast á núvirði um 330 mkr. eða um 200 mkr. ha.. Ef sveitarfélagið hefði selt þann skika á sínum tíma með álíka góðri sölu og gerð var í Björkurstykki nú, að þá hefði sveitarfélagið fengið um 10 milljarða króna í sinn hlut, en fékk ekkert, 0 krónur. Í upphafi síðasta árs lét svo Svf. Árborg einnig frá sér meira land á miðbæjarsvæðinu til sama verktaka og áður hafði fengið 10 milljarða meðgjöf frá sveitarfélaginu með sínu verkefni. Í það skiptið 0,27 ha., auk þess að fá aukningu á byggingarmagni á svæðinu um 11.000 fermetra. Allt þetta fyrir 0 kr. Í ljósi þessa sem að framan greinir að þá óska ég þess að Svf. Árborg láti af þeim ósið að láta gera hjá sér Bingó og sækist fremur eftir því að fá sjálft Bingó eins og gerðist nú í vikunni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar