LHÍ hafnar með öllu að kyn hafi skipt máli við ráðninguna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2024 17:15 Málið kom upp í rektorstíð Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur. Kristín Eysteinsdóttir er í dag rektor LHÍ sem gerir athugasemdir við niðurstöðu kærunefndarinnar. Vísir/Vilhelm Listaháskóli Íslands hafnar því með öllu að kyn umsækjenda hafi haft nokkuð með það að gera þegar kona var ráðin lektor í sviðslistafræðum við sviðslistadeild skólans árið 2022. Þá hafi kærunefnd jafnréttismála ekki leitað eftir upplýsingum um aðkomu rektors í málinu sem skipti sköpum í úrskurði nefndarinnar. Vísir fjallaði um niðurstöðu kærunefndarinnar í gær. Þar kom fram að karlmaður, kennari við LHÍ, hefði sótt um stöðuna, ekki fengið og verið ósáttur. Talið sig standa konunni sem var ráðin framar og að ekki hefði verið staðið rétt að ráðningunni. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á umsækjendum og þar með á jafnréttislögum vegna þess að ekkert benti til þess að rektor LHÍ hefði komið að ráðningarferlinu eins og ferlið ætti að vera samkvæmt reglum Listaháskólans. Tvær nefndir skipaðar Ráðningin átti sér stað árið 2022 þegar Fríða Björk Ingvarsdóttir var rektor. Síðan þá er Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, tekin við rektorsstöðunni. Í tilkynningu frá LHÍ til fréttastofu eru gerðar athugasemdir við niðurstöðu kærunefndar. Fríða Björk var rektor þegar málið kom upp.Vísir/Bjarni Óumdeilt sé að rektor LHÍ beri ábyrgð á öllum ráðningum innan háskólans, samkvæmt þeim reglum sem háskólinn hefur sett sér sem hluta af gæðastarfi háskólans. „Umrætt ráðningarferli var með þeim hætti að óháð hæfisnefnd mat hæfi allra umsækjenda um þetta tiltekna starf. Þeir sem um ræðir, kærandi og sá einstaklingur sem ráðinn var, voru bæði talin hæf samkvæmt gögnum hæfisnefndar. Eftir það tók við ráðningarnefnd, skipuð utanaðkomandi aðila af fagvettvangi, forseta viðkomandi deildar og sviðsforseta. Nefndin tók ráðningarviðtöl við þá umsækjendur sem metnir voru hæfir. Frammistaða þeirra var skráð á stöðluð matsblöð í viðtölunum og var það mat ráðningarnefndar að sá umsækjandi sem hlaut starfið væri hæfust,“ segir í tilkynningu frá LHÍ. Rektor fengið öll gögn Að þessu ferli loknu hafi þáverandi rektor fengið í hendur öll gögn og upplýsingar um það sem fram kom í viðtölum. „Rektor átti jafnframt ítarlegt samtal við sviðsforseta og deildarforseta og samþykkti að því loknu tillögu þeirra að ráðningu þess sem ráðningarnefndin lagði til. LHÍ telur að ekki hafi verið gætt að því að hálfu kærunefndarinnar að afla afstöðu skólans og gagna sem snúa að aðkomu rektors að málinu.“ Þá vill LHÍ að lokum árétta að kyn umsækjenda hafi engin áhrif haft á ráðningu í starfið, heldur byggst á málefnalegum sjónarmiðum í takt við þarfir og faglega sýn skólans. Háskólar Jafnréttismál Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brutu jafnréttislög við ráðningu konu Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu. 25. janúar 2024 18:28 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Vísir fjallaði um niðurstöðu kærunefndarinnar í gær. Þar kom fram að karlmaður, kennari við LHÍ, hefði sótt um stöðuna, ekki fengið og verið ósáttur. Talið sig standa konunni sem var ráðin framar og að ekki hefði verið staðið rétt að ráðningunni. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á umsækjendum og þar með á jafnréttislögum vegna þess að ekkert benti til þess að rektor LHÍ hefði komið að ráðningarferlinu eins og ferlið ætti að vera samkvæmt reglum Listaháskólans. Tvær nefndir skipaðar Ráðningin átti sér stað árið 2022 þegar Fríða Björk Ingvarsdóttir var rektor. Síðan þá er Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, tekin við rektorsstöðunni. Í tilkynningu frá LHÍ til fréttastofu eru gerðar athugasemdir við niðurstöðu kærunefndar. Fríða Björk var rektor þegar málið kom upp.Vísir/Bjarni Óumdeilt sé að rektor LHÍ beri ábyrgð á öllum ráðningum innan háskólans, samkvæmt þeim reglum sem háskólinn hefur sett sér sem hluta af gæðastarfi háskólans. „Umrætt ráðningarferli var með þeim hætti að óháð hæfisnefnd mat hæfi allra umsækjenda um þetta tiltekna starf. Þeir sem um ræðir, kærandi og sá einstaklingur sem ráðinn var, voru bæði talin hæf samkvæmt gögnum hæfisnefndar. Eftir það tók við ráðningarnefnd, skipuð utanaðkomandi aðila af fagvettvangi, forseta viðkomandi deildar og sviðsforseta. Nefndin tók ráðningarviðtöl við þá umsækjendur sem metnir voru hæfir. Frammistaða þeirra var skráð á stöðluð matsblöð í viðtölunum og var það mat ráðningarnefndar að sá umsækjandi sem hlaut starfið væri hæfust,“ segir í tilkynningu frá LHÍ. Rektor fengið öll gögn Að þessu ferli loknu hafi þáverandi rektor fengið í hendur öll gögn og upplýsingar um það sem fram kom í viðtölum. „Rektor átti jafnframt ítarlegt samtal við sviðsforseta og deildarforseta og samþykkti að því loknu tillögu þeirra að ráðningu þess sem ráðningarnefndin lagði til. LHÍ telur að ekki hafi verið gætt að því að hálfu kærunefndarinnar að afla afstöðu skólans og gagna sem snúa að aðkomu rektors að málinu.“ Þá vill LHÍ að lokum árétta að kyn umsækjenda hafi engin áhrif haft á ráðningu í starfið, heldur byggst á málefnalegum sjónarmiðum í takt við þarfir og faglega sýn skólans.
Háskólar Jafnréttismál Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brutu jafnréttislög við ráðningu konu Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu. 25. janúar 2024 18:28 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Brutu jafnréttislög við ráðningu konu Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu. 25. janúar 2024 18:28