Norðmenn frysta ekki greiðslur til flóttamannaaðstoðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. janúar 2024 20:37 Um tvær milljónir Palestínumanna eru á vergangi vegna árása Ísraels. AP/Fatima Shbair Stjórnvöld í Noregi ætla ekki að frysta fjárframlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakanna á hendur starfsmönnum þess að hafa tekið þátt með einhverjum hætti í árás Hamasliða á Ísrael í október síðastliðnum. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tilkynnti áðan að Ísland myndi frysta greiðslur til flóttamannaaðstoðarinnar þar til ítarleg rannsókn yrði framkvæmd á málinu. Norska sendiráðið í Palestínu segir í færslu á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X í dag að ásakanirnar væru sláandi en ekki tilefni til að frysta greiðslur. The situation in Gaza is catastrophic, and @UNRWA is the most important humanitarian organization there. Norway continues our support for the Palestinian people through UNRWA. International support for Palestine is needed now more than ever— Norway in Palestine (@NorwayPalestine) January 27, 2024 „Fregnir um að starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í árásunum á Ísrael 7. október eru mjög alvarlegar, og ef sannar reynast, algjörlega óásættanlegar. Noregur fagnar tilvonandi rannsókn UNRWA á málinu. Við gerum ráð fyrir fullu gagnsæi,“ skrifar sendiráð Noregs í Palestínu. Sendiráðið segir þó mikilvægt að greina á milli þessara starfsmanna og stofnunarinnar sjálfrar sem gegnir mikilvægu mannúðarhlutverki á svæðinu. „Við þurfum að gera greinarmun á milli þess sem einstaklingar kunna að hafa gert og þess sem UNRWA stendur fyrir. Tugþúsundir starfsmanna samtakanna á Gasa, Vesturbakkanum og svæðinu gegna mikilvægu hlutverki við að dreifa birgðum, bjarga mannslífum og standa vörð um grundþarfir og -réttindi,“ bætir sendiráðið við í færslunni. Noregur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísland frystir greiðslur og kallar eftir ítarlegri rannsókn Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur nokkrum starfsmönnum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Greiðslur til stofnunarinnar verði frystar þar til slík rannsókn fari fram. 27. janúar 2024 18:22 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tilkynnti áðan að Ísland myndi frysta greiðslur til flóttamannaaðstoðarinnar þar til ítarleg rannsókn yrði framkvæmd á málinu. Norska sendiráðið í Palestínu segir í færslu á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X í dag að ásakanirnar væru sláandi en ekki tilefni til að frysta greiðslur. The situation in Gaza is catastrophic, and @UNRWA is the most important humanitarian organization there. Norway continues our support for the Palestinian people through UNRWA. International support for Palestine is needed now more than ever— Norway in Palestine (@NorwayPalestine) January 27, 2024 „Fregnir um að starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í árásunum á Ísrael 7. október eru mjög alvarlegar, og ef sannar reynast, algjörlega óásættanlegar. Noregur fagnar tilvonandi rannsókn UNRWA á málinu. Við gerum ráð fyrir fullu gagnsæi,“ skrifar sendiráð Noregs í Palestínu. Sendiráðið segir þó mikilvægt að greina á milli þessara starfsmanna og stofnunarinnar sjálfrar sem gegnir mikilvægu mannúðarhlutverki á svæðinu. „Við þurfum að gera greinarmun á milli þess sem einstaklingar kunna að hafa gert og þess sem UNRWA stendur fyrir. Tugþúsundir starfsmanna samtakanna á Gasa, Vesturbakkanum og svæðinu gegna mikilvægu hlutverki við að dreifa birgðum, bjarga mannslífum og standa vörð um grundþarfir og -réttindi,“ bætir sendiráðið við í færslunni.
Noregur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísland frystir greiðslur og kallar eftir ítarlegri rannsókn Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur nokkrum starfsmönnum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Greiðslur til stofnunarinnar verði frystar þar til slík rannsókn fari fram. 27. janúar 2024 18:22 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Ísland frystir greiðslur og kallar eftir ítarlegri rannsókn Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur nokkrum starfsmönnum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Greiðslur til stofnunarinnar verði frystar þar til slík rannsókn fari fram. 27. janúar 2024 18:22