Lífskjarasamningarnir voru klúður Þórarinn Hjartarson skrifar 26. janúar 2024 15:00 Það var deginum ljósara þegar lífskjarasamningarnir voru undirritaðir að þeir myndu valda upplausn í kjarasamningagerð næstu árin á eftir. Það var einnig ljóst að þessir kjarasamningar myndu hafa slæm áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í dag er þetta að raungerast. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, hefur nú komið fram með þá athugasemd að hugtakið „þjóðarsátt“ lýsi ekki yfirstandandi kjaraviðræðum. Ástæðan er sú að ábatinn af því að sækja sér menntun hefur orðið umtalsvert minni undanfarin fimm ár. Þrátt fyrir að lífskjarasamningarnir hafi verið upphafið á ofangreindri þróun var viðbót síðustu kjarasamninga olía á eldinn. Í febrúar 2021, rúmum mánuði áður en að kjarasamningsviðbótin tók gildi, sendi undirritaður, sem trúnaðarmaður á vinnustað hjá Reykjavíkurborg, eftirfarandi fyrirspurn á Sonju Ýr Þórbergsdóttur, formann BSRB: „Það hefur verið yfirlýst stefna Reykjavíkurborgar að menntun sé metin til launa. [...] Því spyr ég eftirtalinna spurninga: 1) Er það í stefnu Reykjavíkurborgar að hvetja fólk til þess að mennta sig? 2) Verður hægt að mismuna þeim sem eru með menntun í framtíðinni? 3) Hvaða afstöðu tekur BSRB í þessu máli? 4) Ætlar BSRB að halda utan um hagsmuni fagmenntaðra? Nú þegar eru tveir starfsmenn á sambýlinu hér búnir að segjast muni líklega leita á önnur mið ef ekki verður úr bætt. Annar þeirra tjáði mér að "nú verður loksins auðveldara að hætta á [vinnustaður]". Mbk, Þórarinn“ Í svörum við fyrirspurninni sagði Sonja að það væri ekki samningsaðilanna að hafa áhyggjur af innleiðingunni heldur væri það yfirmanna hvers vinnustaðar að gæta jafnræðis í þeim aðgerðum. Þetta þótti undirrituðum einkennilegt þar sem að forstöðumenn stofnana eru ólíklegir til þess að hafa sérkunnáttu í kjarasamningsgerð. Undirritaður sendi því athugasemdir á fleiri forsvarsmenn stéttarfélaga sem komu að gerð kjarasamninganna. Þeim athugasemdum var mætt með óljósum afsökunum. Því greip undirritaður á það ráð að leggja fram tölfræðilegar forsendur í excel þar sem áhyggjurnar voru betur útskýrðar. Í kjölfarið hættu umræddir samningsaðilar að svara athugasemdunum að undanskyldum einum sem brást mjög illa við. Afleiðingar kjarasamningsins á laun kvenna og þeirra sem hafa menntun hefðu mátt vera samningsaðilum kunnar áður en samningarnir voru undirritaðir. Flest í lífskjarasamningunum var í raun vanhugsað. Auk vandamálsins sem lýst er hér að ofan má nefna styttingu vinnuvikunnar, sem var bæði illa skipulögð og virðist einvörðungu hafa náð til opinberra starfsmanna. Nýtt vaktafyrirkomulag olli einnig minni sveigjanleika og aukinni mætingarskyldu starfsmanna þvert á óskir flestra. Þetta hefur valdið því að illa skilgreind markmið hafa í raun leitt til umtalsvert verri stöðu. Hvati starfsmanna til þess að haldast í starfi hefur þar að auki minnkað en það var eitt af meginmarkmiðum samningsins. Það hefur verið einkennilegt að fylgjast með forsvarsmönnum stéttarfélaga hins opinbera kvarta yfir afleiðingum kjarasamninga sem þau undirrituðu eftir að hafa verið vöruð við, ítrekað, að einmitt þetta myndi raungerast. En það má með vissu segja að sá hnútur sem kominn er upp í gerð kjarasamninga á opinberum markaði er sjálfskaparvíti. Og þar má einnig nefna aðkomu atvinnurekenda sem einnig hefðu mátt sjá þetta fyrir. Höfundur er með MPA í opinberri stjórnsýslu og trúnaðarmaður Sameykis, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það var deginum ljósara þegar lífskjarasamningarnir voru undirritaðir að þeir myndu valda upplausn í kjarasamningagerð næstu árin á eftir. Það var einnig ljóst að þessir kjarasamningar myndu hafa slæm áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í dag er þetta að raungerast. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, hefur nú komið fram með þá athugasemd að hugtakið „þjóðarsátt“ lýsi ekki yfirstandandi kjaraviðræðum. Ástæðan er sú að ábatinn af því að sækja sér menntun hefur orðið umtalsvert minni undanfarin fimm ár. Þrátt fyrir að lífskjarasamningarnir hafi verið upphafið á ofangreindri þróun var viðbót síðustu kjarasamninga olía á eldinn. Í febrúar 2021, rúmum mánuði áður en að kjarasamningsviðbótin tók gildi, sendi undirritaður, sem trúnaðarmaður á vinnustað hjá Reykjavíkurborg, eftirfarandi fyrirspurn á Sonju Ýr Þórbergsdóttur, formann BSRB: „Það hefur verið yfirlýst stefna Reykjavíkurborgar að menntun sé metin til launa. [...] Því spyr ég eftirtalinna spurninga: 1) Er það í stefnu Reykjavíkurborgar að hvetja fólk til þess að mennta sig? 2) Verður hægt að mismuna þeim sem eru með menntun í framtíðinni? 3) Hvaða afstöðu tekur BSRB í þessu máli? 4) Ætlar BSRB að halda utan um hagsmuni fagmenntaðra? Nú þegar eru tveir starfsmenn á sambýlinu hér búnir að segjast muni líklega leita á önnur mið ef ekki verður úr bætt. Annar þeirra tjáði mér að "nú verður loksins auðveldara að hætta á [vinnustaður]". Mbk, Þórarinn“ Í svörum við fyrirspurninni sagði Sonja að það væri ekki samningsaðilanna að hafa áhyggjur af innleiðingunni heldur væri það yfirmanna hvers vinnustaðar að gæta jafnræðis í þeim aðgerðum. Þetta þótti undirrituðum einkennilegt þar sem að forstöðumenn stofnana eru ólíklegir til þess að hafa sérkunnáttu í kjarasamningsgerð. Undirritaður sendi því athugasemdir á fleiri forsvarsmenn stéttarfélaga sem komu að gerð kjarasamninganna. Þeim athugasemdum var mætt með óljósum afsökunum. Því greip undirritaður á það ráð að leggja fram tölfræðilegar forsendur í excel þar sem áhyggjurnar voru betur útskýrðar. Í kjölfarið hættu umræddir samningsaðilar að svara athugasemdunum að undanskyldum einum sem brást mjög illa við. Afleiðingar kjarasamningsins á laun kvenna og þeirra sem hafa menntun hefðu mátt vera samningsaðilum kunnar áður en samningarnir voru undirritaðir. Flest í lífskjarasamningunum var í raun vanhugsað. Auk vandamálsins sem lýst er hér að ofan má nefna styttingu vinnuvikunnar, sem var bæði illa skipulögð og virðist einvörðungu hafa náð til opinberra starfsmanna. Nýtt vaktafyrirkomulag olli einnig minni sveigjanleika og aukinni mætingarskyldu starfsmanna þvert á óskir flestra. Þetta hefur valdið því að illa skilgreind markmið hafa í raun leitt til umtalsvert verri stöðu. Hvati starfsmanna til þess að haldast í starfi hefur þar að auki minnkað en það var eitt af meginmarkmiðum samningsins. Það hefur verið einkennilegt að fylgjast með forsvarsmönnum stéttarfélaga hins opinbera kvarta yfir afleiðingum kjarasamninga sem þau undirrituðu eftir að hafa verið vöruð við, ítrekað, að einmitt þetta myndi raungerast. En það má með vissu segja að sá hnútur sem kominn er upp í gerð kjarasamninga á opinberum markaði er sjálfskaparvíti. Og þar má einnig nefna aðkomu atvinnurekenda sem einnig hefðu mátt sjá þetta fyrir. Höfundur er með MPA í opinberri stjórnsýslu og trúnaðarmaður Sameykis, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun