Sjáðu markið: Bomban sem tryggði Frökkum framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. janúar 2024 22:46 Elohim Prandi skoraði ótrúlegt mark sem tryggði Frökkum framlengingu í kvöld. Lars Baron/Getty Images Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í lygilegum leik. Franska liðið hafði góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og leiddi með sex mörkum þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, 17-11. Svíar gáfust þó ekki upp og jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik. Sænska liðið hafði svo yfirhöndina það sem eftir lifði leiks og virtist vera að tryggja sér sæti í úrslitum þegar lokamínútan hófst. Sænska liðið fékk tækifæri til að gulltryggja sigurinn á lokasekúndunum, en skref var dæmt á Jim Gottfridsson þegar tæpar tíu sekúndur voru til leiksloka. Frakkar óðu fram og freistuðu þess að jafna metin, en sænska vörnin braut af sér í þann mund sem tíminn rann út. Frakkar fengu því eitt tækifæri til að jafna metin, úr aukakasti þegar tíminn var runninn út. Elohim Prandi bauð sig fram til að taka aukakastið og það reyndist heldur betur rétt ákvörðun að leyfa honum að spreyta sig. Prandi hallaði sér til hliðar og náði skotinu út fyrir varnarvegginn. Þaðan fór boltinn í þverslána, niður í öxlina á Andreas Palicka í marki Svía og svo í netið. Sjón er sögu ríkari og má sjá þetta ótrúlega mark frá hinum ýmsu sjónarhornum hér fyrir neðan. ELOHIM PRANDI SENDS US INTO EXTRA TIME 🤯🤯🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/NJRaVdZyLc— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024 Can you believe what just happened? 😱😱#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/E4qzcY4jNT— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024 É-LO-HIM PRANDI EST FOU 🤯On ne s'en lasse pas...🎥 @EHFEURO pic.twitter.com/00LMyGbdWR— Ligue Nationale de Handball (@LNHofficiel) January 26, 2024 Frakkar reyndust svo sterkari í framlengingunni og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 34-30, og eru komnir í úrslit Evrópumótsins. EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Frakkar í úrslit eftir framlengingu Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. 26. janúar 2024 18:43 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Franska liðið hafði góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og leiddi með sex mörkum þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, 17-11. Svíar gáfust þó ekki upp og jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik. Sænska liðið hafði svo yfirhöndina það sem eftir lifði leiks og virtist vera að tryggja sér sæti í úrslitum þegar lokamínútan hófst. Sænska liðið fékk tækifæri til að gulltryggja sigurinn á lokasekúndunum, en skref var dæmt á Jim Gottfridsson þegar tæpar tíu sekúndur voru til leiksloka. Frakkar óðu fram og freistuðu þess að jafna metin, en sænska vörnin braut af sér í þann mund sem tíminn rann út. Frakkar fengu því eitt tækifæri til að jafna metin, úr aukakasti þegar tíminn var runninn út. Elohim Prandi bauð sig fram til að taka aukakastið og það reyndist heldur betur rétt ákvörðun að leyfa honum að spreyta sig. Prandi hallaði sér til hliðar og náði skotinu út fyrir varnarvegginn. Þaðan fór boltinn í þverslána, niður í öxlina á Andreas Palicka í marki Svía og svo í netið. Sjón er sögu ríkari og má sjá þetta ótrúlega mark frá hinum ýmsu sjónarhornum hér fyrir neðan. ELOHIM PRANDI SENDS US INTO EXTRA TIME 🤯🤯🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/NJRaVdZyLc— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024 Can you believe what just happened? 😱😱#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/E4qzcY4jNT— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024 É-LO-HIM PRANDI EST FOU 🤯On ne s'en lasse pas...🎥 @EHFEURO pic.twitter.com/00LMyGbdWR— Ligue Nationale de Handball (@LNHofficiel) January 26, 2024 Frakkar reyndust svo sterkari í framlengingunni og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 34-30, og eru komnir í úrslit Evrópumótsins.
EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Frakkar í úrslit eftir framlengingu Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. 26. janúar 2024 18:43 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Frakkar í úrslit eftir framlengingu Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. 26. janúar 2024 18:43
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti