Árásin var samkvæmt Hútum viðbragð við auknum árásum Breta og Bandaríkjamanna á Jemen síðastliðnar vikur.
Skipið sem logaði hefur siglt undir fána Marshall-eyja og er í eigu alþjóðlega fyrirtækisins Trafigura. Í tilkynningu frá eigendum skipsins eru allir áhafnarmeðlimir heilir á húfi og sigldi skipið í örugga höfn.
Samkvæmt miðlægri stjórnstöð Bandaríkjahers (CENTCOM) særðist enginn um borð en litlu mátti muna vegna þess að mikið magn hins afar eldfima efnis Nafta sem eins konar vetnisblanda í vökvaformi.
Yesterday, the Iranian-backed Houthis struck the Marshall Islands-flagged, Bermuda-owned M/V Marlin Luanda with an Anti-Ship Ballistic Missile (ASBM) in the Gulf of Aden. Marlin Luanda is transporting for commercial use a cargo of Naphtha, a highly flammable liquid hydrogen pic.twitter.com/BHCCqMltiY
— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 27, 2024
„Þökk sé þessum skjótu viðbrögðum bandaríska, indverska og franska flotans er eldurinn nú slökknaður. Engan sakaði, skipið heldur enn sjó og heldur áfram á ætlaðri leið,“ skrifar CENTCOM í færslu á samfélagsmiðilinn X.
„Þessar ólögmætu aðgerðir hafa ekkert að gera með átökin í Gasa. Hvorki skipið né áhöfn þess hafa nokkra tengingu við Ísrael. Hútar hafa skotið skeytingarlaust á Rauðahafið og haft að skotmörkum skip sem hafa þýðingu fyrir fleiri en fjörutíu lönd um allan heim.“