Samfélagið hafi ekki efni á að halda menntuðu fólki í láglaunastörfum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 27. janúar 2024 21:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/einar Ótækt er að íslenskt samfélag haldi innflytjendum með mikla menntun í láglaunastörfum út af of þungri stjórnsýslu. Þetta segir háskólaráðherra sem hefur kynnt fyrsta skrefið í átt að einfaldara leyfisveitingakerfi. Mikið hefur verið kvartað undan því að innflytjendur eigi erfitt með að fá menntun viðurkenna hér á landi sem og Íslendingar sem mennta sig víða erlendis en kjósa að starfa hér. Háskólaráðherra segir ótækt að staðan sé jafn flókin og raun ber vitni. Málið hafi verið á hendi margra í stjórnkerfinu sem flæki málin. Hún kynnti fyrstu aðgerðir til að bregðast við þessu á ríkisstjórnarfundi í gær. „Það er þjónustugátt á Ísland.is þar sem aðilar geta á einum stað óskað eftir því að fá nám sitt metið og að það sé þá vandi stjórnkerfisins að deila því á rétta fagaðila til að fara með umsókn þeirra mála.“ Fyrsta aðgerðin snúi að því að einfalda flókið kerfi. „Síðan þarf auðvitað að ráðast í þá vinnu að ef við teljum að menntun sé ekki fullnægjandi eins og dæmi séu fyrir okkar heilbrigðiskerfi að þá bjóðum við upp á einhvers konar menntabrú. Það er, að við segjum ekki bara nei heldur segjum við; Heyrðu það vantar eitthvað aðeins upp á og að við bjóðum þá upp á slíkt nám eða beinum aðilum í rétta átt.“ Sú vinna stendur enn yfir sem og að einfalda leyfisveitingar í heild sinni. „Ég held að við sem samfélag höfum ekki efni á að halda innflytjendum í láglaunastörfum sem eru með háskólamenntun á bakinu sem við einhvern veginn náum ekki utan um að viðurkenna. Þannig við þurfum að taka þetta til alvarlegrar skoðunar þegar við erum með svona stóran hluta af samfélaginu okkar af innflytjendum sem jafnvel eru með háskólamenntun og eru hér virkir í samfélaginu en við höldum niðri með því að viðurkenna ekki menntun þeirra eða gera þeim ekki einfaldara fyrir að viðurkenna hana.“ Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Mikið hefur verið kvartað undan því að innflytjendur eigi erfitt með að fá menntun viðurkenna hér á landi sem og Íslendingar sem mennta sig víða erlendis en kjósa að starfa hér. Háskólaráðherra segir ótækt að staðan sé jafn flókin og raun ber vitni. Málið hafi verið á hendi margra í stjórnkerfinu sem flæki málin. Hún kynnti fyrstu aðgerðir til að bregðast við þessu á ríkisstjórnarfundi í gær. „Það er þjónustugátt á Ísland.is þar sem aðilar geta á einum stað óskað eftir því að fá nám sitt metið og að það sé þá vandi stjórnkerfisins að deila því á rétta fagaðila til að fara með umsókn þeirra mála.“ Fyrsta aðgerðin snúi að því að einfalda flókið kerfi. „Síðan þarf auðvitað að ráðast í þá vinnu að ef við teljum að menntun sé ekki fullnægjandi eins og dæmi séu fyrir okkar heilbrigðiskerfi að þá bjóðum við upp á einhvers konar menntabrú. Það er, að við segjum ekki bara nei heldur segjum við; Heyrðu það vantar eitthvað aðeins upp á og að við bjóðum þá upp á slíkt nám eða beinum aðilum í rétta átt.“ Sú vinna stendur enn yfir sem og að einfalda leyfisveitingar í heild sinni. „Ég held að við sem samfélag höfum ekki efni á að halda innflytjendum í láglaunastörfum sem eru með háskólamenntun á bakinu sem við einhvern veginn náum ekki utan um að viðurkenna. Þannig við þurfum að taka þetta til alvarlegrar skoðunar þegar við erum með svona stóran hluta af samfélaginu okkar af innflytjendum sem jafnvel eru með háskólamenntun og eru hér virkir í samfélaginu en við höldum niðri með því að viðurkenna ekki menntun þeirra eða gera þeim ekki einfaldara fyrir að viðurkenna hana.“
Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira