Sjáðu markið: Bomban sem tryggði Frökkum framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. janúar 2024 22:46 Elohim Prandi skoraði ótrúlegt mark sem tryggði Frökkum framlengingu í kvöld. Lars Baron/Getty Images Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í lygilegum leik. Franska liðið hafði góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og leiddi með sex mörkum þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, 17-11. Svíar gáfust þó ekki upp og jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik. Sænska liðið hafði svo yfirhöndina það sem eftir lifði leiks og virtist vera að tryggja sér sæti í úrslitum þegar lokamínútan hófst. Sænska liðið fékk tækifæri til að gulltryggja sigurinn á lokasekúndunum, en skref var dæmt á Jim Gottfridsson þegar tæpar tíu sekúndur voru til leiksloka. Frakkar óðu fram og freistuðu þess að jafna metin, en sænska vörnin braut af sér í þann mund sem tíminn rann út. Frakkar fengu því eitt tækifæri til að jafna metin, úr aukakasti þegar tíminn var runninn út. Elohim Prandi bauð sig fram til að taka aukakastið og það reyndist heldur betur rétt ákvörðun að leyfa honum að spreyta sig. Prandi hallaði sér til hliðar og náði skotinu út fyrir varnarvegginn. Þaðan fór boltinn í þverslána, niður í öxlina á Andreas Palicka í marki Svía og svo í netið. Sjón er sögu ríkari og má sjá þetta ótrúlega mark frá hinum ýmsu sjónarhornum hér fyrir neðan. ELOHIM PRANDI SENDS US INTO EXTRA TIME 🤯🤯🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/NJRaVdZyLc— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024 Can you believe what just happened? 😱😱#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/E4qzcY4jNT— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024 É-LO-HIM PRANDI EST FOU 🤯On ne s'en lasse pas...🎥 @EHFEURO pic.twitter.com/00LMyGbdWR— Ligue Nationale de Handball (@LNHofficiel) January 26, 2024 Frakkar reyndust svo sterkari í framlengingunni og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 34-30, og eru komnir í úrslit Evrópumótsins. EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Frakkar í úrslit eftir framlengingu Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. 26. janúar 2024 18:43 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Franska liðið hafði góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og leiddi með sex mörkum þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, 17-11. Svíar gáfust þó ekki upp og jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik. Sænska liðið hafði svo yfirhöndina það sem eftir lifði leiks og virtist vera að tryggja sér sæti í úrslitum þegar lokamínútan hófst. Sænska liðið fékk tækifæri til að gulltryggja sigurinn á lokasekúndunum, en skref var dæmt á Jim Gottfridsson þegar tæpar tíu sekúndur voru til leiksloka. Frakkar óðu fram og freistuðu þess að jafna metin, en sænska vörnin braut af sér í þann mund sem tíminn rann út. Frakkar fengu því eitt tækifæri til að jafna metin, úr aukakasti þegar tíminn var runninn út. Elohim Prandi bauð sig fram til að taka aukakastið og það reyndist heldur betur rétt ákvörðun að leyfa honum að spreyta sig. Prandi hallaði sér til hliðar og náði skotinu út fyrir varnarvegginn. Þaðan fór boltinn í þverslána, niður í öxlina á Andreas Palicka í marki Svía og svo í netið. Sjón er sögu ríkari og má sjá þetta ótrúlega mark frá hinum ýmsu sjónarhornum hér fyrir neðan. ELOHIM PRANDI SENDS US INTO EXTRA TIME 🤯🤯🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/NJRaVdZyLc— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024 Can you believe what just happened? 😱😱#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/E4qzcY4jNT— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024 É-LO-HIM PRANDI EST FOU 🤯On ne s'en lasse pas...🎥 @EHFEURO pic.twitter.com/00LMyGbdWR— Ligue Nationale de Handball (@LNHofficiel) January 26, 2024 Frakkar reyndust svo sterkari í framlengingunni og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 34-30, og eru komnir í úrslit Evrópumótsins.
EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Frakkar í úrslit eftir framlengingu Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. 26. janúar 2024 18:43 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Frakkar í úrslit eftir framlengingu Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. 26. janúar 2024 18:43